Kæra sig ekki um evruna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 26. september 2024 09:31 Meira en fjórðungur ríkja Evrópusambandsins hefur ekki tekið upp evruna þrátt fyrir að ríkin séu öll fyrir utan eitt lagalega skuldbundin til þess. Í meirihluta tilfella vegna þess að þau hafa einfaldlega ekki viljað það. Vitanlega er áhugavert í ljósi áherzlu hérlendra Evrópusambandsinna á inngöngu í sambandið, einkum og sér í lagi til þess að geta tekið upp evruna, að ríki sem þegar eru innan þess kæri sig ekki um hana. Tvö norræn ríki eru í þessum hópi, Danmörk og Svíþjóð. Danir eru eina ríkið innan Evrópusambandsins sem hafa undanþágu frá því að taka evruna upp. Hin ríkin eru Pólland, Tékkland, Ungverjaland, Rúmenía og Búlgaría. Svíar hafa verið skuldbundir til þess að taka upp evruna síðan þeir gengu í sambandið 1995, Pólverjar og Tékkar frá inngöngu þeirra 2004 og Rúmenar og Búlgarar frá því að þeir gengu þar inn 2007. Með öðrum orðum hafa umrædd ríki verið skuldbundin til þess að taka upp evruna árum og áratugum saman án þess að láta verða af því. Fátt ef eitthvað bendir til þess að af því verði að helzt Búlgaríu undanskildri sem hefur síðan árið 2020 haft uppi áform um það að taka evruna upp. Til stóð að Búlgarar tækju evruna upp í byrjun næsta árs en því hefur nú verið frestað. Alls óvíst er hvort og þá hvenær komi til þess. Danir og Svíar höfnuðu evrunni Til þess að ríki innan Evrópusambandsins geti tekið evruna upp þurfa þau fyrst að uppfylla ákveðin efnahagsleg skilyrði fyrir því. Áðurnefnd ríki í Austur-Evrópu hafa mörg hver vísvitandi sleppt því að uppfylla þau til þess að þurfa ekki að standa við þá skuldbindingu sína. Svíar höfnuðu hins vegar evrunni í þjóðaratkvæði 2003 og hafa niðurstöður nær allra skoðanakannana síðan sýnt fleiri andvíga upptöku hennar. Danir fengu undanþágu frá því að taka upp evruna í stað dönsku krónunnar eftir að hafa hafnað Maastricht-sáttmála Evrópusambandsins í þjóðaratkvæði 1992. Árið eftir voru þeir aftur látnir kjósa um sáttmálann en að þessu sinni með fjórum undanþágum. Þar á meðal frá evrunni, eða réttara sagt myntbandalagi sambandsins, sem fyrr segir. Danir höfnuðu evrunni síðan í annað sinn í þjóðaratkvæði árið 2000. Fullyrt hefur verið í röðum hérlendra Evrópusambandssinna að vegna gengistengingar sé danska krónan sé í raun evran. Gengi dönsku krónunnar er vissulega tengt gengi evrunnar með ákveðnum vikmörkum en ástæða þess er fyrst og fremst sú að það var áður tengt þýzka markinu vegna hliðstæðra efnahagslegra aðstæðna og í Þýzkalandi. Danir geta hins vegar hvenær sem er kippt því einhliða úr sambandi. Mjög ólíkar efnahagsaðstæður Hafa má einnig í huga að Bretland tók aldrei upp evruna áður en landið gekk úr Evrópusambandinu. Þá eru taldar allar líkur á því miðað við niðurstöður skoðanakannana á sínum tíma að evrunni hefði verið hafnað kjósendum í Þýzkaland hefðu þeir fengið að segja álit sitt á þeirri ákvörðun að fórna þýzka markinu fyrir hana. Þá má ekki gleyma að Norðmenn hafa tvisvar hafnað inngöngu í sambandið í þjóðaratkvæði. Helzta ástæða þess að Norðmenn vilja ekki evruna er sú að efnahagslegar aðstæður í Noregi eru mjög ólíkar því sem gerist á evrusvæðinu. Ekki sízt í Þýzkalandi sem Seðlabanki Evrópusambandsins horfir einkum til við vaxtaákvarðanir sínar. Hið sama á við um Ísland. Hagsveiflan hérlendis er til dæmis afar ólík því sem gerist innan evrusvæðisins og peningastefna þess hentaði fyrir vikið seint hagkerfi landsins. Hefði hagfræði ráðið för en ekki pólitík hefði evrusvæðið líklega aðeins náð til þeirra ríkja Evrópusambandsins sem eiga nægjanlega efnahagslega samleið til þess að deila sama gjaldmiðli. Líkt og Þýzkalands, Frakklands og Benelúx-landanna. Ef svæðið hefði þá orðið til. Hins vegar réð pólitík för. Fyrst og fremst lokamarkmið samrunaþróunarinnar innan sambandsins um að til verði evrópskt sambandsríki. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Meira en fjórðungur ríkja Evrópusambandsins hefur ekki tekið upp evruna þrátt fyrir að ríkin séu öll fyrir utan eitt lagalega skuldbundin til þess. Í meirihluta tilfella vegna þess að þau hafa einfaldlega ekki viljað það. Vitanlega er áhugavert í ljósi áherzlu hérlendra Evrópusambandsinna á inngöngu í sambandið, einkum og sér í lagi til þess að geta tekið upp evruna, að ríki sem þegar eru innan þess kæri sig ekki um hana. Tvö norræn ríki eru í þessum hópi, Danmörk og Svíþjóð. Danir eru eina ríkið innan Evrópusambandsins sem hafa undanþágu frá því að taka evruna upp. Hin ríkin eru Pólland, Tékkland, Ungverjaland, Rúmenía og Búlgaría. Svíar hafa verið skuldbundir til þess að taka upp evruna síðan þeir gengu í sambandið 1995, Pólverjar og Tékkar frá inngöngu þeirra 2004 og Rúmenar og Búlgarar frá því að þeir gengu þar inn 2007. Með öðrum orðum hafa umrædd ríki verið skuldbundin til þess að taka upp evruna árum og áratugum saman án þess að láta verða af því. Fátt ef eitthvað bendir til þess að af því verði að helzt Búlgaríu undanskildri sem hefur síðan árið 2020 haft uppi áform um það að taka evruna upp. Til stóð að Búlgarar tækju evruna upp í byrjun næsta árs en því hefur nú verið frestað. Alls óvíst er hvort og þá hvenær komi til þess. Danir og Svíar höfnuðu evrunni Til þess að ríki innan Evrópusambandsins geti tekið evruna upp þurfa þau fyrst að uppfylla ákveðin efnahagsleg skilyrði fyrir því. Áðurnefnd ríki í Austur-Evrópu hafa mörg hver vísvitandi sleppt því að uppfylla þau til þess að þurfa ekki að standa við þá skuldbindingu sína. Svíar höfnuðu hins vegar evrunni í þjóðaratkvæði 2003 og hafa niðurstöður nær allra skoðanakannana síðan sýnt fleiri andvíga upptöku hennar. Danir fengu undanþágu frá því að taka upp evruna í stað dönsku krónunnar eftir að hafa hafnað Maastricht-sáttmála Evrópusambandsins í þjóðaratkvæði 1992. Árið eftir voru þeir aftur látnir kjósa um sáttmálann en að þessu sinni með fjórum undanþágum. Þar á meðal frá evrunni, eða réttara sagt myntbandalagi sambandsins, sem fyrr segir. Danir höfnuðu evrunni síðan í annað sinn í þjóðaratkvæði árið 2000. Fullyrt hefur verið í röðum hérlendra Evrópusambandssinna að vegna gengistengingar sé danska krónan sé í raun evran. Gengi dönsku krónunnar er vissulega tengt gengi evrunnar með ákveðnum vikmörkum en ástæða þess er fyrst og fremst sú að það var áður tengt þýzka markinu vegna hliðstæðra efnahagslegra aðstæðna og í Þýzkalandi. Danir geta hins vegar hvenær sem er kippt því einhliða úr sambandi. Mjög ólíkar efnahagsaðstæður Hafa má einnig í huga að Bretland tók aldrei upp evruna áður en landið gekk úr Evrópusambandinu. Þá eru taldar allar líkur á því miðað við niðurstöður skoðanakannana á sínum tíma að evrunni hefði verið hafnað kjósendum í Þýzkaland hefðu þeir fengið að segja álit sitt á þeirri ákvörðun að fórna þýzka markinu fyrir hana. Þá má ekki gleyma að Norðmenn hafa tvisvar hafnað inngöngu í sambandið í þjóðaratkvæði. Helzta ástæða þess að Norðmenn vilja ekki evruna er sú að efnahagslegar aðstæður í Noregi eru mjög ólíkar því sem gerist á evrusvæðinu. Ekki sízt í Þýzkalandi sem Seðlabanki Evrópusambandsins horfir einkum til við vaxtaákvarðanir sínar. Hið sama á við um Ísland. Hagsveiflan hérlendis er til dæmis afar ólík því sem gerist innan evrusvæðisins og peningastefna þess hentaði fyrir vikið seint hagkerfi landsins. Hefði hagfræði ráðið för en ekki pólitík hefði evrusvæðið líklega aðeins náð til þeirra ríkja Evrópusambandsins sem eiga nægjanlega efnahagslega samleið til þess að deila sama gjaldmiðli. Líkt og Þýzkalands, Frakklands og Benelúx-landanna. Ef svæðið hefði þá orðið til. Hins vegar réð pólitík för. Fyrst og fremst lokamarkmið samrunaþróunarinnar innan sambandsins um að til verði evrópskt sambandsríki. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar