Bæjarstjórinn óttast ekki fólksflótta úr Árborg Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. september 2024 14:08 Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Árborg, sem var með opinn fund í gær á laugardagsfundi Sjálfstæðismanna í Árborg þar sem hann fór yfir stöðuna í máli og myndum. Bæjarstjóri Árborgar óttast ekki flótta úr sveitarfélaginu eftir að samþykkt var að hækka útsvar á íbúa tímabundið, sem mun skila sveitarfélaginu um einum milljarði króna í tekjur. Eftir að meirihluti Sjálfstæðismanna tók við völdum í Árborg 2022 hefur stöðugildum hjá sveitarfélaginu verið fækkað um eitt hundrað, sem hluti af aðhaldsaðgerðum bæjaryfirvalda. Skuldastaða Árborgar hefur verið mjög slæm og miklar aðhaldsaðgerðir hafa verið í gangi. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, sem eru í meirihluta í bæjarstjórn eru alltaf að leita og leita að meiri hagræðingu og nú hefur verið ákveðið að hækka útsvar á íbúa tímabundið. Bragi Bjarnason er bæjarstjóri í Árborg. „Það þýðir það í rauninni að sveitarfélagið er að fá auknar tekjur frá skattinum á þessu ári en við íbúarnir þurfum í rauninni að borga þetta auka álag á nýju ári þegar allir klára skattframtalið sitt í mars, sem við þekkjum í rauninni og margir fá síðan einhverja innborgun 1. júní og eða þurfa að greiða en þá bætist í rauninni við auka upphæð, sem er þetta álag, sem við þurfum bara því miður að setja á íbúana til að snúa sveitarfélaginu hraðar við,“ segir Bragi. Hvað er þetta álag mikið? „Þetta er í rauninni 10 prósent eða í rauninni 1,4 prósentustig ofan á útsvarið.“ Útsvar verður hækkað tímabundið á íbúa Árborgar en með því fær sveitarfélagið um einn milljarð króna í tekjur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bragi segist skilja vel þann kurr, sem hann skynjar á meðal íbúa við hækkun útsvarsins en eitthvað hafi þurft að gera til að ná fjármálunum á rétta braut en með hækkuninni fær Árborg um einn milljarð í auka tekjur. Óttast þú fólksflótta úr sveitarfélaginu, fer fólk að flytja í burtu? „Nei, ég ætla ekki að óttast það því að í heildina held ég að fólki líði mjög vel hérna. Við erum að reyna að þjónusta fólk vel.“ Ein af glærunum frá Braga á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Bragi segir að núverandi meirihluti hafi fækkað stöðugildum um eitt hundrað í sveitarfélaginu á síðustu tveimur árum og það standi jafn vel fyrir dyrum frekari uppsagnir á næstunni. „Við erum í rauninni að vinna að öllum hagfræðingum, sem við getum, bæði í rekstri og stöðugildum þannig að það getur þýtt, bæði þegar það gerist náttúrulega, það er að einhver að hætta og þarf þá ekki að ráða aftur eða í rauninni að við sjáum verkefni það sem við getum hagrætt og þá því miður þarf kannski að fara í þá aðgerð,“ segir Bragi. Frétt á heimasíðu Árborgar um auknu álögurnar vegna útsvarsins Bragi fékk fjölmargar spurningar á fundinum og svaraði þeim öllum greiðlega.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Innlent Fleiri fréttir Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar Sjá meira
Skuldastaða Árborgar hefur verið mjög slæm og miklar aðhaldsaðgerðir hafa verið í gangi. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, sem eru í meirihluta í bæjarstjórn eru alltaf að leita og leita að meiri hagræðingu og nú hefur verið ákveðið að hækka útsvar á íbúa tímabundið. Bragi Bjarnason er bæjarstjóri í Árborg. „Það þýðir það í rauninni að sveitarfélagið er að fá auknar tekjur frá skattinum á þessu ári en við íbúarnir þurfum í rauninni að borga þetta auka álag á nýju ári þegar allir klára skattframtalið sitt í mars, sem við þekkjum í rauninni og margir fá síðan einhverja innborgun 1. júní og eða þurfa að greiða en þá bætist í rauninni við auka upphæð, sem er þetta álag, sem við þurfum bara því miður að setja á íbúana til að snúa sveitarfélaginu hraðar við,“ segir Bragi. Hvað er þetta álag mikið? „Þetta er í rauninni 10 prósent eða í rauninni 1,4 prósentustig ofan á útsvarið.“ Útsvar verður hækkað tímabundið á íbúa Árborgar en með því fær sveitarfélagið um einn milljarð króna í tekjur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bragi segist skilja vel þann kurr, sem hann skynjar á meðal íbúa við hækkun útsvarsins en eitthvað hafi þurft að gera til að ná fjármálunum á rétta braut en með hækkuninni fær Árborg um einn milljarð í auka tekjur. Óttast þú fólksflótta úr sveitarfélaginu, fer fólk að flytja í burtu? „Nei, ég ætla ekki að óttast það því að í heildina held ég að fólki líði mjög vel hérna. Við erum að reyna að þjónusta fólk vel.“ Ein af glærunum frá Braga á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Bragi segir að núverandi meirihluti hafi fækkað stöðugildum um eitt hundrað í sveitarfélaginu á síðustu tveimur árum og það standi jafn vel fyrir dyrum frekari uppsagnir á næstunni. „Við erum í rauninni að vinna að öllum hagfræðingum, sem við getum, bæði í rekstri og stöðugildum þannig að það getur þýtt, bæði þegar það gerist náttúrulega, það er að einhver að hætta og þarf þá ekki að ráða aftur eða í rauninni að við sjáum verkefni það sem við getum hagrætt og þá því miður þarf kannski að fara í þá aðgerð,“ segir Bragi. Frétt á heimasíðu Árborgar um auknu álögurnar vegna útsvarsins Bragi fékk fjölmargar spurningar á fundinum og svaraði þeim öllum greiðlega.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Innlent Fleiri fréttir Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar Sjá meira