Býðst til þess að gefa þjófnum gullið í arf Sindri Sverrisson skrifar 25. september 2024 14:01 László Csongrádi með ólympíugullið sem er honum svo kært. Nú hefur því verið stolið. Facebook/Tamás Kovács Ungverjinn László Csongrádi hefur í örvæntingu sinni boðist til þess að arfleiða innbrotsþjóf að ólympíugullinu sem hann vann á sínum tíma. Csongrádi, sem er 65 ára gamall, vann gull í skylmingum í Seúl árið 1988. Gullmedalíuna geymdi hann í skáp á heimili sínu en hún er nú horfin eftir að innbrotsþjófur braust inn þegar Csongrádi var sofandi, og stal henni. Csongrádi er að sjálfsögðu miður sín yfir að hafa misst sína dýrmætustu eign. „Síðustu tvær vikur hef ég ekki verið með sjálfum mér, og ekki getað róað mig og verið glaður því allt minnir mig á ólympíugullið mitt sem var stolið,“ sagði Csongrádi við ungverska miðilinn Sportal. „Ég myndi gefa sökudólgnum hvað sem er. Ég vil bara að hann skili þessum hlut sem hefur enga merkingu fyrir hann. Settu hann í póstkassann og ef þú vilt þá skal ég ekki eftirláta safni verðlaunin heldur arfleiða þig að þeim,“ sagði Csongrádi. Former Hungarian fencer Laszlo Csongradi is heartbroken after his Olympic gold medal was stolen during a break-in. The 65-year-old, who won gold in the men's team sabre at the 1988 Seoul Olympics, has even offered to leave the medal to the thief in his will if it’s returned. pic.twitter.com/Q1QDRbJpza— Alkass Digital (@alkass_digital) September 24, 2024 Hann var eins og fyrr segir sofandi þegar þjófurinn braust inn en sá var fljótur að láta sig hverfa þegar Csongrádi vaknaði og kallaði til hans. „Hann hefði getað tekið aðra dýrmæta hluti en einhverra hluta vegna hafði hann mestan áhuga á þessu. Þjófurinn snerti margt og það var fjöldi fingrafara en það hefur ekki dugað til að finna hann. Ég veit ekki hvað ég get gert til að ná til hans. Ég vil ekki valda honum skaða, hann getur alveg samið við mig,“ sagði Csongrádi. Ólympíuleikar Skylmingar Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sabonis ekki með Litháen á EM Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sjá meira
Csongrádi, sem er 65 ára gamall, vann gull í skylmingum í Seúl árið 1988. Gullmedalíuna geymdi hann í skáp á heimili sínu en hún er nú horfin eftir að innbrotsþjófur braust inn þegar Csongrádi var sofandi, og stal henni. Csongrádi er að sjálfsögðu miður sín yfir að hafa misst sína dýrmætustu eign. „Síðustu tvær vikur hef ég ekki verið með sjálfum mér, og ekki getað róað mig og verið glaður því allt minnir mig á ólympíugullið mitt sem var stolið,“ sagði Csongrádi við ungverska miðilinn Sportal. „Ég myndi gefa sökudólgnum hvað sem er. Ég vil bara að hann skili þessum hlut sem hefur enga merkingu fyrir hann. Settu hann í póstkassann og ef þú vilt þá skal ég ekki eftirláta safni verðlaunin heldur arfleiða þig að þeim,“ sagði Csongrádi. Former Hungarian fencer Laszlo Csongradi is heartbroken after his Olympic gold medal was stolen during a break-in. The 65-year-old, who won gold in the men's team sabre at the 1988 Seoul Olympics, has even offered to leave the medal to the thief in his will if it’s returned. pic.twitter.com/Q1QDRbJpza— Alkass Digital (@alkass_digital) September 24, 2024 Hann var eins og fyrr segir sofandi þegar þjófurinn braust inn en sá var fljótur að láta sig hverfa þegar Csongrádi vaknaði og kallaði til hans. „Hann hefði getað tekið aðra dýrmæta hluti en einhverra hluta vegna hafði hann mestan áhuga á þessu. Þjófurinn snerti margt og það var fjöldi fingrafara en það hefur ekki dugað til að finna hann. Ég veit ekki hvað ég get gert til að ná til hans. Ég vil ekki valda honum skaða, hann getur alveg samið við mig,“ sagði Csongrádi.
Ólympíuleikar Skylmingar Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sabonis ekki með Litháen á EM Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sjá meira