Sátt Eimskipa við Samkeppniseftirlitið kom Samskipum ekki við Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2024 17:47 Samskip vildi hnekkja ákvæði í sátt Eimskipa við Samkeppniseftirlitið. Vísir/Vilhelm Samskip hafði ekki hagsmuna að gæta í sátt sem Eimskip gerði við Samkeppniseftirliti í samráðsmáli fyrirtækjanna tveggja. Landsréttur sneri við niðurstöðu héraðsdóms sem hafði fallist á kröfur Samskipa um að reyna að fá sáttinni hnekkt. Samkeppniseftirlitið lagði í fyrra 4,2 milljarða króna sekt á Samskip fyrir alvarleg brot á samkeppnislögum með ólöglegu samráði við Eimskip á árunum 2008 til 2013. Sektin var sú hæsta sinnar tegundar. Eimskip gerði sátt við eftirlitið vegna sömu brota árið 20201 og samþykkti að greiða 1,5 milljarða króna sekt. Sátt Eimskipa við eftirlitið fól meðal annars í sér að fyrirtækið skuldbatt sig til þess að hætta viðskiptalegu samstarfi við Samskip, væri það enn til staðar. Samskip vildi ekki una sáttinni sem samkeppnisaðilinn gerði við Samkeppniseftirlitið og kærði hana til áfrýjunarnefndar samkeppnismála árið 2021. Krafðist fyrirtækið þess að ákvæði sáttarinnar um að Eimskip hættu viðskiptalegu samstarfi við Samskip yrði fellt úr gildi. Þegar áfrýjunarnefndin vísaði kærunni frá á þeirri forsendu að Samskip ættu ekki lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins höfðaði fyrirtækið mál gegn Samkeppniseftirlitinu til þess að fá úrskurðinn ógiltan. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfu Samskipa í dómi sem féll í nóvember árið 2022 og ógilti úrskurð áfrýjunarnefndarinnar. Landsréttur sneri þeirri niðurstöðu við með dómi sem var kveðinn upp í dag. Höfðu tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri áður Í dómi Landsréttar kom meðal annars fram að aðilar að samráðsmáli sem væri til rannsóknar og hefði ekki viðurkennt brot gætu ekki talist aðilar að sátt annars málsaðila sem hefði viðurkennt brot. Landsréttur vísaði til þess að Samskip hefðu átt kost á að koma að sínum sjónarmiðum við rannsókn Samkeppniseftirlitsins, meðal annars ákvæðið í sáttinni við Eimskip og hvernig það hefði áhrif á hagsmuni fyrirtækisins. Samskip hefðu því ekki sýnt fram á að félagið hefði lögvarða hagsmuni af sátt Eimskipa við Samkeppniseftirlitið. Fyrirtækið nyti því ekki kæruaðildar fyrir áfrýjunarnefndinni vegna sáttarinnar. Dómsmál Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Samkeppnismál Eimskip Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira
Samkeppniseftirlitið lagði í fyrra 4,2 milljarða króna sekt á Samskip fyrir alvarleg brot á samkeppnislögum með ólöglegu samráði við Eimskip á árunum 2008 til 2013. Sektin var sú hæsta sinnar tegundar. Eimskip gerði sátt við eftirlitið vegna sömu brota árið 20201 og samþykkti að greiða 1,5 milljarða króna sekt. Sátt Eimskipa við eftirlitið fól meðal annars í sér að fyrirtækið skuldbatt sig til þess að hætta viðskiptalegu samstarfi við Samskip, væri það enn til staðar. Samskip vildi ekki una sáttinni sem samkeppnisaðilinn gerði við Samkeppniseftirlitið og kærði hana til áfrýjunarnefndar samkeppnismála árið 2021. Krafðist fyrirtækið þess að ákvæði sáttarinnar um að Eimskip hættu viðskiptalegu samstarfi við Samskip yrði fellt úr gildi. Þegar áfrýjunarnefndin vísaði kærunni frá á þeirri forsendu að Samskip ættu ekki lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins höfðaði fyrirtækið mál gegn Samkeppniseftirlitinu til þess að fá úrskurðinn ógiltan. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfu Samskipa í dómi sem féll í nóvember árið 2022 og ógilti úrskurð áfrýjunarnefndarinnar. Landsréttur sneri þeirri niðurstöðu við með dómi sem var kveðinn upp í dag. Höfðu tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri áður Í dómi Landsréttar kom meðal annars fram að aðilar að samráðsmáli sem væri til rannsóknar og hefði ekki viðurkennt brot gætu ekki talist aðilar að sátt annars málsaðila sem hefði viðurkennt brot. Landsréttur vísaði til þess að Samskip hefðu átt kost á að koma að sínum sjónarmiðum við rannsókn Samkeppniseftirlitsins, meðal annars ákvæðið í sáttinni við Eimskip og hvernig það hefði áhrif á hagsmuni fyrirtækisins. Samskip hefðu því ekki sýnt fram á að félagið hefði lögvarða hagsmuni af sátt Eimskipa við Samkeppniseftirlitið. Fyrirtækið nyti því ekki kæruaðildar fyrir áfrýjunarnefndinni vegna sáttarinnar.
Dómsmál Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Samkeppnismál Eimskip Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira