Sport

Dag­skráin í dag: Meistara­keppni KKÍ, 50 milljón króna leikurinn og stór­leikir í Bestu kvenna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Breiðablik getur orðið Íslandsmeistari í dag ef allt gengur upp.
Breiðablik getur orðið Íslandsmeistari í dag ef allt gengur upp. vísir/Diego

Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Það gæti ráðist hvaða lið stendur uppi sem Íslandsmeistari í Bestu deild kvenna, við komumst að því hvaða lið fylgir ÍBV upp í Bestu deild karla, Meistarakeppni KKÍ er á dagskrá ásamt stórleik í Þýskalandi og fleiri beinum útsendingum.

Stöð 2 Sport

  • Klukkan 13.25 hefst upphitun Bestu markanna fyrir komandi umferð í Bestu deild kvenna í fótbolta.
  • Klukkan 13.50 hefst útsending frá Kópavogsvelli þar sem Breiðablik mætir FH í Bestu deild kvenna. Breiðablik getur orðið Íslandsmeistari fari svo að liðið vinni leik liðanna í Kópavogi og Valur tapi í Víkinni.
  • Klukkan 16.15 er Meistarakeppni kvenna í körfubolta á dagskrá. Þar mætast Keflavík og Þór Akureyri. Klukkan 19.00 er Meistarakeppni karla á dagskrá. Þar mætast Keflavík og Valur.
  • Klukkan 21.20 er komið að upphitun Körfuboltakvölds.

Stöð 2 Sport 2

  • Klukkan 14.00 og 17.00 er Fall Final í BLAST Premier á dagskrá.

Stöð 2 Sport 4

  • Klukkan 18.00 er Walmart NW Arkansas Championship-mótið í golfi á dagskrá. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni.

Stöð 2 Sport 5

  • Klukkan 13.45 hefst útsending frá 50 milljón króna leiknum þar sem Keflavík mætir Aftureldingu í leik um sæti í Bestu deild karla í fótbolta á næsta ári.

Besta deildin

  • Klukkan 13.50 hefst útsending frá Víkinni þar sem Víkingur tekur á móti Val í Bestu deild kvenna.

Vodafone Sport

  • Klukkan 11.25 hefst útsending frá leik Derby County og Norwich City í ensku B-deildinni. 
  • Klukkan 13.55 er leikur Hull City og Cardiff City í sömu deild á dagskrá.
  • Klukkan 16.20 er stórleikur Bayern München og Bayer Leverkusen í efstu deild þýska fótboltans á dagskrá.
  • Klukkan 18.40 er leikur Barnsley og Stockport County í ensku C-deild karla í fótbolta á dagskrá.
  • Klukkan 22.00 er leikur Guardians og Astros í MLB-deildinni í hafnabolta á dagskrá.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×