Nýjasti kafbátur Kínverja sökk við bryggju Samúel Karl Ólason skrifar 27. september 2024 11:07 Þessi gervihnattarmynd var tekin þann 15. júní, við skipasmíðastöð nærri Wuhan í Kína. Hún sýnir þegar verið var að koma umræddum kafbáti upp af botni hafnarinnar. AP/Planet Labs PBC Nýjasti kjarnorkuknúni kafbátur Kína sökk við bryggju í vor. Um er að ræða nýja gerð kafbáta og er þetta fyrsti báturinn af þeirri gerð. Hann sökk við skipasmíðastöð nærri Wuhan í Kína. Ráðamenn í Kína hafa lagt mikla áherslu á uppbyggingu kínverska kafbátaflotans og var reynt að hylma yfir atvikið. Í frétt Wall Street Journal segir að kafbáturinn hafi sokkið í lok maí eða snemma í júní. Á þeim tíma var verið að útbúa kafbátinn fyrir fyrstu siglinguna. Gerð þessara kafbáta ber nafnið Zhou og er um að ræða nýja gerð árásarkafbáta sem eiga að geta beygt betur en aðrir kafbátar. Gervihnattamynd sem tekin var þann 15. júní sýndi kafbátinn sokkinn við bryggju og að verið var að reyna að ná honum af botni hafnarinnar. Aðrar myndir sem teknar voru í ágúst sýndu kafbát við bryggju á sama stað en ekki liggur fyrir hvort um sama bátinn sé að ræða. Sjá einnig: Skutu skotflaug í Kyrrhafið í fyrsta sinn í rúm fjörutíu ár Ekki liggur heldur fyrir hvort búið var að koma fyrir kjarnorkueldsneyti um borð í kafbátnum þegar hann sökk en sérfræðingar segja WSJ að líklegt sé að það hafi verið búið. Þá er ekki vitað hvort búið var að kveikja á kjarnakljúfi hans. Engar fregnir hafa borist af geislavirkni á svæðinu, samkvæmt AP fréttaveitunni. Líklegt er að skipta þurfi um allan rafmagnsbúnað um borð í bátnum og þar á meðal mótora hans. Sérfræðingar telja að atvikið muni leiða til umtalsverðra tafa á framleiðslu þessara nýju kafbáta. Uppbygging til að einangra Taívan Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna áætlaði í fyrra að Kínverjar ættu sex kjarnorkuknúna kafbáta sem hannaðir eru til að bera kjarnorkuvopn, sex kjarnorkuknúna árásarkafbáta og 48 dísilknúna kafbáta. Í skýrslu ráðuneytisins segir að uppbygging Kínverja á kafbátaflota þeirra sé ætlað að hjálpa Kínverjum að koma í veg fyrir að Bandaríkin og aðrir geti komið Taívan til aðstoðar, ákveði ráðamenn í Peking að gera innrás í eyríkið á komandi árum. Hernaðaruppbygging í Kína hefur að miklu leyti snúist að því að byggja vopn og þróa aðferðir til að eldflaugaárásir á herstöðvar Bandaríkjanna í vesturhluta Kyrrahafsins og granda flugmóðurskipum. Kínverjar gerðu fyrir nokkrum árum ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og er þar á meðal hafsvæði Filippseyja, Taívan, Víetnam, Malasíu og Brúnei. Alþjóðagerðadóminn í Haag, sem komst árið 2016 að þeirri niðurstöður að tilkall Kína væri ólöglegt. Ráðamenn í Kína hafa einnig heitið því að sameina Kína og Taívan og gera það með valdi ef svo þarf. Þeirra á meðal er Xi Jinping, forseti Kína. Hann er sagður hafa gert það að markmiði sínu að ná völdum á Taívan og hefur hann sagt að það markmið megi ekki enda á höndum komandi kynslóða. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Kína Hernaður Taívan Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Í frétt Wall Street Journal segir að kafbáturinn hafi sokkið í lok maí eða snemma í júní. Á þeim tíma var verið að útbúa kafbátinn fyrir fyrstu siglinguna. Gerð þessara kafbáta ber nafnið Zhou og er um að ræða nýja gerð árásarkafbáta sem eiga að geta beygt betur en aðrir kafbátar. Gervihnattamynd sem tekin var þann 15. júní sýndi kafbátinn sokkinn við bryggju og að verið var að reyna að ná honum af botni hafnarinnar. Aðrar myndir sem teknar voru í ágúst sýndu kafbát við bryggju á sama stað en ekki liggur fyrir hvort um sama bátinn sé að ræða. Sjá einnig: Skutu skotflaug í Kyrrhafið í fyrsta sinn í rúm fjörutíu ár Ekki liggur heldur fyrir hvort búið var að koma fyrir kjarnorkueldsneyti um borð í kafbátnum þegar hann sökk en sérfræðingar segja WSJ að líklegt sé að það hafi verið búið. Þá er ekki vitað hvort búið var að kveikja á kjarnakljúfi hans. Engar fregnir hafa borist af geislavirkni á svæðinu, samkvæmt AP fréttaveitunni. Líklegt er að skipta þurfi um allan rafmagnsbúnað um borð í bátnum og þar á meðal mótora hans. Sérfræðingar telja að atvikið muni leiða til umtalsverðra tafa á framleiðslu þessara nýju kafbáta. Uppbygging til að einangra Taívan Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna áætlaði í fyrra að Kínverjar ættu sex kjarnorkuknúna kafbáta sem hannaðir eru til að bera kjarnorkuvopn, sex kjarnorkuknúna árásarkafbáta og 48 dísilknúna kafbáta. Í skýrslu ráðuneytisins segir að uppbygging Kínverja á kafbátaflota þeirra sé ætlað að hjálpa Kínverjum að koma í veg fyrir að Bandaríkin og aðrir geti komið Taívan til aðstoðar, ákveði ráðamenn í Peking að gera innrás í eyríkið á komandi árum. Hernaðaruppbygging í Kína hefur að miklu leyti snúist að því að byggja vopn og þróa aðferðir til að eldflaugaárásir á herstöðvar Bandaríkjanna í vesturhluta Kyrrahafsins og granda flugmóðurskipum. Kínverjar gerðu fyrir nokkrum árum ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og er þar á meðal hafsvæði Filippseyja, Taívan, Víetnam, Malasíu og Brúnei. Alþjóðagerðadóminn í Haag, sem komst árið 2016 að þeirri niðurstöður að tilkall Kína væri ólöglegt. Ráðamenn í Kína hafa einnig heitið því að sameina Kína og Taívan og gera það með valdi ef svo þarf. Þeirra á meðal er Xi Jinping, forseti Kína. Hann er sagður hafa gert það að markmiði sínu að ná völdum á Taívan og hefur hann sagt að það markmið megi ekki enda á höndum komandi kynslóða. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði.
Kína Hernaður Taívan Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent