Icelandair hefur einnig boðið upp á flug til Salzburg yfir veturinn en frá borginni er stutt í austurrískar skíðabrekkur.
FF7 greinir frá og hefur eftir Birgi Olgeirssyni, talsmanni Play, að eftirspurn hafi ekki verið næg. Play sinni skíðaþyrstum áfram yfir vetrartímann með flugferðum til Genf í Sviss og Verona á Ítalíu.
Farþegar sem eigi bókað með Play til Salzburg í vetur geti valið á milli flugs á annan áfangastað í Evrópu, fulla endurgreiðslu eða gjafabréfs þar sem fimmtungur bætist við upphæðina.