Skytturnar skoruðu fimm Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. september 2024 20:40 Raheem Sterling skoraði sitt fyrsta mark fyrir Arsenal í kvöld. Giuseppe Maffia/Getty Images Arsenal átti ekki í teljandi vandræðum með C-deildarlið Bolton Wanderers í enska deildarbikar karla í knattspyrnu. Lokatölur á Emirates-leikvanginum 5-1. Þrátt fyrir að hinn gríðarlega ungi Jack Porter hafi verið í marki heimaliðsins þá stillti Mikel Arteta upp nokkuð sterku liði. Enski landsliðsmaðurinn Declan Rice braut ísinn á 16. mínútu og hinn 17 ára gamli Ethan Nwaneri tvöfaldaði forystuna eftir undirbúning Raheem Sterling. Nwaneri var aftur á ferðinni í upphafi síðari hálfleiks, að þessu sinni eftir undirbúning Rice. Gestirnir minnkuðu muninn í 3-1 áður en Sterling bætti fjórða marki Arsenal við. A first goal for The Arsenal ❤️ pic.twitter.com/fEBThSyJi0— Arsenal (@Arsenal) September 25, 2024 Það var síðan varamaðurinn Kai Havertz sem skoraði fimmta mark Arsenal á 77. mínútu og þar við sat, lokatölur 5-1 og Arsenal komið áfram. Enski boltinn Fótbolti
Arsenal átti ekki í teljandi vandræðum með C-deildarlið Bolton Wanderers í enska deildarbikar karla í knattspyrnu. Lokatölur á Emirates-leikvanginum 5-1. Þrátt fyrir að hinn gríðarlega ungi Jack Porter hafi verið í marki heimaliðsins þá stillti Mikel Arteta upp nokkuð sterku liði. Enski landsliðsmaðurinn Declan Rice braut ísinn á 16. mínútu og hinn 17 ára gamli Ethan Nwaneri tvöfaldaði forystuna eftir undirbúning Raheem Sterling. Nwaneri var aftur á ferðinni í upphafi síðari hálfleiks, að þessu sinni eftir undirbúning Rice. Gestirnir minnkuðu muninn í 3-1 áður en Sterling bætti fjórða marki Arsenal við. A first goal for The Arsenal ❤️ pic.twitter.com/fEBThSyJi0— Arsenal (@Arsenal) September 25, 2024 Það var síðan varamaðurinn Kai Havertz sem skoraði fimmta mark Arsenal á 77. mínútu og þar við sat, lokatölur 5-1 og Arsenal komið áfram.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti