Sporting rúllaði yfir Veszprém Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. september 2024 20:29 Orri Freyr var öflugur í kvöld. Sporting Orri Freyr Þorkelsson og félagar í Sporting áttu ekki í vandræðum með Veszprém, lið Bjarka Más Elíssonar, þegar þau mættust í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Þá vann Íslendingalið Gummersbach góðan sigur á meðan Ribe-Esbjerg er enn án sigurs í Danmörku. Sporting hefur komið verulega á óvart í upphafi leiktíðar og hafði fyrir leik kvöldsins unnið báða sína leiki í Meistaradeildinni. Sama var að segja um gestina en leikur kvöldsins stóðst ekki væntingar þar sem hann var í raun aðeins spennandi fyrsta stundarfjórðunginn eða svo. Eftir það stigu heimamenn á bensíngjöfina og voru sex mörkum yfir í hálfleik, 23-17. 𝐒𝐩𝐨𝐫𝐭𝐢𝐧𝐠 𝐂𝐏 are 𝒅𝒐𝒎𝒊𝒏𝒂𝒕𝒊𝒏𝒈 this match! 👀#ehfcl #clm #handball pic.twitter.com/7SdHTjYN8e— EHF Champions League (@ehfcl) September 25, 2024 Í síðari hálfleik jók Sporting forystuna en gestirnir skoruðu fjögur af síðustu fimm mörkum leiksins og tókst að sjá til þess að munurinn var „aðeins“ níu mörk þegar flautað var til leiksloka, staðan þá 39-30. Orri Freyr var frábær í liði Sporting og skoraði sex mörk á meðan Bjarki Már skoraði tvö í liði gestanna. Sporting er því áfram á toppi A-riðils með fullt hús stiga en Veszprém er með fjögur stig í 3. sæti. Í efstu deild Þýskalands unnu lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach sjö marka útisigur á Stuttgart, lokatölur 28-35. Elliði Snær Viðarsson var frábær í liði gestanna og skoraði sex mörk ásamt því að gefa eina stoðsendingu. Gummersbach er nú með fjögur stig eftir jafn marga leiki. Í efstu deild Danmerkur tapaði Íslendingalið Ribe-Esbjerg fyrir Nordsjælland með þriggja marka mun, lokatölur 32-35. Ágúst Elí Björgvinsson varði 8 skot í marki Ribe-Esbjerg á meðan Elvar Ásgeirsson skoraði eitt mark. Ribe-Esbjerg er áfram á botni deildarinnar án stiga. Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Þýski handboltinn Danski handboltinn Tengdar fréttir Sigvaldi Björn magnaður í fyrsta sigri Kolstad Kolstad er komið á blað í Meistaradeild Evrópu karla í handbolta og það er að mestu ótrúlegum leik Sigvalda Björns Guðjónssonar að þakka. Þá gerðu Álaborg og Magdeburg jafntefli þar sem íslenska tvíeykið fór mikið í liði gestanna. 25. september 2024 18:59 Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Fleiri fréttir „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Sjá meira
Þá vann Íslendingalið Gummersbach góðan sigur á meðan Ribe-Esbjerg er enn án sigurs í Danmörku. Sporting hefur komið verulega á óvart í upphafi leiktíðar og hafði fyrir leik kvöldsins unnið báða sína leiki í Meistaradeildinni. Sama var að segja um gestina en leikur kvöldsins stóðst ekki væntingar þar sem hann var í raun aðeins spennandi fyrsta stundarfjórðunginn eða svo. Eftir það stigu heimamenn á bensíngjöfina og voru sex mörkum yfir í hálfleik, 23-17. 𝐒𝐩𝐨𝐫𝐭𝐢𝐧𝐠 𝐂𝐏 are 𝒅𝒐𝒎𝒊𝒏𝒂𝒕𝒊𝒏𝒈 this match! 👀#ehfcl #clm #handball pic.twitter.com/7SdHTjYN8e— EHF Champions League (@ehfcl) September 25, 2024 Í síðari hálfleik jók Sporting forystuna en gestirnir skoruðu fjögur af síðustu fimm mörkum leiksins og tókst að sjá til þess að munurinn var „aðeins“ níu mörk þegar flautað var til leiksloka, staðan þá 39-30. Orri Freyr var frábær í liði Sporting og skoraði sex mörk á meðan Bjarki Már skoraði tvö í liði gestanna. Sporting er því áfram á toppi A-riðils með fullt hús stiga en Veszprém er með fjögur stig í 3. sæti. Í efstu deild Þýskalands unnu lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach sjö marka útisigur á Stuttgart, lokatölur 28-35. Elliði Snær Viðarsson var frábær í liði gestanna og skoraði sex mörk ásamt því að gefa eina stoðsendingu. Gummersbach er nú með fjögur stig eftir jafn marga leiki. Í efstu deild Danmerkur tapaði Íslendingalið Ribe-Esbjerg fyrir Nordsjælland með þriggja marka mun, lokatölur 32-35. Ágúst Elí Björgvinsson varði 8 skot í marki Ribe-Esbjerg á meðan Elvar Ásgeirsson skoraði eitt mark. Ribe-Esbjerg er áfram á botni deildarinnar án stiga.
Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Þýski handboltinn Danski handboltinn Tengdar fréttir Sigvaldi Björn magnaður í fyrsta sigri Kolstad Kolstad er komið á blað í Meistaradeild Evrópu karla í handbolta og það er að mestu ótrúlegum leik Sigvalda Björns Guðjónssonar að þakka. Þá gerðu Álaborg og Magdeburg jafntefli þar sem íslenska tvíeykið fór mikið í liði gestanna. 25. september 2024 18:59 Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Fleiri fréttir „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Sjá meira
Sigvaldi Björn magnaður í fyrsta sigri Kolstad Kolstad er komið á blað í Meistaradeild Evrópu karla í handbolta og það er að mestu ótrúlegum leik Sigvalda Björns Guðjónssonar að þakka. Þá gerðu Álaborg og Magdeburg jafntefli þar sem íslenska tvíeykið fór mikið í liði gestanna. 25. september 2024 18:59
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti