„Með Guði vinkonu okkar“ Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 28. september 2024 15:33 Um ritskýringu sr. Auðar Eirar Vilhjálmsdóttur. Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir er ekki einungis brautryðjandi í því að sækjast eftir og þiggja prestvígslu innan íslensku Þjóðkirkjunnar fyrst kvenna, tímamótum sem við fögnum um þessa helgi, heldur einnig sem kvennaguðfræðingur og ritskýrandi. Í þessari grein vil ég fjalla um ritstörf Auðar Eirar og vil draga fram þætti í hennar guðfræði sem eru óvenjulegir og jafnvel einstakir á heimsvísu, m.a. hina samfélagslegu vídd í hennar ritskýringu og áhersluna á gleði og vináttu við vinkonuna Guð. Prestferill Auðar Eirar frá vígslu, 29. september 1974, var sem sóknarprestur, fyrst á Suðureyri við Súgandafjörð og í 20 ár í Kirkjuhvolsprestakalli í Rangárvallasýslu, en síðustu árin starfaði hún sem sérþjónustuprestur við Kvennakirkjuna. Sögu Kvennakirkjunnar má lesa á heimasíðu kirkjunnar en hún sprettur úr námskeiðahaldi í kvennaguðfræði 1991, hélt sína fyrstu messu 1993 og varð síðar að formlegu félagi sem Auður Eir sinnti sem prestur frá 1999. Kvennakirkjan er sá vettvangur sem Auður Eir hefur mótað sína guðfræði og ritskýringu og það aðgreinir ritskýringu hennar frá hefðbundinni háskólaguðfræði, sem oftar en ekki ber hljóm innan úr fílabeinsturni. Erlent dæmi um ritskýringu sem unnin er í samfélagi er bók Elsu Tamez um Jakobsbréf, en hún er Mexíkóskur kvennaguðfræðingur sem kennir í Costa Rica og semur bók sína með og fyrir þau sem búa við sára fátækt. Með sama hætti hefur ritskýring Auðar Eirar mótast við eldhúsborð Kvennakirkjunnar og mynd þeirra af Guði sem vinkonu, sprettur af og birtist í vináttu þeirra kvenna sem þangað sækja. Bókaútgáfa Auðar Eirar spannar 30 ár en fyrsta bók hennar, sem var gefin út af Kvennakirkjunni, Vinátta Guðs: Kvennaguðfræði, kom út árið 1994. Í þeirri bók leggur kvennaguðfræðingurinn Auður Eir grundvöll að guðfræði sinni og rekur upphaf femínisma og kvennaguðfræði frá frumkirkjunni til Elizabeth Cady Stanton og Kvennabiblíu hennar (s. 28-29), sem og erindi kvennaguðfræði til samtímans. Bókin er róttæk, Auður Eir segir „Andstaða feðraveldisins er femínisminn, kvenréttindastefnan“ (s. 10), en hún er aldrei herská og grundvöllur kvennaguðfræðinnar er skv. Auði Eir „Vinátta Guðs“ sem ber ávöxt í samfélagi fylgjenda hennar, Guðs og Jesú Krists. Það er komið að bókarlokum. Ég segi enn og aftur að við erum vinkonur og vinir Guðs, heilar, fallegar og skemmtilegar manneskjur sem henni þykir yndislegt að þekkja og treysta. Þess vegna megum við segja við sjálf okkur. Ég er falleg, skemmtileg, góð og yndisleg manneskja. Úr því Guði finnst það má mér finnast það líka. ... Heilar manneskjur geta brotnað og mega brotna. Þær þurfa að þora að brotna og vera brotnar þangað til þær verða heilar aftur. Þá eiga þær nýja lífsreynslu, nýjan skilning á sjálfum sér og öðrum. Heilar og brotnar eru þær í hendi Guðs, annarra og sjálfra sín. Það er óhætt. Það er ekki alltaf auðvelt, en það er yndislegt. Það er rétt að treysta lífinu . Það er góð og kristileg lífsstefna að njóta lífsins. Það er ekki eigingirni heldur boð frá Guði. Lífið er veisla Guðs. Við komum þangað með Guði vinkonu okkar, hjálpum henni til að halda veisluna og njótum hennar með henni og öllum hinum (s. 155-156). Í þessum lokaorðum er dregin saman sú kvennaguðfræði sem Auður Eir leggur grundvöll að í fyrstu bók sinni og hér er ekki á ferðinni sjálfshjal, heldur er niðurstaðan dregin af biblíutextum sem hún útlistar hvernig skuli umgangast: „[H]ún er grundvöllur kristinnar trúar ... [við] lesum hana með eigin skilningi í Kvennakirkjunni ... [en] við erum ekki að breyta Biblíunni“ (s. 41-42). Þessi Biblíumiðaða nálgun Auðar Eirar nær aftur til námsáranna en hún skrifaði viðamikla kandídatsritgerð (158 blaðsíður) við guðfræðideild Háskóla Íslands árið 1962, er bar heitið Þér munuð verða vottar mínir: nokkrar athuganir á frásögn Postulasögunnar af frumkristninni. Bækur Auðar Eirar um ritskýringu og Biblíutexta eru Vinkonur og vinir Jesú: Valdir Biblíutextar á máli beggja kynja frá 1999, sem inniheldur þekkta texta á borð við fjallræðuna, og frá 2021 ritskýringarverk um Gamla testamentið, Markúsarguðspjall og Postulasöguna. Ég mun beina sjónum mínum að þeim sérstaklega hér að neðan. Bókin Gleði Guðs: sem læknar sektarkennd, kvíða, einsemd og reiði og gefur fyrirgefningu, frelsi, frið og femínisma frá 2014 nálgast guðfræði Auðar Eirar frá sjónarhóli sálgæslu. Það er viðamesta ritverk hennar, bókin telur 320 blaðsíður, og er skrifuð bæði fyrir þau sem vilja öðlast ávexti trúarinnar í eigin lífi og þau sem sinna sálgæslu á trúarlegum grunni. Í titlinum felst hinn kjarnaþátturinn í guðfræði Auðar Eirar til viðbótar við vináttu Guðs, en það er gleðin. Í stuttum kafla er ber yfirskriftina, „Gleði Guðs læknar“ er að finna tilvitnunina „að lækningin byrji á gleðinni“ og það dregur Auður Eir saman í eftirfarandi staðhæfingu: „Lækningin er að taka þátt í lífinu sem Guð gefur á hverjum degi. Þú mátt til með að taka þátt í henni“ (s. 80). Smáritið Vertu leiðtogi í eigin lífi kallast á við sjálfshjálparþáttinn í Gleði Guðs, en það var fyrst gefið út 2013 og endurútgefið 2021 í ritröðinni Kaffihús vinkvenna Guðs. Loks hefur Auður Eir skrifað um skipulag og litúrgíu kvennakirkjunnar og hafa þær hugmyndir haft mikil áhrif á helgihald presta í söfnuðum Þjóðkirkjunnar. Þar má annarsvegar nefna Bakarí Guðs frá 2012 sem fjallar m.a. um altarisgöngu (s. 11) og skírn (s. 40) frá lúterskri guðfræði og setur fram sýn um kirkju „þar sem allt fólk er prestar“ (s. 67-95), sem og hin ólíku embætti kirkjunnar (s. 97-122). Þá hefur kvennakirkjan gefið út söngheftið Brauð og rósir frá 2003 og handbókina Göngum í hús Guðs: guðsþjónustan okkar frá 2020, sem birta helgihald þeirra í framkvæmd. Fáir íslenskir guðfræðingar hafa gefið út jafn viðamikla guðfræði og Auður Eir og allar bækur hennar bera þess merki að vera skrifaðar í samtali við eldhúsborð Kvennakirkjunnar. Þá er kvennaguðfræði hennar grundvölluð í fyrstu bókinni Vinátta Guðs, og hugsuð út í lífi kirkjunnar, sálgæslu og helgihaldi í síðari bókum. Þá að ritskýringu, en femínísk biblíurýni á sér langa sögu og Auður Eir rekur þá sögu að hluta í Vináttu Guðs. Á 19. öld voru m.a. mikilvæg, verk Grace Aguilar um Konur í sögu Ísreal og KvennabiblíaElizabeth Cady Stanton. Í femínískum fræðum er iðulega talað um bylgjur og fyrrnefndu konurnar tilheyra með því myndmáli fyrstu bylgju femínisma og önnur bylgjan er oft rakin til bókar Betty Friedan um Goðsöguna um konuna frá 1963, hún hafði mikil áhrif hérlendis og heimsótti Ísland árið 1990, en grundvöllinn lagði bók Simone de Beauvoir um Hitt kynið, sem kom út árið 1949 (Vinátta Guðs, s. 31-32). Auður Eir staðsetur sig sem annarrar bylgju femínista og lýsir því svo á heimasíðu Kvennakirkjunnar: Ég naut þeirrar miklu gæfu að vera með í annarri bylgju kvennaguðfræðinnar og eiga vinkonur sem voru þar jafn frá sér numdar og ég var. Þeir tímar koma ekki aftur í okkar tíð, en þeir koma seinna. Sagan endurtekur sig ekki, en verður einhvern tíma seinna lík sjálfri sér eins og hún var einu sinni. Mér finnst að það hafi verið auðveldara að slást í för með kvennaguðfræðinni þá en núna, af því að þá var allt nýtt. Við höfðum aldrei heyrt það sem við heyrðum þá. Og það var hættulegt að segja það. Og það var stórbrotið og mikilfenglegt. Við vorum með í einhverju sem skipti öllu. Og svo áttum við baráttusystur alls staðar. Frá annarri bylgju til okkar daga hafa femínískir ritskýrendur rætt forréttinda stöðu hvítra kvenna og í kjölfarið hafa sprottið upp ritskýrendur sem skoða Biblíuna frá sjónarhóli svartra, og spænskumælandi kvenna í Mið og Suður-Ameríku og í Karíbahafinu. Þá hafa ritskýrendur tekist á um hvort hægt sé að vera samtímis kristinn og femínískur ritskýrandi, en höfundar á borð við Elisabeth Schüssler Fiorenza hafa talið frumkristni jafningjasamfélag, þar sem konur störfuðu sem jafningjar við hlið karla, og aðrar að slík jákvæðni standist mögulega ekki sögulega eða forleifafræðilega skoðun. Auður Eir er í sinni ritskýringu meðvituð um þessa deiglu og rekur hana í löngu máli í Gleði Guðs undir yfirskriftinni „Reiði og femínismi“, þar sem hún segir reiðina eiga rétt á sér sem umbreytingarafl. Reiðin er máttur sem gefur okkur möguleika til að breyta. Hún laðar fram í okkur krafta sem við eigum en notum ekki og snýr vanmætti okkar í mátt til að gera það sem við þurfum og viljum (s. 174). Reiðin er þrátt fyrir það varasamt afl, hún getur „ráðskast með okkur“ (s. 175) en „falleg reiði klæðir okkur stórkostlega“ (s. 176), segir Auður Eir. Ritskýring Auðar Eirar er einstök og á erindi sem slík inn í guðfræðilega umræðu samtímans, hérlendis sem og erlendis. Hún er einstök vegna þess að hún er ekki skrifuð í fílabeinsturni fræðanna, heldur sprettur af samtali prests við söfnuð sinn, söfnuð sem samanstendur af íslenskum konum að lifa trú sína í daglegu lífi. Það er jafnframt þaðan sem orðfæri og tungutak guðfræði hennar er sprottin. Morgunbæn Kvennakirkjunnar hefst á orðunum: „Elsku Guð, það er svo gott að vita það þegar ég vakna að þú ert löngu vöknuð á undan mér. Nú fer ég í sturtu og hita svo kaffi handa okkur“. En ritskýring hennar er jafnframt einstök á heimsvísu. Auður Eir rekur vináttuáherslu sína til erlendra höfunda í Vináttu Guðs (s. 119-120), Mary Daly og Janice Raymond, en beitingu vináttunnar sem ritskýringaraðferðar þekki ég ekki til með sama hætti í alþjóðlegri biblíufræði. „Guð er vinkona“ er útgangspunktur Auðar Eirar í allri ritskýringu og af þeirri vináttu sprettur smitandi Gleði Guðs. Bók hennar um Gamla testamentið er yfirlitsverk um sögur hebresku Biblíunnar þar sem konur eru í lykilhlutverki, en hún er jafnframt óður til gleðinnar í því ritsafni: „Gleðjumst og fögnum. Gamla testamentið segir okkur það aftur og aftur. Veldu lífið. Treystu Guði. Treystu sjálfri þér. Guð elskar þig. Hún bregst þér aldrei nokkurn tíma. Það er svo gott að gleðjast. Fólk Gamla testamentisins vissi mætavel að gleði þess var í Guði.“ (s. 83). Bókin um Markúsarguðspjall er í senn ritskýring og lestur sem talar gegn ríkjandi hugmyndum. Í sjötta kafla guðspjallsins er lærisveinum Jesú lýst, hinum tólf sem Jesús útvaldi, og Auður Eir skrifar: „Nei, segja kvennaguðfræðingarnir. Þeir voru ekki bara tólf. Það sést á því að það eru ekki nákvæmlega sömu nöfnin í öllum upptalningum á hópnum. Og svo valdi Jesús líka konur“ (s. 25). Niðurlagið áréttar meginstefin í guðfræði Auðar Eirar, gleði og vináttu: Við erum komnar að lokum. Við lásum um gleðina og vináttuna í starfinu. Um óttaleysi Jesú. Um þjáningar hans ... . Um vinkonurnar og vinina sem fylgdu Jesú og elskuðu hann og áttu ást hans, uppörvun og traust. Guðspjallinu lýkur með frásögn um upprisuna sem allt guðspjallið stefnir að. Hún er gleði og hamingja lífs okkar, okkar margbreytilega og venjulega lífs. Það er ekki hægt að aðskilja krossinn og upprisuna. Það er hvort tveggja í daglegu lífi okkar. Við finnum það á hverjum degi, í sorgum okkar og erfiðleikum og í fögnuði okkar og hamingju (s. 74). Viðamesta verkið er Postulasagan en þar lokar guðfræði Auðar Eirar hringnum sem hófst í kandídatsritgerð hennar um Postulasöguna frá 1962. Framsetning ritskýringarinnar er aðgengileg og myndræn, Auður Eir myndskreytir sjálf allar bækurnar, en það felur ekki þá dýpt sem felst í ritskýringu hennar. Í bland við hugleiðingar um inntak Postulasögunnar eru lýsingar á pálsbréfunum og hugleiðingar um hvert bréf. Undir yfirskriftinni „hneyksli krossins“ skrifar hún: Það er sagt að það sé svartsýni kristinnar trúar að vera enn þann dag í dag að halda því fram að krossinn sé lausn okkar. Ættum við frekar að taka undir með þeim sem tala svo fallega um bjartsýnina sem þau eigi sjálf án þess sem kristin trú segir um krossinn og upprisuna? ... Hvað segjum við ? Það sem við segjum skiptir nákvæmlega öllu fyrir gleði og hugrekki okkar í daglegu lífi. Og fyrir alla kirkjuna. Af því að gleði okkar og hugrekki er ekki byggð á bjartsýnni leit að mætti og lífsgleði. Gleði og hugrekki lífs okkar er byggð á því undursamlega fagnaðarerindi að Guð kom til okkar í Jesú Kristi til að gefa okkur allt sem við þurfum til að lifa. Það er þess vegna sem við megum vera bjartsýnar og glaðværar og skulum vera það. Krossinn er svar við þjáningu heimsins (s. 31-32). Hugvísindi samtímans hafa yfirgefið leitina að algildum svörum í túlkun á textum, hvort sem svörin eru sett fram í krafti feðraveldis eða sagnfræði, en gera þess í stað kröfu um að kenningar sé settar fram af sagnfræðilegri ábyrgð og með samhangandi hætti. Ritskýring Auðar Eirar gerir hvorutveggja, hún les texta Biblíunnar með augum alþjóðlegrar guðfræði og vitnar reglulega í fræðimenn á því sviði, en setur samhliða fram túlkuna sína sem prestur og kona í samfélagi við presta og konur í Kvennakirkjunni – kirkju „þar sem allt fólk er prestar“ (Bakarí Guðs, 67). Guðfræði Auðar Eirar er í senn einstakt sjónarhorn, sjónarhorn íslenskrar kvennakirkju, og gefandi guðfræði sem leggur áherslu á vináttu og Gleði Guðs, sem læknar sektarkennd, kvíða, einsemd og reiði og gefur fyrirgefningu, frelsi, frið og femínisma. Upptökur af málþing til heiðurs sr. Auði Eir Vilhjálmsdóttur í tilefni af 50 ára vígsluafmæli hennar má finna á Facebook síðu Vídalínskirkju. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Um ritskýringu sr. Auðar Eirar Vilhjálmsdóttur. Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir er ekki einungis brautryðjandi í því að sækjast eftir og þiggja prestvígslu innan íslensku Þjóðkirkjunnar fyrst kvenna, tímamótum sem við fögnum um þessa helgi, heldur einnig sem kvennaguðfræðingur og ritskýrandi. Í þessari grein vil ég fjalla um ritstörf Auðar Eirar og vil draga fram þætti í hennar guðfræði sem eru óvenjulegir og jafnvel einstakir á heimsvísu, m.a. hina samfélagslegu vídd í hennar ritskýringu og áhersluna á gleði og vináttu við vinkonuna Guð. Prestferill Auðar Eirar frá vígslu, 29. september 1974, var sem sóknarprestur, fyrst á Suðureyri við Súgandafjörð og í 20 ár í Kirkjuhvolsprestakalli í Rangárvallasýslu, en síðustu árin starfaði hún sem sérþjónustuprestur við Kvennakirkjuna. Sögu Kvennakirkjunnar má lesa á heimasíðu kirkjunnar en hún sprettur úr námskeiðahaldi í kvennaguðfræði 1991, hélt sína fyrstu messu 1993 og varð síðar að formlegu félagi sem Auður Eir sinnti sem prestur frá 1999. Kvennakirkjan er sá vettvangur sem Auður Eir hefur mótað sína guðfræði og ritskýringu og það aðgreinir ritskýringu hennar frá hefðbundinni háskólaguðfræði, sem oftar en ekki ber hljóm innan úr fílabeinsturni. Erlent dæmi um ritskýringu sem unnin er í samfélagi er bók Elsu Tamez um Jakobsbréf, en hún er Mexíkóskur kvennaguðfræðingur sem kennir í Costa Rica og semur bók sína með og fyrir þau sem búa við sára fátækt. Með sama hætti hefur ritskýring Auðar Eirar mótast við eldhúsborð Kvennakirkjunnar og mynd þeirra af Guði sem vinkonu, sprettur af og birtist í vináttu þeirra kvenna sem þangað sækja. Bókaútgáfa Auðar Eirar spannar 30 ár en fyrsta bók hennar, sem var gefin út af Kvennakirkjunni, Vinátta Guðs: Kvennaguðfræði, kom út árið 1994. Í þeirri bók leggur kvennaguðfræðingurinn Auður Eir grundvöll að guðfræði sinni og rekur upphaf femínisma og kvennaguðfræði frá frumkirkjunni til Elizabeth Cady Stanton og Kvennabiblíu hennar (s. 28-29), sem og erindi kvennaguðfræði til samtímans. Bókin er róttæk, Auður Eir segir „Andstaða feðraveldisins er femínisminn, kvenréttindastefnan“ (s. 10), en hún er aldrei herská og grundvöllur kvennaguðfræðinnar er skv. Auði Eir „Vinátta Guðs“ sem ber ávöxt í samfélagi fylgjenda hennar, Guðs og Jesú Krists. Það er komið að bókarlokum. Ég segi enn og aftur að við erum vinkonur og vinir Guðs, heilar, fallegar og skemmtilegar manneskjur sem henni þykir yndislegt að þekkja og treysta. Þess vegna megum við segja við sjálf okkur. Ég er falleg, skemmtileg, góð og yndisleg manneskja. Úr því Guði finnst það má mér finnast það líka. ... Heilar manneskjur geta brotnað og mega brotna. Þær þurfa að þora að brotna og vera brotnar þangað til þær verða heilar aftur. Þá eiga þær nýja lífsreynslu, nýjan skilning á sjálfum sér og öðrum. Heilar og brotnar eru þær í hendi Guðs, annarra og sjálfra sín. Það er óhætt. Það er ekki alltaf auðvelt, en það er yndislegt. Það er rétt að treysta lífinu . Það er góð og kristileg lífsstefna að njóta lífsins. Það er ekki eigingirni heldur boð frá Guði. Lífið er veisla Guðs. Við komum þangað með Guði vinkonu okkar, hjálpum henni til að halda veisluna og njótum hennar með henni og öllum hinum (s. 155-156). Í þessum lokaorðum er dregin saman sú kvennaguðfræði sem Auður Eir leggur grundvöll að í fyrstu bók sinni og hér er ekki á ferðinni sjálfshjal, heldur er niðurstaðan dregin af biblíutextum sem hún útlistar hvernig skuli umgangast: „[H]ún er grundvöllur kristinnar trúar ... [við] lesum hana með eigin skilningi í Kvennakirkjunni ... [en] við erum ekki að breyta Biblíunni“ (s. 41-42). Þessi Biblíumiðaða nálgun Auðar Eirar nær aftur til námsáranna en hún skrifaði viðamikla kandídatsritgerð (158 blaðsíður) við guðfræðideild Háskóla Íslands árið 1962, er bar heitið Þér munuð verða vottar mínir: nokkrar athuganir á frásögn Postulasögunnar af frumkristninni. Bækur Auðar Eirar um ritskýringu og Biblíutexta eru Vinkonur og vinir Jesú: Valdir Biblíutextar á máli beggja kynja frá 1999, sem inniheldur þekkta texta á borð við fjallræðuna, og frá 2021 ritskýringarverk um Gamla testamentið, Markúsarguðspjall og Postulasöguna. Ég mun beina sjónum mínum að þeim sérstaklega hér að neðan. Bókin Gleði Guðs: sem læknar sektarkennd, kvíða, einsemd og reiði og gefur fyrirgefningu, frelsi, frið og femínisma frá 2014 nálgast guðfræði Auðar Eirar frá sjónarhóli sálgæslu. Það er viðamesta ritverk hennar, bókin telur 320 blaðsíður, og er skrifuð bæði fyrir þau sem vilja öðlast ávexti trúarinnar í eigin lífi og þau sem sinna sálgæslu á trúarlegum grunni. Í titlinum felst hinn kjarnaþátturinn í guðfræði Auðar Eirar til viðbótar við vináttu Guðs, en það er gleðin. Í stuttum kafla er ber yfirskriftina, „Gleði Guðs læknar“ er að finna tilvitnunina „að lækningin byrji á gleðinni“ og það dregur Auður Eir saman í eftirfarandi staðhæfingu: „Lækningin er að taka þátt í lífinu sem Guð gefur á hverjum degi. Þú mátt til með að taka þátt í henni“ (s. 80). Smáritið Vertu leiðtogi í eigin lífi kallast á við sjálfshjálparþáttinn í Gleði Guðs, en það var fyrst gefið út 2013 og endurútgefið 2021 í ritröðinni Kaffihús vinkvenna Guðs. Loks hefur Auður Eir skrifað um skipulag og litúrgíu kvennakirkjunnar og hafa þær hugmyndir haft mikil áhrif á helgihald presta í söfnuðum Þjóðkirkjunnar. Þar má annarsvegar nefna Bakarí Guðs frá 2012 sem fjallar m.a. um altarisgöngu (s. 11) og skírn (s. 40) frá lúterskri guðfræði og setur fram sýn um kirkju „þar sem allt fólk er prestar“ (s. 67-95), sem og hin ólíku embætti kirkjunnar (s. 97-122). Þá hefur kvennakirkjan gefið út söngheftið Brauð og rósir frá 2003 og handbókina Göngum í hús Guðs: guðsþjónustan okkar frá 2020, sem birta helgihald þeirra í framkvæmd. Fáir íslenskir guðfræðingar hafa gefið út jafn viðamikla guðfræði og Auður Eir og allar bækur hennar bera þess merki að vera skrifaðar í samtali við eldhúsborð Kvennakirkjunnar. Þá er kvennaguðfræði hennar grundvölluð í fyrstu bókinni Vinátta Guðs, og hugsuð út í lífi kirkjunnar, sálgæslu og helgihaldi í síðari bókum. Þá að ritskýringu, en femínísk biblíurýni á sér langa sögu og Auður Eir rekur þá sögu að hluta í Vináttu Guðs. Á 19. öld voru m.a. mikilvæg, verk Grace Aguilar um Konur í sögu Ísreal og KvennabiblíaElizabeth Cady Stanton. Í femínískum fræðum er iðulega talað um bylgjur og fyrrnefndu konurnar tilheyra með því myndmáli fyrstu bylgju femínisma og önnur bylgjan er oft rakin til bókar Betty Friedan um Goðsöguna um konuna frá 1963, hún hafði mikil áhrif hérlendis og heimsótti Ísland árið 1990, en grundvöllinn lagði bók Simone de Beauvoir um Hitt kynið, sem kom út árið 1949 (Vinátta Guðs, s. 31-32). Auður Eir staðsetur sig sem annarrar bylgju femínista og lýsir því svo á heimasíðu Kvennakirkjunnar: Ég naut þeirrar miklu gæfu að vera með í annarri bylgju kvennaguðfræðinnar og eiga vinkonur sem voru þar jafn frá sér numdar og ég var. Þeir tímar koma ekki aftur í okkar tíð, en þeir koma seinna. Sagan endurtekur sig ekki, en verður einhvern tíma seinna lík sjálfri sér eins og hún var einu sinni. Mér finnst að það hafi verið auðveldara að slást í för með kvennaguðfræðinni þá en núna, af því að þá var allt nýtt. Við höfðum aldrei heyrt það sem við heyrðum þá. Og það var hættulegt að segja það. Og það var stórbrotið og mikilfenglegt. Við vorum með í einhverju sem skipti öllu. Og svo áttum við baráttusystur alls staðar. Frá annarri bylgju til okkar daga hafa femínískir ritskýrendur rætt forréttinda stöðu hvítra kvenna og í kjölfarið hafa sprottið upp ritskýrendur sem skoða Biblíuna frá sjónarhóli svartra, og spænskumælandi kvenna í Mið og Suður-Ameríku og í Karíbahafinu. Þá hafa ritskýrendur tekist á um hvort hægt sé að vera samtímis kristinn og femínískur ritskýrandi, en höfundar á borð við Elisabeth Schüssler Fiorenza hafa talið frumkristni jafningjasamfélag, þar sem konur störfuðu sem jafningjar við hlið karla, og aðrar að slík jákvæðni standist mögulega ekki sögulega eða forleifafræðilega skoðun. Auður Eir er í sinni ritskýringu meðvituð um þessa deiglu og rekur hana í löngu máli í Gleði Guðs undir yfirskriftinni „Reiði og femínismi“, þar sem hún segir reiðina eiga rétt á sér sem umbreytingarafl. Reiðin er máttur sem gefur okkur möguleika til að breyta. Hún laðar fram í okkur krafta sem við eigum en notum ekki og snýr vanmætti okkar í mátt til að gera það sem við þurfum og viljum (s. 174). Reiðin er þrátt fyrir það varasamt afl, hún getur „ráðskast með okkur“ (s. 175) en „falleg reiði klæðir okkur stórkostlega“ (s. 176), segir Auður Eir. Ritskýring Auðar Eirar er einstök og á erindi sem slík inn í guðfræðilega umræðu samtímans, hérlendis sem og erlendis. Hún er einstök vegna þess að hún er ekki skrifuð í fílabeinsturni fræðanna, heldur sprettur af samtali prests við söfnuð sinn, söfnuð sem samanstendur af íslenskum konum að lifa trú sína í daglegu lífi. Það er jafnframt þaðan sem orðfæri og tungutak guðfræði hennar er sprottin. Morgunbæn Kvennakirkjunnar hefst á orðunum: „Elsku Guð, það er svo gott að vita það þegar ég vakna að þú ert löngu vöknuð á undan mér. Nú fer ég í sturtu og hita svo kaffi handa okkur“. En ritskýring hennar er jafnframt einstök á heimsvísu. Auður Eir rekur vináttuáherslu sína til erlendra höfunda í Vináttu Guðs (s. 119-120), Mary Daly og Janice Raymond, en beitingu vináttunnar sem ritskýringaraðferðar þekki ég ekki til með sama hætti í alþjóðlegri biblíufræði. „Guð er vinkona“ er útgangspunktur Auðar Eirar í allri ritskýringu og af þeirri vináttu sprettur smitandi Gleði Guðs. Bók hennar um Gamla testamentið er yfirlitsverk um sögur hebresku Biblíunnar þar sem konur eru í lykilhlutverki, en hún er jafnframt óður til gleðinnar í því ritsafni: „Gleðjumst og fögnum. Gamla testamentið segir okkur það aftur og aftur. Veldu lífið. Treystu Guði. Treystu sjálfri þér. Guð elskar þig. Hún bregst þér aldrei nokkurn tíma. Það er svo gott að gleðjast. Fólk Gamla testamentisins vissi mætavel að gleði þess var í Guði.“ (s. 83). Bókin um Markúsarguðspjall er í senn ritskýring og lestur sem talar gegn ríkjandi hugmyndum. Í sjötta kafla guðspjallsins er lærisveinum Jesú lýst, hinum tólf sem Jesús útvaldi, og Auður Eir skrifar: „Nei, segja kvennaguðfræðingarnir. Þeir voru ekki bara tólf. Það sést á því að það eru ekki nákvæmlega sömu nöfnin í öllum upptalningum á hópnum. Og svo valdi Jesús líka konur“ (s. 25). Niðurlagið áréttar meginstefin í guðfræði Auðar Eirar, gleði og vináttu: Við erum komnar að lokum. Við lásum um gleðina og vináttuna í starfinu. Um óttaleysi Jesú. Um þjáningar hans ... . Um vinkonurnar og vinina sem fylgdu Jesú og elskuðu hann og áttu ást hans, uppörvun og traust. Guðspjallinu lýkur með frásögn um upprisuna sem allt guðspjallið stefnir að. Hún er gleði og hamingja lífs okkar, okkar margbreytilega og venjulega lífs. Það er ekki hægt að aðskilja krossinn og upprisuna. Það er hvort tveggja í daglegu lífi okkar. Við finnum það á hverjum degi, í sorgum okkar og erfiðleikum og í fögnuði okkar og hamingju (s. 74). Viðamesta verkið er Postulasagan en þar lokar guðfræði Auðar Eirar hringnum sem hófst í kandídatsritgerð hennar um Postulasöguna frá 1962. Framsetning ritskýringarinnar er aðgengileg og myndræn, Auður Eir myndskreytir sjálf allar bækurnar, en það felur ekki þá dýpt sem felst í ritskýringu hennar. Í bland við hugleiðingar um inntak Postulasögunnar eru lýsingar á pálsbréfunum og hugleiðingar um hvert bréf. Undir yfirskriftinni „hneyksli krossins“ skrifar hún: Það er sagt að það sé svartsýni kristinnar trúar að vera enn þann dag í dag að halda því fram að krossinn sé lausn okkar. Ættum við frekar að taka undir með þeim sem tala svo fallega um bjartsýnina sem þau eigi sjálf án þess sem kristin trú segir um krossinn og upprisuna? ... Hvað segjum við ? Það sem við segjum skiptir nákvæmlega öllu fyrir gleði og hugrekki okkar í daglegu lífi. Og fyrir alla kirkjuna. Af því að gleði okkar og hugrekki er ekki byggð á bjartsýnni leit að mætti og lífsgleði. Gleði og hugrekki lífs okkar er byggð á því undursamlega fagnaðarerindi að Guð kom til okkar í Jesú Kristi til að gefa okkur allt sem við þurfum til að lifa. Það er þess vegna sem við megum vera bjartsýnar og glaðværar og skulum vera það. Krossinn er svar við þjáningu heimsins (s. 31-32). Hugvísindi samtímans hafa yfirgefið leitina að algildum svörum í túlkun á textum, hvort sem svörin eru sett fram í krafti feðraveldis eða sagnfræði, en gera þess í stað kröfu um að kenningar sé settar fram af sagnfræðilegri ábyrgð og með samhangandi hætti. Ritskýring Auðar Eirar gerir hvorutveggja, hún les texta Biblíunnar með augum alþjóðlegrar guðfræði og vitnar reglulega í fræðimenn á því sviði, en setur samhliða fram túlkuna sína sem prestur og kona í samfélagi við presta og konur í Kvennakirkjunni – kirkju „þar sem allt fólk er prestar“ (Bakarí Guðs, 67). Guðfræði Auðar Eirar er í senn einstakt sjónarhorn, sjónarhorn íslenskrar kvennakirkju, og gefandi guðfræði sem leggur áherslu á vináttu og Gleði Guðs, sem læknar sektarkennd, kvíða, einsemd og reiði og gefur fyrirgefningu, frelsi, frið og femínisma. Upptökur af málþing til heiðurs sr. Auði Eir Vilhjálmsdóttur í tilefni af 50 ára vígsluafmæli hennar má finna á Facebook síðu Vídalínskirkju. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar