Veitingastaður ber ekki ábyrgð á hnefahöggi starfsmanns Jón Þór Stefánsson skrifar 27. september 2024 11:24 Veitingastaðurinn Fish house var starfræktur í Grindavík en er í Reykjavík í dag. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur sýknað veitingastaðinn Fish house og tryggingafélag hans, Sjóvá, af kröfum manns sem varð fyrir líkamsárás af hendi starfsmanns staðarins á staðnum árið 2019. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur komist að þeirri niðurstöðu að maðurinn ætti rétt á bótum frá árásarmanninum, tryggingarfélaginu og skemmtistaðnum vegna tjónsins sem hann hlaut af árásinni. Fish house er veitingastaður sem var starfræktur í Grindavík frá árinu 2016 þangað til hann færði sig um set vegna jarðhræringa í fyrra, en í dag er hann í miðbæ Reykjavíkur. Atvikið sem málið varðar átti sér því stað í Grindavík. Líkamsárásinni er lýst þannig að maðurinn hafi verið við barborð veitingastaðarins þegar starfsmaðurinn hafi kýlt hann með krepptum hnefa. Við það hafi maðurinn fallið aftur fyrir sig og skollið með höfuðið í gólfið. Hann hafi rotast í tvær til þrjár mínútur og fengið stóra kúlu á hnakka. Í dómi Héraðsdóms er tíðum heimsóknum mannsins á sjúkrahús vegna áverkanna sem hann hlaut lýst. Fram kemur að hann hafi fengið viðvarandi svima sem hafi háð honum frá vinnu. Landsréttur sneri við dómi héraðsdóms í málinu.Vísir/Vilhelm Þess má geta að fyrir dómi sagði starfmaðurinn að maðurinn sem varð fyrir árásinni hefði í raun átt fyrsta höggið. Maðurinn hefði sakað veitingastaðinn um að reyna að féflétta sig þegar hann hafi verið að reyna að greiða fyrir samloku á 400 krónur, en honum hafi gengið illa að nota snertilausa greiðslu. Þeir hafi verið að ræða þetta þegar maðurinn hafi kýlt starfsmanninn, sem sagðist algjörlega ósjálfrátt hafa kýlt manninn til baka. Starfsmaðurinn hlaut þrjátíu daga skilorðsbundinn fangelsisdóm vegna málsins og var gert að greiða 350 þúsund krónur í bætur. Fellur ábyrgð á vinnuveitandann? Maðurinn sem varð fyrir árásinni krafðist þess að starfsmaðurinn, veitingastaðurinn og tryggingafélagið myndu greiða honum skaðabótaskyldu. Héraðsdómur féllst á það og sagði að þó framferði starfsmannsins geti ekki talist eðlileg háttsemi við afgreiðslu á veitingastað þá hafi framferði hans verið í tengslum við starfið og því félli ábyrgð á vinnuveitandann. Þáttur veitingastaðarins og tryggingafélagsins fór fyrir Landsrétt sem var ósamála héraðsdómi. Landsréttur sagði árásina ekki í slíkum tengslum við starfið að veitingastaðurinn bæri ábyrgð. Því voru Fish house og Sjóvá sýknuð í málinu. Dómsmál Grindavík Tryggingar Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Fleiri fréttir Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Sjá meira
Fish house er veitingastaður sem var starfræktur í Grindavík frá árinu 2016 þangað til hann færði sig um set vegna jarðhræringa í fyrra, en í dag er hann í miðbæ Reykjavíkur. Atvikið sem málið varðar átti sér því stað í Grindavík. Líkamsárásinni er lýst þannig að maðurinn hafi verið við barborð veitingastaðarins þegar starfsmaðurinn hafi kýlt hann með krepptum hnefa. Við það hafi maðurinn fallið aftur fyrir sig og skollið með höfuðið í gólfið. Hann hafi rotast í tvær til þrjár mínútur og fengið stóra kúlu á hnakka. Í dómi Héraðsdóms er tíðum heimsóknum mannsins á sjúkrahús vegna áverkanna sem hann hlaut lýst. Fram kemur að hann hafi fengið viðvarandi svima sem hafi háð honum frá vinnu. Landsréttur sneri við dómi héraðsdóms í málinu.Vísir/Vilhelm Þess má geta að fyrir dómi sagði starfmaðurinn að maðurinn sem varð fyrir árásinni hefði í raun átt fyrsta höggið. Maðurinn hefði sakað veitingastaðinn um að reyna að féflétta sig þegar hann hafi verið að reyna að greiða fyrir samloku á 400 krónur, en honum hafi gengið illa að nota snertilausa greiðslu. Þeir hafi verið að ræða þetta þegar maðurinn hafi kýlt starfsmanninn, sem sagðist algjörlega ósjálfrátt hafa kýlt manninn til baka. Starfsmaðurinn hlaut þrjátíu daga skilorðsbundinn fangelsisdóm vegna málsins og var gert að greiða 350 þúsund krónur í bætur. Fellur ábyrgð á vinnuveitandann? Maðurinn sem varð fyrir árásinni krafðist þess að starfsmaðurinn, veitingastaðurinn og tryggingafélagið myndu greiða honum skaðabótaskyldu. Héraðsdómur féllst á það og sagði að þó framferði starfsmannsins geti ekki talist eðlileg háttsemi við afgreiðslu á veitingastað þá hafi framferði hans verið í tengslum við starfið og því félli ábyrgð á vinnuveitandann. Þáttur veitingastaðarins og tryggingafélagsins fór fyrir Landsrétt sem var ósamála héraðsdómi. Landsréttur sagði árásina ekki í slíkum tengslum við starfið að veitingastaðurinn bæri ábyrgð. Því voru Fish house og Sjóvá sýknuð í málinu.
Dómsmál Grindavík Tryggingar Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Fleiri fréttir Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Sjá meira