Íslenski boltinn

„Ó­trú­lega heil­brigður og flottur hópur“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hermann kom ÍBV upp í Bestudeildina í sumar.
Hermann kom ÍBV upp í Bestudeildina í sumar. Vísir/bjarni

Hermann Hreiðarsson segist vera einstaklega stoltur af því að koma ÍBV aftur upp í efstu deild. Hann hafi sjaldan unnið með eins flottum leikmannahópi á sínum ferli.

ÍBV vann Lengjudeildina á dögunum og fer liðið því beint upp í Bestudeildina. Liðið endaði með 39 stig í efsta sætinu, stigi fyrir ofan Keflavík.

„Maður er bara hrikalega stoltur af liðinu og stoltur af strákunum. Þetta var virklega skemmtilegt tímabil, enda deildin hrikalega jöfn og mjög óútreiknanleg. Það var markmiðið að vinna deildina í byrjun móts og það tókst,“ segir Hermann í Sportpakkanum í gærkvöldi.

Tímabilið fór nokkuð hægt af stað hjá Eyjamönnum og náðu þeir fyrst í toppsætið í 18.umferð.

„Það voru mjög óvænt úrslit í byrjun sem voru úr öllum áttum og við byrjuðum mótið frekar illa fyrir norðan á móti Dalvík og þeir mættu bara sprækir og unnu okkur bara, það var ekkert flókið. Eftir það var smá erfitt að ná í sigurinn og það komu nokkur jafntefli þar sem við vorum að spila vel og fengum alveg færi og því var bara það eina sem hægt var að gera var að vera þolinmóður.“

Hann segir að karakterinn í liði ÍBV á tímabilinu hafi verið einstakur.

„Þetta er ótrúlega heilbrigður og flottur hópur. Hann er mjög samstíga og samstilltur. Dugnaðurinn og hausinn á mönnum, það var aldrei neinn að hengja haus.“

Hér að neðan má sjá viðtalið við Hermann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×