Gætu spilað um titilinn á sunnudegi í Víkinni Sindri Sverrisson skrifar 26. september 2024 13:31 Víkingur og Breiðablik eru í æsispennandi kapphlaupi um Íslandsmeistaratitilinn. vísir/Diego Enn er útlit fyrir að úrslitin í titilbaráttu Bestu deildar karla í fótbolta ráðist í lokaumferðinni og nú er ljóst að Víkingur og Breiðablik munu eiga sviðið á lokadegi mótsins. KSÍ hefur nú staðfest leikjadagskrána í þeim fjórum umferðum sem eftir eru, í efri og neðri hluta Bestu deildar karla. Mótinu lýkur ekki fyrr en undir lok október, vegna landsleikjahlés um miðjan mánuðinn. Í lokaumferðinni spila öll lið nema Víkingur og Breiðablik á laugardegi, 26. október. Mögulegur úrslitaleikur Víkings og Breiðabliks um titilinn verður svo sunnudaginn 27. október klukkan 14. Spilað verður í Víkinni vegna þess að Víkingar enduðu hefðbundnu deildakeppnina ofar en Blikar. Þessi mögulegi úrslitaleikur verður því þremur dögum eftir að Víkingar mæta Cercle Brugge í Sambandsdeild Evrópu, á heimavelli Blika í Kópavoginum. Spennan er ekki bara mikil í titilbaráttunni heldur einnig í baráttunni um 3. sætið mikilvæga, sem gefur þátttökurétt í Evrópukeppni á næsta ári. Eftir að KA varð bikarmeistari um helgina, og tók þar með Evrópusæti, er ljóst að 4. sæti deildarinnar dugar ekki til að komast í Evrópukeppni. Hér að neðan má sjá yfirlit yfir síðustu umferðirnar, í efri og neðri hlutanum, og stöðutöflurnar. Staðan í efri hlutanum fyrir síðustu fjórar umferðirnar.KSÍ Leikirnir sem eftir eru í efri hluta Bestu deildar karla.KSÍ Hörð fallbarátta Fjögur lið eiga enn á hættu að falla úr deildinni. Fylkir og KR eru í fallsætum en HK og KR eru skammt undan og ljóst að allt getur gerst í lokaumferðunum. Staðan í neðri hlutanum þegar fjórar umferðir eru eftir.KSÍ Leikirnir sem eftir eru í neðri hluta Bestu deildarinnar.KSÍ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira
KSÍ hefur nú staðfest leikjadagskrána í þeim fjórum umferðum sem eftir eru, í efri og neðri hluta Bestu deildar karla. Mótinu lýkur ekki fyrr en undir lok október, vegna landsleikjahlés um miðjan mánuðinn. Í lokaumferðinni spila öll lið nema Víkingur og Breiðablik á laugardegi, 26. október. Mögulegur úrslitaleikur Víkings og Breiðabliks um titilinn verður svo sunnudaginn 27. október klukkan 14. Spilað verður í Víkinni vegna þess að Víkingar enduðu hefðbundnu deildakeppnina ofar en Blikar. Þessi mögulegi úrslitaleikur verður því þremur dögum eftir að Víkingar mæta Cercle Brugge í Sambandsdeild Evrópu, á heimavelli Blika í Kópavoginum. Spennan er ekki bara mikil í titilbaráttunni heldur einnig í baráttunni um 3. sætið mikilvæga, sem gefur þátttökurétt í Evrópukeppni á næsta ári. Eftir að KA varð bikarmeistari um helgina, og tók þar með Evrópusæti, er ljóst að 4. sæti deildarinnar dugar ekki til að komast í Evrópukeppni. Hér að neðan má sjá yfirlit yfir síðustu umferðirnar, í efri og neðri hlutanum, og stöðutöflurnar. Staðan í efri hlutanum fyrir síðustu fjórar umferðirnar.KSÍ Leikirnir sem eftir eru í efri hluta Bestu deildar karla.KSÍ Hörð fallbarátta Fjögur lið eiga enn á hættu að falla úr deildinni. Fylkir og KR eru í fallsætum en HK og KR eru skammt undan og ljóst að allt getur gerst í lokaumferðunum. Staðan í neðri hlutanum þegar fjórar umferðir eru eftir.KSÍ Leikirnir sem eftir eru í neðri hluta Bestu deildarinnar.KSÍ
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira