Af hverju þetta tímabundna álag á útsvarið? Bragi Bjarnason skrifar 28. september 2024 11:01 Umræða um fjárhagsstöðu Sveitarfélagsins Árborgar hefur verið áberandi á kjörtímabilinu og aukist mjög - síðustu daga. Álagið sem hefur þurft að setja á útsvar íbúa Árborgar hefur verið kynnt og eðlilega er enginn ánægður með slíkan auka reikning. Það verður hinsvegar ekki horft framhjá því að staða sveitarfélagsins var orðin graf alvarleg árið 2022, raunar miklu fyrr. Á þetta bentum við sjálfstæðismenn í okkar málflutningi í aðdraganda kosninga, rétt eins og fyrrum bæjarfulltrúar okkar höfðu gert og varað við. Kjósendum var ljóst að við urðum að bregðast við stöðunni og okkur í D-listanum falið að leiða þá vegferð og ná tökum á vandanum. Skuldum vafið sveitarfélag getur ekki staðið undir þeirri þjónustu sem því ber að veita íbúum sínum í nútíð og framtíð. Skuldastaðan slæm Í maí 2022 var stutt í að eftirlitsnefnd sveitarfélaga myndi taka yfir reksturinn. Á þessum tíma hafði verið ráðist í mörg verkefni sem kannski var ekki innistæða fyrir. Slíkt ýtti undir mikla skuldsetningu, og á meðan var lítið horft í reksturinn, sem blés út og var orðinn verulega íþyngjandi. Þetta má lesa úr mynd 1. Skuldirnar tvöfölduðust á fjórum árum. Því er eðlilegt að spyrja hvernig þáverandi yfirvöld sveitarfélagsins hafi séð fyrir hvernig framhaldið yrði eða hvernig átti að borga fyrir þetta allt. Aðsend Frá fyrsta degi hefur það verið stærsta verkefni nýrrar bæjarstjórnar og starfsmanna sveitarfélagsins að finna leiðir til að bæta rekstur sveitarfélagsins. Það hefur gengið mjög vel en á þeirri vegferð hefur þurft að taka margar erfiðar ákvarðanir. Það er engum stjórnmálamanni skemmtun í því að þurfa að segja upp fólki en slíkt var nauðsynlegt og til þessa hefur stöðugildum sveitarfélagsins fækkað um tæplega eitthundrað. Á sama tíma höfum við lækkað annan rekstrarkostnað. Fjárfestingum og viðhaldi hefur verið forgangsraðað og eignir seldar. Allt er þetta liður í því að draga sem mest úr nýrri lántöku. Árangurinn má sjá í því að lántaka sveitarfélagsins fór úr því að vera 3,7 milljarðar árið 2023 í 1,3 milljarða á þessu ári, 2024. Við munum halda áfram á þeirri braut að takmarka lántöku sveitarfélagsins. Við höldum áfram að leita leiða til að bæta reksturinn til að sveitarfélagið geti staðið undir góðri þjónustu við íbúa á öllum aldri. Til þess erum við kosin og meðal aðgerða verður frekari hagræðing innan sveitarfélagsins. Á mynd 2 sést hvernig rekstur sveitarfélagsins hefur þróast undanfarin ár. Hallarekstur með skuldasöfnun sem náði hámarki árið 2022 en nú hefur verið snúið af þeirri braut, þrátt fyrir snúið efnahagslegt umhverfi. Í samræmi við samþykktar fjárhagsáætlanir og áætlaða afkomu ársins 2024 þá náum við rekstrinum á réttan stað og með því skapast tækifæri til lækkunar á álagningu. En allt tekur þetta tíma. AÐSEND Tímabundið álag á útsvarið Hluti af endurskipulagningu reksturs sveitarfélagsins “Brú til betri vegar” var að gera samkomulag við Innviðaráðuneytið um aðstoð eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga og höfum við átt samstarf við nefndina um aðgerðir. Verkefninu er ekki lokið en ein af þeim aðgerðum sem nefndin lagði upp með var að sett yrði sérstakt tímabundið álag á útsvarið sem heimilt er skv. lögum. Taldi nefndin að það yrði að vera að lágmarki 1,474 prósentustig, til að hámarki tveggja ára. Samhliða samþykkt fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024 var staðfest í bæjarstjórn að leggja á þetta aukna álag á útsvar sem þó kemur ekki til greiðslu hjá skattgreiðendum fyrr en við uppgjör skattframtals í júní 2025. Leggst það á í hlutfalli við tekjur og sem dæmi leggjast tæpar 177 þúsund krónur í heildina yfir árið á þann sem hefur 1 milljón krónur í mánaðartekjur. Ég legg áherslu á að íbúar séu bæði upplýstir um álagið og forsendur þeirra erfiðu ákvarðana sem bæjarstjórn þarf að taka til að mæta þeirri stöðu sem við erum í. Ég er nokkuð viss um að það sé ekkert sérstakt áhugamál neins bæjarfulltrúa að hækka álögur á íbúa. Slíkt gengur beinlínis gegn hugsjónum okkar sjálfstæðismanna. Við horfumst hinsvegar í augu við vandann og tökum á honum með þeim hætti sem dugar. Þetta eru tímabundnar aðgerðir, þær eru að skila okkur árangri og við sjáum fyrir endann á erfiðu tímabili. Við höldum okkur við planið sem lagt var upp með í upphafi kjörtímabilsins og í ljósi þess árangurs sem við nú sjáum trúi ég því að í sameiningu klárum við verkefnið. Höfundur er bæjarstjóri og oddviti sjálfstæðisflokksins í Árborg Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Bjarnason Árborg Skattar og tollar Mest lesið Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Næringarráðleggingar: fræðsla eða hroki? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Umræða um fjárhagsstöðu Sveitarfélagsins Árborgar hefur verið áberandi á kjörtímabilinu og aukist mjög - síðustu daga. Álagið sem hefur þurft að setja á útsvar íbúa Árborgar hefur verið kynnt og eðlilega er enginn ánægður með slíkan auka reikning. Það verður hinsvegar ekki horft framhjá því að staða sveitarfélagsins var orðin graf alvarleg árið 2022, raunar miklu fyrr. Á þetta bentum við sjálfstæðismenn í okkar málflutningi í aðdraganda kosninga, rétt eins og fyrrum bæjarfulltrúar okkar höfðu gert og varað við. Kjósendum var ljóst að við urðum að bregðast við stöðunni og okkur í D-listanum falið að leiða þá vegferð og ná tökum á vandanum. Skuldum vafið sveitarfélag getur ekki staðið undir þeirri þjónustu sem því ber að veita íbúum sínum í nútíð og framtíð. Skuldastaðan slæm Í maí 2022 var stutt í að eftirlitsnefnd sveitarfélaga myndi taka yfir reksturinn. Á þessum tíma hafði verið ráðist í mörg verkefni sem kannski var ekki innistæða fyrir. Slíkt ýtti undir mikla skuldsetningu, og á meðan var lítið horft í reksturinn, sem blés út og var orðinn verulega íþyngjandi. Þetta má lesa úr mynd 1. Skuldirnar tvöfölduðust á fjórum árum. Því er eðlilegt að spyrja hvernig þáverandi yfirvöld sveitarfélagsins hafi séð fyrir hvernig framhaldið yrði eða hvernig átti að borga fyrir þetta allt. Aðsend Frá fyrsta degi hefur það verið stærsta verkefni nýrrar bæjarstjórnar og starfsmanna sveitarfélagsins að finna leiðir til að bæta rekstur sveitarfélagsins. Það hefur gengið mjög vel en á þeirri vegferð hefur þurft að taka margar erfiðar ákvarðanir. Það er engum stjórnmálamanni skemmtun í því að þurfa að segja upp fólki en slíkt var nauðsynlegt og til þessa hefur stöðugildum sveitarfélagsins fækkað um tæplega eitthundrað. Á sama tíma höfum við lækkað annan rekstrarkostnað. Fjárfestingum og viðhaldi hefur verið forgangsraðað og eignir seldar. Allt er þetta liður í því að draga sem mest úr nýrri lántöku. Árangurinn má sjá í því að lántaka sveitarfélagsins fór úr því að vera 3,7 milljarðar árið 2023 í 1,3 milljarða á þessu ári, 2024. Við munum halda áfram á þeirri braut að takmarka lántöku sveitarfélagsins. Við höldum áfram að leita leiða til að bæta reksturinn til að sveitarfélagið geti staðið undir góðri þjónustu við íbúa á öllum aldri. Til þess erum við kosin og meðal aðgerða verður frekari hagræðing innan sveitarfélagsins. Á mynd 2 sést hvernig rekstur sveitarfélagsins hefur þróast undanfarin ár. Hallarekstur með skuldasöfnun sem náði hámarki árið 2022 en nú hefur verið snúið af þeirri braut, þrátt fyrir snúið efnahagslegt umhverfi. Í samræmi við samþykktar fjárhagsáætlanir og áætlaða afkomu ársins 2024 þá náum við rekstrinum á réttan stað og með því skapast tækifæri til lækkunar á álagningu. En allt tekur þetta tíma. AÐSEND Tímabundið álag á útsvarið Hluti af endurskipulagningu reksturs sveitarfélagsins “Brú til betri vegar” var að gera samkomulag við Innviðaráðuneytið um aðstoð eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga og höfum við átt samstarf við nefndina um aðgerðir. Verkefninu er ekki lokið en ein af þeim aðgerðum sem nefndin lagði upp með var að sett yrði sérstakt tímabundið álag á útsvarið sem heimilt er skv. lögum. Taldi nefndin að það yrði að vera að lágmarki 1,474 prósentustig, til að hámarki tveggja ára. Samhliða samþykkt fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024 var staðfest í bæjarstjórn að leggja á þetta aukna álag á útsvar sem þó kemur ekki til greiðslu hjá skattgreiðendum fyrr en við uppgjör skattframtals í júní 2025. Leggst það á í hlutfalli við tekjur og sem dæmi leggjast tæpar 177 þúsund krónur í heildina yfir árið á þann sem hefur 1 milljón krónur í mánaðartekjur. Ég legg áherslu á að íbúar séu bæði upplýstir um álagið og forsendur þeirra erfiðu ákvarðana sem bæjarstjórn þarf að taka til að mæta þeirri stöðu sem við erum í. Ég er nokkuð viss um að það sé ekkert sérstakt áhugamál neins bæjarfulltrúa að hækka álögur á íbúa. Slíkt gengur beinlínis gegn hugsjónum okkar sjálfstæðismanna. Við horfumst hinsvegar í augu við vandann og tökum á honum með þeim hætti sem dugar. Þetta eru tímabundnar aðgerðir, þær eru að skila okkur árangri og við sjáum fyrir endann á erfiðu tímabili. Við höldum okkur við planið sem lagt var upp með í upphafi kjörtímabilsins og í ljósi þess árangurs sem við nú sjáum trúi ég því að í sameiningu klárum við verkefnið. Höfundur er bæjarstjóri og oddviti sjálfstæðisflokksins í Árborg
Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun