Eins og lokatölurnar gefa til kynna var sóknarleikur Íslands ekki upp á marga fiska en Ísland var sjö mörkum undir í hálfleik, staðan þá 16-9. Ísland skoraði aðeins sex mörk í síðari hálfleik og átti í raun aldrei möguleika.
Elín Klara Þorkelsdóttir var markahæst í liði Íslands með sex mörk. Perla Ruth Albertsdóttir skoraði fjögur og Andrea Jacobsen tvö mörk. Í markinu varði Hafdís Renötudóttir átta skot og Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði þrjú.
Ísland mætir tékkneska félagsliðinu Házená Kynžvart á morgun, föstudag.