Ekkert lát er á árásum Ísraelshers á Líbanon. Yfirvöld þar í landi þrýsta á um vopnahlé. Prófessor við Háskólann á Akureyri telur markmið Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, að draga Bandaríkin inn í stríð við Íran.
Arnar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi forsetaframbjóðandi hefur stofnað nýjan stjórnmálaflokk - Lýðræðisflokkinn. Við ræðum við Arnar í hádegisfréttum á Bylgjunni.
Keflavík hafði betur gegn Val í Meistarakeppni karla í körfunni í gær. Keflvíkingar að vonum sáttir en Valsmenn gáfu ekki kost á viðtölum að leik loknum. Við gerum leikinn upp í sportinu.
Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan tólf.