Þrír ákærðir fyrir að reyna að fjárkúga fjölskyldu Schumacher Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. september 2024 14:45 Michael Schumacher varð sjö sinnum heimsmeistari í Formúlu 1 á árunum 1994-2004. getty/Vladimir Rys Saksóknari í Wuppertal hefur ákært þrjá menn fyrir að reyna að kúga fé út úr fjölskyldu Michaels Schumacher, fyrrverandi heimsmeistara í Formúlu 1. Mennirnir hótuðu því að birta 1.500 skrár um Schumacher á djúpvefnum, meðal annars skjúkraskýrslur, nema að fjölskylda hans greiddi þeim fimmtán milljónir evra, eða 2,3 milljarða íslenskra króna. Í gær var greint frá því að feðgar hefðu verið handteknir í tengslum við málið og í dag kom fram að þrír hefðu verið ákærðir vegna fjárkúgunarinnar. Schumacher hefur ekki sést opinberlega síðan hann lenti í skíðaslysi í desember 2013. Þýski ökuþórinn varð fyrir alvarlegum heilaskaða en annars er lítið vitað um ásigkomulag hans. Margir hafa freistað þess að afla sér upplýsinga um ástand Schumachers með misjöfnum aðferðum en ekkert hefur lekið út. Enginn hefur oftar orðið heimsmeistari í Formúlu 1 en Schumacher, eða sjö sinnum. Glæsilegum ferli hans lauk 2012. Akstursíþróttir Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Mennirnir hótuðu því að birta 1.500 skrár um Schumacher á djúpvefnum, meðal annars skjúkraskýrslur, nema að fjölskylda hans greiddi þeim fimmtán milljónir evra, eða 2,3 milljarða íslenskra króna. Í gær var greint frá því að feðgar hefðu verið handteknir í tengslum við málið og í dag kom fram að þrír hefðu verið ákærðir vegna fjárkúgunarinnar. Schumacher hefur ekki sést opinberlega síðan hann lenti í skíðaslysi í desember 2013. Þýski ökuþórinn varð fyrir alvarlegum heilaskaða en annars er lítið vitað um ásigkomulag hans. Margir hafa freistað þess að afla sér upplýsinga um ástand Schumachers með misjöfnum aðferðum en ekkert hefur lekið út. Enginn hefur oftar orðið heimsmeistari í Formúlu 1 en Schumacher, eða sjö sinnum. Glæsilegum ferli hans lauk 2012.
Akstursíþróttir Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira