Bestu guttarnir í Bestu deild karla Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. september 2024 09:00 Nokkrir þeirra ungu leikmanna sem hafa sett svip sinn á Bestu deild karla í sumar. vísir/samsett Vísir tók saman lista yfir ellefu bestu ungu leikmenn Bestu deildar karla í sumar. Um er að ræða leikmenn fædda 2004 og síðar og þeir verða að hafa spilað að minnsta kosti tíu deildarleiki í sumar. Gísli Gottskálk Þórðarson (Víkingur) Gísli Gottskálk Þórðarson hefur gripið tækifærið sitt hjá Víkingi með báðum höndum.vísir/anton Sá hefur sprungið út í sumar! Gísli spilaði aðeins með Víkingi 2022 og 2023 en núna er hann einn af fyrstu mönnum á blað hjá Arnari Gunnlaugssyni, þjálfara Íslandsmeistaranna. Og mikilvægi Gísla hefur aukist til muna eftir að Pablo Punyed meiddist illa. Hann hefur verið einn besti leikmaður Víkings í sumar; ótrúlega drífandi og vel spilandi miðjumaður sem stefnir hraðbyri upp á stjörnuhimininn. Róbert Frosti Þorkelsson (Stjarnan) Róbert Frosti Þorkelsson er orðinn lykilmaður hjá Stjörnunni.vísir/diego Það er engin vöntun á ungum og spennandi strákum í Stjörnunni og Róbert er einn þeirra. Var einn þeirra sem var búist við að gæti stigið upp eftir að Eggert Aron Guðmundsson var seldur til Elfsborg og hefur gert það. Róbert hefur skorað tvö mörk og gefið sjö stoðsendingar í sumar, flestar allra í liði Stjörnunnar. Aðeins Kjartan Kári Halldórsson, Johannes Vall og Fred hafa lagt upp fleiri mörk en Róbert í Bestu deildinni í sumar samkvæmt WyScout. Gríðarlega kraftmikill, útsjónarsamur og spennandi leikmaður. Benóný Breki Andrésson (KR) Aðeins Viktor Jónsson (16) og Patrick Pedersen (14) hafa skorað fleiri mörk í Bestu deildinni í sumar en Benóný Breki Andrésson.vísir/hag Var þekkt stærð eftir fínt tímabil í fyrra þar sem hann skoraði níu mörk fyrir ekkert spes KR-lið. Sumarið hefur verið afleitt í Vesturbænum en þrátt fyrir það hefur Benóný takist að halda uppteknum hætti frá því í fyrra og raunar gera betur. Hann er kominn með ellefu mörk og er í hópi markahæstu leikmanna deildarinnar. Benóný kólnaði aðeins um mitt tímabil en hefur verið öflugur að undanförnu og skorað fimm mörk í síðustu fimm leikjum KR, þar af þrjú í sigrinum á ÍA. Guðmundur Baldvin Nökkvason (Stjarnan) Guðmundur Baldvin Nökkvason (nr. 18) hefur gert góða hluti í sumar.vísir/diego Stjörnunni barst góður liðsstyrkur skömmu fyrir mót þegar Óli Valur Ómarsson og Guðmundur sneru aftur heim í Garðabæinn frá Svíþjóð. Þeir hafa heldur betur styrkt Stjörnuliðið sem hefur þó verið upp og ofan í sumar. Guðmundur hefur leikið fimmtán leiki í Bestu deildinni og skorað fjögur mörk. Afar spennandi verður að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir þennan flinka leikmann. Þorri Stefán Þorbjörnsson (Fram) Þorri Stefán Þorbjörnsson með grímuna góðu.vísir/anton Fram gerði afar góða hluti á félagaskiptamarkaðnum fyrir tímabilið. Liðið fékk sér nánast alveg nýja vörn og meðal þeirra sem hafa staðið vaktina í henni er Þorri. Þessi átján ára strákur kom á láni frá Lyngby og hefur spilað alla leiki Fram í deildinni nema einn, vinstra megin í þriggja manna vörn. Lofandi varnarmaður sem á framtíðina fyrir sér. Hinrik Harðarson (ÍA) Hinrik Harðarson hefur átt stóran þátt í góðu gengi ÍA í sumar.vísir/anton Annað lið sem gerði vel á félagaskiptamarkaðnum í vetur var ÍA. Skagamenn sóttu meðal annars Hinrik frá Þrótturum þar sem hann stóð sig vel í fyrra. Hinrik hefur gert sig gildandi á sínu fyrsta tímabili í efstu deild, hvort hann hefur spilað við hlið Viktors Jónssonar, markahæsta manns deildarinnar, eða á vinstri kantinum. Er kominn með fimm mörk og tvær stoðsendingar sem komu báðar í sigrinum á Íslandsmeisturum Víkings í Víkinni. Hinrik er harðduglegur, áræðinn og ljóst er að hann hefur erft markagen föður síns. Helgi Fróði Ingason (Stjarnan) Helgi Fróði Ingason á ferðinni.vísir/diego Spilaði sautján deildarleiki með Stjörnunni áður en hann var seldur til Helmond í Hollandi. Helgi skaust fram á sjónarsviðið á síðasta tímabili og fyrri hluta tímabilsins sýndi hann að frammistaðan í fyrra var engin tilviljun. Leikinn og flinkur leikmaður sem er einstaklega fær í leysa úr þröngum stöðum. Skoraði tvö mörk fyrir Stjörnuna í deildinni og lagði upp þrjú. Logi Hrafn Róbertsson (FH) Logi Hrafn Róbertsson býr yfir mikilli reynslu þrátt fyrir ungan aldur.vísir/diego Langreyndasti leikmaðurinn á þessum lista. Það er hálf ótrúlegt að hugsa til þess að Logi sé aðeins tvítugur enda kominn með 76 leiki í efstu deild, spilað A-landsleik og verið fastamaður í FH-liðinu síðan 2021. Logi er í dag einn allra mikilvægasti leikmaður FH og hefur náð vel saman við Björn Daníel Sverrisson á miðju liðsins. Er orðin þekkt stærð í Bestu deildinni og ef hann heldur áfram á sömu braut er þess eflaust ekki langt að bíða að landvinningar erlendis bíði hans. Haukur Örn Brink (Stjarnan) Haukur Örn Brink fagnar einu marka sinna í sumar.vísir/diego Fáir ef einhverjir leikmenn hafa nýtt mínúturnar sínar betur í Bestu deildinni í sumar en Haukur. Framan af tímabili steig hann varla inn á völlinn án þess að skora, oftast með yfirveguðum innanfótar afgreiðslum í fjærhornið. Hefur skorað fimm mörk á 719 mínútum í Bestu deildinni, eða mark á 144 mínútna fresti. Verður eflaust í enn stærra hlutverki hjá Stjörnunni á næsta tímabili. Dagur Örn Fjeldsted (Breiðablik/HK) Dagur Örn Fjeldsted hefur leikið með báðum Kópavogsliðunum í Bestu deildinni í sumar.vísir/diego Fékk nokkur tækifæri með Breiðabliki framan af tímabili og skoraði meðal annars gott mark gegn Vestra. Í félagaskiptaglugganum var Dagur lánaður upp í efri byggðir Kópavogs, til HK sem berst fyrir lífi sínu í deildinni. Hefur komið virkilega sterkur inn í lið HK-inga sem veitti sannarlega ekki af liðsstyrk. Dagur skoraði glæsilegt mark gegn KA og lagði upp sigurmarkið gegn Fram. Kjartan Már Kjartansson (Stjarnan) Kjartan Már Kjartansson hefur vakið verðskuldaða athygli í sumar.vísir/diego Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, frumsýndi Kjartan í Bestu deildinni í fyrra en nú er hann kominn í enn stærra hlutverk hjá Garðabæjarliðinu. Sterkur miðjumaður sem er jafnvígur á að vinna boltann og skila honum frá sér. Gæti orðið akkerið í liði Stjörnunnar til frambúðar. Kjartan hefur leikið þrettán deildarleiki í sumar og skorað eitt mark. Eins og aðrir ungir leikmenn Stjörnunnar öðlaðist hann mikilvæga reynslu í Evrópuleikjunum. Besta deild karla Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
Gísli Gottskálk Þórðarson (Víkingur) Gísli Gottskálk Þórðarson hefur gripið tækifærið sitt hjá Víkingi með báðum höndum.vísir/anton Sá hefur sprungið út í sumar! Gísli spilaði aðeins með Víkingi 2022 og 2023 en núna er hann einn af fyrstu mönnum á blað hjá Arnari Gunnlaugssyni, þjálfara Íslandsmeistaranna. Og mikilvægi Gísla hefur aukist til muna eftir að Pablo Punyed meiddist illa. Hann hefur verið einn besti leikmaður Víkings í sumar; ótrúlega drífandi og vel spilandi miðjumaður sem stefnir hraðbyri upp á stjörnuhimininn. Róbert Frosti Þorkelsson (Stjarnan) Róbert Frosti Þorkelsson er orðinn lykilmaður hjá Stjörnunni.vísir/diego Það er engin vöntun á ungum og spennandi strákum í Stjörnunni og Róbert er einn þeirra. Var einn þeirra sem var búist við að gæti stigið upp eftir að Eggert Aron Guðmundsson var seldur til Elfsborg og hefur gert það. Róbert hefur skorað tvö mörk og gefið sjö stoðsendingar í sumar, flestar allra í liði Stjörnunnar. Aðeins Kjartan Kári Halldórsson, Johannes Vall og Fred hafa lagt upp fleiri mörk en Róbert í Bestu deildinni í sumar samkvæmt WyScout. Gríðarlega kraftmikill, útsjónarsamur og spennandi leikmaður. Benóný Breki Andrésson (KR) Aðeins Viktor Jónsson (16) og Patrick Pedersen (14) hafa skorað fleiri mörk í Bestu deildinni í sumar en Benóný Breki Andrésson.vísir/hag Var þekkt stærð eftir fínt tímabil í fyrra þar sem hann skoraði níu mörk fyrir ekkert spes KR-lið. Sumarið hefur verið afleitt í Vesturbænum en þrátt fyrir það hefur Benóný takist að halda uppteknum hætti frá því í fyrra og raunar gera betur. Hann er kominn með ellefu mörk og er í hópi markahæstu leikmanna deildarinnar. Benóný kólnaði aðeins um mitt tímabil en hefur verið öflugur að undanförnu og skorað fimm mörk í síðustu fimm leikjum KR, þar af þrjú í sigrinum á ÍA. Guðmundur Baldvin Nökkvason (Stjarnan) Guðmundur Baldvin Nökkvason (nr. 18) hefur gert góða hluti í sumar.vísir/diego Stjörnunni barst góður liðsstyrkur skömmu fyrir mót þegar Óli Valur Ómarsson og Guðmundur sneru aftur heim í Garðabæinn frá Svíþjóð. Þeir hafa heldur betur styrkt Stjörnuliðið sem hefur þó verið upp og ofan í sumar. Guðmundur hefur leikið fimmtán leiki í Bestu deildinni og skorað fjögur mörk. Afar spennandi verður að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir þennan flinka leikmann. Þorri Stefán Þorbjörnsson (Fram) Þorri Stefán Þorbjörnsson með grímuna góðu.vísir/anton Fram gerði afar góða hluti á félagaskiptamarkaðnum fyrir tímabilið. Liðið fékk sér nánast alveg nýja vörn og meðal þeirra sem hafa staðið vaktina í henni er Þorri. Þessi átján ára strákur kom á láni frá Lyngby og hefur spilað alla leiki Fram í deildinni nema einn, vinstra megin í þriggja manna vörn. Lofandi varnarmaður sem á framtíðina fyrir sér. Hinrik Harðarson (ÍA) Hinrik Harðarson hefur átt stóran þátt í góðu gengi ÍA í sumar.vísir/anton Annað lið sem gerði vel á félagaskiptamarkaðnum í vetur var ÍA. Skagamenn sóttu meðal annars Hinrik frá Þrótturum þar sem hann stóð sig vel í fyrra. Hinrik hefur gert sig gildandi á sínu fyrsta tímabili í efstu deild, hvort hann hefur spilað við hlið Viktors Jónssonar, markahæsta manns deildarinnar, eða á vinstri kantinum. Er kominn með fimm mörk og tvær stoðsendingar sem komu báðar í sigrinum á Íslandsmeisturum Víkings í Víkinni. Hinrik er harðduglegur, áræðinn og ljóst er að hann hefur erft markagen föður síns. Helgi Fróði Ingason (Stjarnan) Helgi Fróði Ingason á ferðinni.vísir/diego Spilaði sautján deildarleiki með Stjörnunni áður en hann var seldur til Helmond í Hollandi. Helgi skaust fram á sjónarsviðið á síðasta tímabili og fyrri hluta tímabilsins sýndi hann að frammistaðan í fyrra var engin tilviljun. Leikinn og flinkur leikmaður sem er einstaklega fær í leysa úr þröngum stöðum. Skoraði tvö mörk fyrir Stjörnuna í deildinni og lagði upp þrjú. Logi Hrafn Róbertsson (FH) Logi Hrafn Róbertsson býr yfir mikilli reynslu þrátt fyrir ungan aldur.vísir/diego Langreyndasti leikmaðurinn á þessum lista. Það er hálf ótrúlegt að hugsa til þess að Logi sé aðeins tvítugur enda kominn með 76 leiki í efstu deild, spilað A-landsleik og verið fastamaður í FH-liðinu síðan 2021. Logi er í dag einn allra mikilvægasti leikmaður FH og hefur náð vel saman við Björn Daníel Sverrisson á miðju liðsins. Er orðin þekkt stærð í Bestu deildinni og ef hann heldur áfram á sömu braut er þess eflaust ekki langt að bíða að landvinningar erlendis bíði hans. Haukur Örn Brink (Stjarnan) Haukur Örn Brink fagnar einu marka sinna í sumar.vísir/diego Fáir ef einhverjir leikmenn hafa nýtt mínúturnar sínar betur í Bestu deildinni í sumar en Haukur. Framan af tímabili steig hann varla inn á völlinn án þess að skora, oftast með yfirveguðum innanfótar afgreiðslum í fjærhornið. Hefur skorað fimm mörk á 719 mínútum í Bestu deildinni, eða mark á 144 mínútna fresti. Verður eflaust í enn stærra hlutverki hjá Stjörnunni á næsta tímabili. Dagur Örn Fjeldsted (Breiðablik/HK) Dagur Örn Fjeldsted hefur leikið með báðum Kópavogsliðunum í Bestu deildinni í sumar.vísir/diego Fékk nokkur tækifæri með Breiðabliki framan af tímabili og skoraði meðal annars gott mark gegn Vestra. Í félagaskiptaglugganum var Dagur lánaður upp í efri byggðir Kópavogs, til HK sem berst fyrir lífi sínu í deildinni. Hefur komið virkilega sterkur inn í lið HK-inga sem veitti sannarlega ekki af liðsstyrk. Dagur skoraði glæsilegt mark gegn KA og lagði upp sigurmarkið gegn Fram. Kjartan Már Kjartansson (Stjarnan) Kjartan Már Kjartansson hefur vakið verðskuldaða athygli í sumar.vísir/diego Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, frumsýndi Kjartan í Bestu deildinni í fyrra en nú er hann kominn í enn stærra hlutverk hjá Garðabæjarliðinu. Sterkur miðjumaður sem er jafnvígur á að vinna boltann og skila honum frá sér. Gæti orðið akkerið í liði Stjörnunnar til frambúðar. Kjartan hefur leikið þrettán deildarleiki í sumar og skorað eitt mark. Eins og aðrir ungir leikmenn Stjörnunnar öðlaðist hann mikilvæga reynslu í Evrópuleikjunum.
Besta deild karla Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira