Hissa ef tillaga um stjórnarslit hefði ekki komið fram Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. september 2024 15:55 Svandís Svavarsdóttir stefnir á að verða formaður VG. Hvort af því verður ræðst á landsfundi flokksins í Reykjavík, fyrstu helgina í október. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, innviðaráðherra og frambjóðandi til formanns Vinstri grænna, segir að það hefði komið sér á óvart ef tillaga um stjórnarslit hefði ekki verið lögð fram í aðdraganda landsfundar flokksins. Erfitt yrði fyrir forystu flokksins að hundsa slíka yfirlýsingu, ef hún hlyti brautargengi á fundinum. Sem stendur hefur Svandís ein tilkynnt um framboð til embættis formanns Vinstri grænna. Fundurinn fer fram í Reykjavík, fyrstu helgina í október. Fylgi hreyfingarinnar hefur mælst um eða undir fjórum prósentum undanfarna mánuði. Í nýjustu könnun Maskínu var það 3,7 prósent og flokkurinn í hættu á að detta út af þingi. Fyrir landsfundi liggur tillaga um að VG dragi sig úr stjórnarsamstarfinu og boðað verði til kosninga. Svandís segir að það hefði komið sér á óvart ef tillaga af þessu tagi hefði ekki komið fram í aðdraganda landsfundar. „Ég held að það sé mikilvægt, og raunar nauðsynlegt að við tölum um tillöguna og afgreiðum hana ekki eins og við gerum með ályktunartillögur að jafnaði,“ sagði Svandís, sem var gestur Heimis Más Péturssonar í samtalinu á Vísi í dag. Búið sé að ráðstafa sérstökum tíma á fundinum til að ræða stöðu VG í samstarfinu. Það telur Svandís jákvætt. Betri taktur með vorkosningum Á þriðjudag sagði Svandís að hún teldi best að kosið yrði til Alþingis í vor, en miðað við fullt kjörtímabil yrði kosið í seinni hluta september. „Ég sagði það vegna þess að ég er þeirrar skoðunar, og hef alltaf verið, að það fari betur á þeim takti að ljúka kjörtímabili að vori, kjósa, mynda ríkisstjórn og undirbúa fjárlög. Að við séum í þeim takti, frekar en kosningabaráttu yfir sumar.“ Hún geri ekki ráð fyrir öðru en að mismunandi skoðanir komi fram á fundinum, en segir mikilvægt að fólk nái að stilla sig saman og koma sameinað þaðan út. Óbindandi niðurstaða sem erfitt yrði að hundsa Spurð hvort þingflokkur VG væri bundinn af því sem ákveðið væri á landsfundi sagði Svandís að samkvæmt stjórnarskrá væru þingmenn auðvitað ekki bundnir af neinu nema sannfæringu sinni. „En um leið er ákvörðun landsfundar pólitískur veruleiki, óháð öllum formsatriðum.“ Segjum að það yrði mjög ríkur vilji landsfundar að slíta þessu strax. Það yrði erfitt fyrir forystuna að hundsa þá niðurstöðu, ekki satt? „Jú. Ég verð líka bara að segja að við verðum að leyfa landsfundinum að takast á við þessa umræðu, en ekki draga okkur sjálf í dilka í aðdraganda fundarins með vangaveltum um hvað kann þar að gerast,“ sagði Svandís og bætti við að í stjórnmálahreyfingu eins og VG, sem vildi vera í miklum tengslum við grasrót sína, þyrfti grasrótin að fá súrefni og næði til þess að ræða kosti og galla þeirrar stöðu sem uppi er. Þáttinn í heild sinni má nálgast hér að neðan. Samtalið Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Fleiri fréttir Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum Sjá meira
Sem stendur hefur Svandís ein tilkynnt um framboð til embættis formanns Vinstri grænna. Fundurinn fer fram í Reykjavík, fyrstu helgina í október. Fylgi hreyfingarinnar hefur mælst um eða undir fjórum prósentum undanfarna mánuði. Í nýjustu könnun Maskínu var það 3,7 prósent og flokkurinn í hættu á að detta út af þingi. Fyrir landsfundi liggur tillaga um að VG dragi sig úr stjórnarsamstarfinu og boðað verði til kosninga. Svandís segir að það hefði komið sér á óvart ef tillaga af þessu tagi hefði ekki komið fram í aðdraganda landsfundar. „Ég held að það sé mikilvægt, og raunar nauðsynlegt að við tölum um tillöguna og afgreiðum hana ekki eins og við gerum með ályktunartillögur að jafnaði,“ sagði Svandís, sem var gestur Heimis Más Péturssonar í samtalinu á Vísi í dag. Búið sé að ráðstafa sérstökum tíma á fundinum til að ræða stöðu VG í samstarfinu. Það telur Svandís jákvætt. Betri taktur með vorkosningum Á þriðjudag sagði Svandís að hún teldi best að kosið yrði til Alþingis í vor, en miðað við fullt kjörtímabil yrði kosið í seinni hluta september. „Ég sagði það vegna þess að ég er þeirrar skoðunar, og hef alltaf verið, að það fari betur á þeim takti að ljúka kjörtímabili að vori, kjósa, mynda ríkisstjórn og undirbúa fjárlög. Að við séum í þeim takti, frekar en kosningabaráttu yfir sumar.“ Hún geri ekki ráð fyrir öðru en að mismunandi skoðanir komi fram á fundinum, en segir mikilvægt að fólk nái að stilla sig saman og koma sameinað þaðan út. Óbindandi niðurstaða sem erfitt yrði að hundsa Spurð hvort þingflokkur VG væri bundinn af því sem ákveðið væri á landsfundi sagði Svandís að samkvæmt stjórnarskrá væru þingmenn auðvitað ekki bundnir af neinu nema sannfæringu sinni. „En um leið er ákvörðun landsfundar pólitískur veruleiki, óháð öllum formsatriðum.“ Segjum að það yrði mjög ríkur vilji landsfundar að slíta þessu strax. Það yrði erfitt fyrir forystuna að hundsa þá niðurstöðu, ekki satt? „Jú. Ég verð líka bara að segja að við verðum að leyfa landsfundinum að takast á við þessa umræðu, en ekki draga okkur sjálf í dilka í aðdraganda fundarins með vangaveltum um hvað kann þar að gerast,“ sagði Svandís og bætti við að í stjórnmálahreyfingu eins og VG, sem vildi vera í miklum tengslum við grasrót sína, þyrfti grasrótin að fá súrefni og næði til þess að ræða kosti og galla þeirrar stöðu sem uppi er. Þáttinn í heild sinni má nálgast hér að neðan.
Samtalið Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Fleiri fréttir Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum Sjá meira