Umhugsunarefni hve margir ferðamenn fái ekki að snúa aftur heim Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. september 2024 19:50 Jón Þór Víglundsson er upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Vísir/Einar Talsmaður Landsbjargar segir nauðsynlegt að grípa til aðgerða til þess að gera ferðamönnum betur grein fyrir þeim hættum sem víða leynast á Íslandi. Það sé of algengt að ferðamenn komi hingað en fái ekki að snúa heim til að segja ferðasöguna. „Þetta er náttúrulega umhugsunarefni fyrir okkur, að við skulum lenda ítrekað í því að erlendir gestir sem hingað koma til þess að upplifa land og þjóð geti ekki snúið heim og sagt frá því,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Í gær lést karlmaður sem féll í Brúará, en fyrir tveimur árum lést annar maður sem féll í sömu á. Í dag er einnig réttur mánuður liðinn frá því íshellir hrundi í Breiðamerkurjökli, með þeim afleiðingum að erlendur ferðamaður lést. Hann segir Ísland markaðssett sem mikla ævintýraeyju. „Að hér upplifi fólk hluti sem það upplifir ekki annarsstaðar. Við þurfum þá að skila því hvernig gestir okkar geta verið öruggir í því umhverfi,“ segir hann, og bætir við að engin einhlít lausn sé við vandanum sem blasi við. Undir öllum komið að gera betur Jón Þór bendir á að Íslendingar alist upp við vitneskju um hættur landsins og þekki hana. „Við þurfum einhvern veginn að koma þeirri vitneskju til ferðamanna á styttri tíma en heilli mannsævi, svo þeir átti sig á hvað er hættulegt og hvað ekki. Ferðaþjónustan hafi mikilla hagsmuna að gæta, en fleiri þurfi að koma að úrbótum. „Auðvitað liggur ábyrgðin hjá okkur sem þjóð, að gera þetta vel.“ Smáforrit sem nemur staðsetningu gæti komið sér vel Jón Þór nefnir Safetravel, sem er vefsíða og smáforrit sem ætlað er að veita upplýsingar til að auka öryggi ferðamanna. „Spurningin er hvort við gætum fengið fjármagn í að þróa það frekar, þannig að þegar fólk er með appið uppsett í símanum sínum fái það skraddarasaumaðar tilkynningar út frá þeim stað sem það er á. Til dæmis ef það er við straumharða á, hættulegt gil eða eitthvað þvíumlíkt.“ Landsbjörg hafi ekki tekið saman fjölda eða hlutfall útkalla sem tengist erlendum ferðamönnum. „En auðvitað finnum við fyrir því að þeir eru stór hluti þeirra sem við komum til aðstoðar.“ Ferðamennska á Íslandi Björgunarsveitir Tengdar fréttir Maðurinn sem lést í Brúará frá Katar Maðurinn sem lést í gær þegar hann féll í Hlauptungufoss í Brúará var um þrítugt og frá Katar. Hann var hér á ferðalagi ásamt fjölskyldu sinni þegar slysið varð. 25. september 2024 16:06 Banaslys við Fossá Ökumaður bifreiðarinnar sem ók út af og valt við Fossá á Skaga, norðan Skagastrandar, um klukkan tvö í dag lést í slysinu. Farþegi í ökutækinu var fluttur með sjúkrabifreið á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar. 24. september 2024 20:59 Nokkur vitni að banaslysi við Brúará Þó nokkrir urðu vitni að því þegar karlmaður féll í Hlauptungufoss í Brúará um klukkan 13 í dag. Maðurinn fannst látinn skömmu síðar. Um var að ræða erlendan ferðamenn. 24. september 2024 17:46 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
„Þetta er náttúrulega umhugsunarefni fyrir okkur, að við skulum lenda ítrekað í því að erlendir gestir sem hingað koma til þess að upplifa land og þjóð geti ekki snúið heim og sagt frá því,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Í gær lést karlmaður sem féll í Brúará, en fyrir tveimur árum lést annar maður sem féll í sömu á. Í dag er einnig réttur mánuður liðinn frá því íshellir hrundi í Breiðamerkurjökli, með þeim afleiðingum að erlendur ferðamaður lést. Hann segir Ísland markaðssett sem mikla ævintýraeyju. „Að hér upplifi fólk hluti sem það upplifir ekki annarsstaðar. Við þurfum þá að skila því hvernig gestir okkar geta verið öruggir í því umhverfi,“ segir hann, og bætir við að engin einhlít lausn sé við vandanum sem blasi við. Undir öllum komið að gera betur Jón Þór bendir á að Íslendingar alist upp við vitneskju um hættur landsins og þekki hana. „Við þurfum einhvern veginn að koma þeirri vitneskju til ferðamanna á styttri tíma en heilli mannsævi, svo þeir átti sig á hvað er hættulegt og hvað ekki. Ferðaþjónustan hafi mikilla hagsmuna að gæta, en fleiri þurfi að koma að úrbótum. „Auðvitað liggur ábyrgðin hjá okkur sem þjóð, að gera þetta vel.“ Smáforrit sem nemur staðsetningu gæti komið sér vel Jón Þór nefnir Safetravel, sem er vefsíða og smáforrit sem ætlað er að veita upplýsingar til að auka öryggi ferðamanna. „Spurningin er hvort við gætum fengið fjármagn í að þróa það frekar, þannig að þegar fólk er með appið uppsett í símanum sínum fái það skraddarasaumaðar tilkynningar út frá þeim stað sem það er á. Til dæmis ef það er við straumharða á, hættulegt gil eða eitthvað þvíumlíkt.“ Landsbjörg hafi ekki tekið saman fjölda eða hlutfall útkalla sem tengist erlendum ferðamönnum. „En auðvitað finnum við fyrir því að þeir eru stór hluti þeirra sem við komum til aðstoðar.“
Ferðamennska á Íslandi Björgunarsveitir Tengdar fréttir Maðurinn sem lést í Brúará frá Katar Maðurinn sem lést í gær þegar hann féll í Hlauptungufoss í Brúará var um þrítugt og frá Katar. Hann var hér á ferðalagi ásamt fjölskyldu sinni þegar slysið varð. 25. september 2024 16:06 Banaslys við Fossá Ökumaður bifreiðarinnar sem ók út af og valt við Fossá á Skaga, norðan Skagastrandar, um klukkan tvö í dag lést í slysinu. Farþegi í ökutækinu var fluttur með sjúkrabifreið á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar. 24. september 2024 20:59 Nokkur vitni að banaslysi við Brúará Þó nokkrir urðu vitni að því þegar karlmaður féll í Hlauptungufoss í Brúará um klukkan 13 í dag. Maðurinn fannst látinn skömmu síðar. Um var að ræða erlendan ferðamenn. 24. september 2024 17:46 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Maðurinn sem lést í Brúará frá Katar Maðurinn sem lést í gær þegar hann féll í Hlauptungufoss í Brúará var um þrítugt og frá Katar. Hann var hér á ferðalagi ásamt fjölskyldu sinni þegar slysið varð. 25. september 2024 16:06
Banaslys við Fossá Ökumaður bifreiðarinnar sem ók út af og valt við Fossá á Skaga, norðan Skagastrandar, um klukkan tvö í dag lést í slysinu. Farþegi í ökutækinu var fluttur með sjúkrabifreið á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar. 24. september 2024 20:59
Nokkur vitni að banaslysi við Brúará Þó nokkrir urðu vitni að því þegar karlmaður féll í Hlauptungufoss í Brúará um klukkan 13 í dag. Maðurinn fannst látinn skömmu síðar. Um var að ræða erlendan ferðamenn. 24. september 2024 17:46