Hissa ef tillaga um stjórnarslit hefði ekki komið fram Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. september 2024 15:55 Svandís Svavarsdóttir stefnir á að verða formaður VG. Hvort af því verður ræðst á landsfundi flokksins í Reykjavík, fyrstu helgina í október. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, innviðaráðherra og frambjóðandi til formanns Vinstri grænna, segir að það hefði komið sér á óvart ef tillaga um stjórnarslit hefði ekki verið lögð fram í aðdraganda landsfundar flokksins. Erfitt yrði fyrir forystu flokksins að hundsa slíka yfirlýsingu, ef hún hlyti brautargengi á fundinum. Sem stendur hefur Svandís ein tilkynnt um framboð til embættis formanns Vinstri grænna. Fundurinn fer fram í Reykjavík, fyrstu helgina í október. Fylgi hreyfingarinnar hefur mælst um eða undir fjórum prósentum undanfarna mánuði. Í nýjustu könnun Maskínu var það 3,7 prósent og flokkurinn í hættu á að detta út af þingi. Fyrir landsfundi liggur tillaga um að VG dragi sig úr stjórnarsamstarfinu og boðað verði til kosninga. Svandís segir að það hefði komið sér á óvart ef tillaga af þessu tagi hefði ekki komið fram í aðdraganda landsfundar. „Ég held að það sé mikilvægt, og raunar nauðsynlegt að við tölum um tillöguna og afgreiðum hana ekki eins og við gerum með ályktunartillögur að jafnaði,“ sagði Svandís, sem var gestur Heimis Más Péturssonar í samtalinu á Vísi í dag. Búið sé að ráðstafa sérstökum tíma á fundinum til að ræða stöðu VG í samstarfinu. Það telur Svandís jákvætt. Betri taktur með vorkosningum Á þriðjudag sagði Svandís að hún teldi best að kosið yrði til Alþingis í vor, en miðað við fullt kjörtímabil yrði kosið í seinni hluta september. „Ég sagði það vegna þess að ég er þeirrar skoðunar, og hef alltaf verið, að það fari betur á þeim takti að ljúka kjörtímabili að vori, kjósa, mynda ríkisstjórn og undirbúa fjárlög. Að við séum í þeim takti, frekar en kosningabaráttu yfir sumar.“ Hún geri ekki ráð fyrir öðru en að mismunandi skoðanir komi fram á fundinum, en segir mikilvægt að fólk nái að stilla sig saman og koma sameinað þaðan út. Óbindandi niðurstaða sem erfitt yrði að hundsa Spurð hvort þingflokkur VG væri bundinn af því sem ákveðið væri á landsfundi sagði Svandís að samkvæmt stjórnarskrá væru þingmenn auðvitað ekki bundnir af neinu nema sannfæringu sinni. „En um leið er ákvörðun landsfundar pólitískur veruleiki, óháð öllum formsatriðum.“ Segjum að það yrði mjög ríkur vilji landsfundar að slíta þessu strax. Það yrði erfitt fyrir forystuna að hundsa þá niðurstöðu, ekki satt? „Jú. Ég verð líka bara að segja að við verðum að leyfa landsfundinum að takast á við þessa umræðu, en ekki draga okkur sjálf í dilka í aðdraganda fundarins með vangaveltum um hvað kann þar að gerast,“ sagði Svandís og bætti við að í stjórnmálahreyfingu eins og VG, sem vildi vera í miklum tengslum við grasrót sína, þyrfti grasrótin að fá súrefni og næði til þess að ræða kosti og galla þeirrar stöðu sem uppi er. Þáttinn í heild sinni má nálgast hér að neðan. Samtalið Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Sorglegt að ekki verði af fyrirtækjaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Sjá meira
Sem stendur hefur Svandís ein tilkynnt um framboð til embættis formanns Vinstri grænna. Fundurinn fer fram í Reykjavík, fyrstu helgina í október. Fylgi hreyfingarinnar hefur mælst um eða undir fjórum prósentum undanfarna mánuði. Í nýjustu könnun Maskínu var það 3,7 prósent og flokkurinn í hættu á að detta út af þingi. Fyrir landsfundi liggur tillaga um að VG dragi sig úr stjórnarsamstarfinu og boðað verði til kosninga. Svandís segir að það hefði komið sér á óvart ef tillaga af þessu tagi hefði ekki komið fram í aðdraganda landsfundar. „Ég held að það sé mikilvægt, og raunar nauðsynlegt að við tölum um tillöguna og afgreiðum hana ekki eins og við gerum með ályktunartillögur að jafnaði,“ sagði Svandís, sem var gestur Heimis Más Péturssonar í samtalinu á Vísi í dag. Búið sé að ráðstafa sérstökum tíma á fundinum til að ræða stöðu VG í samstarfinu. Það telur Svandís jákvætt. Betri taktur með vorkosningum Á þriðjudag sagði Svandís að hún teldi best að kosið yrði til Alþingis í vor, en miðað við fullt kjörtímabil yrði kosið í seinni hluta september. „Ég sagði það vegna þess að ég er þeirrar skoðunar, og hef alltaf verið, að það fari betur á þeim takti að ljúka kjörtímabili að vori, kjósa, mynda ríkisstjórn og undirbúa fjárlög. Að við séum í þeim takti, frekar en kosningabaráttu yfir sumar.“ Hún geri ekki ráð fyrir öðru en að mismunandi skoðanir komi fram á fundinum, en segir mikilvægt að fólk nái að stilla sig saman og koma sameinað þaðan út. Óbindandi niðurstaða sem erfitt yrði að hundsa Spurð hvort þingflokkur VG væri bundinn af því sem ákveðið væri á landsfundi sagði Svandís að samkvæmt stjórnarskrá væru þingmenn auðvitað ekki bundnir af neinu nema sannfæringu sinni. „En um leið er ákvörðun landsfundar pólitískur veruleiki, óháð öllum formsatriðum.“ Segjum að það yrði mjög ríkur vilji landsfundar að slíta þessu strax. Það yrði erfitt fyrir forystuna að hundsa þá niðurstöðu, ekki satt? „Jú. Ég verð líka bara að segja að við verðum að leyfa landsfundinum að takast á við þessa umræðu, en ekki draga okkur sjálf í dilka í aðdraganda fundarins með vangaveltum um hvað kann þar að gerast,“ sagði Svandís og bætti við að í stjórnmálahreyfingu eins og VG, sem vildi vera í miklum tengslum við grasrót sína, þyrfti grasrótin að fá súrefni og næði til þess að ræða kosti og galla þeirrar stöðu sem uppi er. Þáttinn í heild sinni má nálgast hér að neðan.
Samtalið Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Sorglegt að ekki verði af fyrirtækjaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“