Myndu H-HH-HHH (hægri) og V-VV-VVV (vinstri) breyta stjórnmálunum? Haukur Arnþórsson skrifar 29. september 2024 19:02 Hvað með að sameinast um stefnu sem næði árangri? Annars vegar hægrið og hins vegar vinstrið. Til að takast á við áskoranir – framþróun þjóðfélagsins á eigin grunnhugmyndum – í stað þess að horfa lamaðir hver á annan og segja kjósendum að meginhlutverk þeirra sé að gera málamiðlanir? Sem hafa þó að mestu stöðvast hjá núverandi þjóðstjórn. Framfarirnar – framfarirnar – þær hræða okkur öll að einhverju leyti og ekki síst stjórnmálamennina. Svo langt gengur þetta að á Alþingi eru þingmenn sem vilja einangra Ísland og þeir hafa góðan stuðning íhalds- og eldra fólks sem þarf stöðugt að læra á nýjar tæknilausnir – og nýr stjórnmálaflokkur var stofnaður í dag til að koma okkur stjórnskipulega aftur á 19. öldina. Þó fæst drjúgur hluti af kaupmætti okkar með frjálsum milliríkjaviðskiptum og hingaðkomu nýs vinnuafls; einmitt því að taka þátt í samfélagi þjóðanna. Hver vill ekki að við verðum fátæk aftur og skríðum inn í skelina okkar? Og breiðum vel yfir. Þarf að nefna þá sem segja að við höfum næga orku – og ef það er afsannað – segja að við verðum að láta af neyslunni, sýna nægjusemi, eða að öðrum kosti að banna útflutning orku til ákveðinna verkefna. Sami tónninn, hugsunin liggur samhliða hinni fyrrnefndu eins og dalirnir fyrir norðan. Að við verðum að bakka frá framförunum. Á sama tíma vitum við að næsta kynslóð mun búa við endalausa orku kjarnasamruna sem er ógerningur að vita til hvers verður notuð – að græn orka í dag er millibilsástand sem við vissulega megum ekki fórna öllu fyrir – kjarnasamruna sem á eftir að hella vel upp á okkur í mesta orkufylliríi hins viti borna manns, sennilega síðan sólin hóf kjarnasamruna sinn. Viljum við aukna orka eða búa við nægjusemi frumstæðra lifnaðarhátta – hvar á þetta fólk heima? Og stjórnmálamennirnir okkar dansa á sömu rósunum. Höldum kyrrstöðu, verum eins og Sigurður Ingi í innviðaráðuneytinu – meðan allir innviðir voru sprungnir þá horfði hann á Róm brenna og tók í nefið. „Þetta er allt að koma“ segir hann – hvað í andskotanum er að koma hjá álíka framfarasinnuðum stjórnmálamönnum og voru hér um miðja 19. öld? Ekki nokkur skapaður hlutur! Húsnæði á höfuðborgarsvæðinu? Vegakerfi sem mætir samgönguþörf okkar á suð-vesturhorninu? Lífvænleg kjör ungra og gamalla? Vextir sem leyfa okkur að halda lífinu áfram (sem gera kleift að byggja húsnæði)? Orka sem gefur aukin útflutningsverðmæti og aukinn kaupmátt, félagsmálakerfi og jöfnuður sem lyftir hinum svíðandi, bráðamóttaka sem hefur undan – hvað er þjóðin að gera sem á nægar auðlindir til þess að jafnvel smábörn geti gengið um meðal íbúa heimsins með úttroðna vasa af seðlum? Keppist hún við að stoppa sig af? Var nokkur að tala um varnarstefnu – mesta bannorð íslenskra stjórnmála fyrr og síðar – sem útvistuðu málaflokknum til Dana fram að lýðveldisstofnun og til NATO fljótlega eftir það. Á sama tíma og hernaður – bæði í raunheimum (t.d. eyðilegging stafrænna innviða) og félagslegur, svo sem áróður og innræting, er að mestu kominn á netið, raunar sem hernaður upp á líf og dauða – og er okkur ekki lengur óviðkomandi, við erum ekki lengur varin af fjarlægð frá heiminum. Hér veður rússneskur áróður uppi á báðum jöðrum stjórnmálanna og rússnesku veiturnar eru ekki lokaðar eins og í flestum evrópuríkjum. Er nema von að hluta þjóðarinnar sé illa við Vestur-Evrópu? Við höfum ekki eitt einasta gervihnattarsamband sem getur tekið við ef togari slítur ljósleiðara til landsins af slysni (minnug örlaga vatnsleiðslu Vestmannaeyinga). Samt hangir tölvukerfi Stjórnarráðsins á skýjaþjónustu í Írlandi og Hollandi. Allar helstu stofnanir, fyrirtæki og þjónusta lamast ef slíkt slys verður. Er nema von að sérfræðingar ríkisins í tölvuöryggi hafi nýverið barið sér á brjóst í fjölmiðlum og sagt að Ísland sé eitt best varða ríki heimsins – af þeim sjálfum! Kannski urðu einhverjir toginleitir – kannski eru ekki til þeir innviðir sem þarf og hafa aldrei verið, sú stjórnmálalega þekking og þær stofnanir sem þarf til að mynda varnarstefnu? Stjórnmálamenn – í guðana bænum ekki nefna þá í þessu sambandi. Þeir horfa hálflamaðir hver á annan og segjast ekki koma nokkru fram vegna andstöðu annarra og segja okkur að þeirra hlutverk sé málamiðlanir – sem raunar eru nánast kyrrstæðar undir núverandi þjóðstjórn. ----- Því er þetta rifjað upp að kosningakerfið gefur stjórnmálamönnunum tækifæri til að víkja frá miðjumoðinu, endalausum málamiðlunum sem enginn er sáttur við og tilheyrandi fyrirlitningu þjóðarinnar á úrræðaleysi og daufleika stjórnmálanna. Lítum á málið: Enda þótt hugmyndafræðilegur skýrleiki hægrisins og vinstrisins sé ámóta skarpur og augnaráð nytjafiska – þá má greina tvær meginhugmyndir. Annars vegar einkavæðingu og frelsi fjármagns og fólks hjá hægrinu og því fylgjandi þegjandi stuðningur við græðgi og spillingu (við búum við það að smáfyrirtæki á mælikvarða nágrannaríkjanna, svo sem bifreiðaumboð, hagnast um 2-3 milljarða á ári – að ekki sé minnst á aðra og ábatasamari starfsemi – orkuþjóðin borgar) og hins vegar afar ógreinilegar hugmyndir vinstrisins um félagslegar lausnir. Svo ógreinilegar að enginn getur nefnt þær, en á flótta undan stefnumörkun er gjarnan vísað í norræna módelið – módel sem sífelldlega trosnar meira og meira upp úr og byggir í auknum mæli á einkavæðingu. Að vísu erum við þá að tala um þjóðir með góðan siðferðisþroska þar sem græðgi er minna áberandi en við þekkjum. Vinstrið á bara eitt sameiginlegt – sem er að hatast við nýfrjálshyggjuna – og stjórnmálamennirnir til vinstri skrifa reglulega um hana, en dettur ekki í hug að tala um það sem að þeim snýr. Hvaða stefnu ber þeim að móta, hvað eiga þeir að hugsa um? Kannski framtíðina! Almannartyggingakerfið er frá 1946 og að stofni til frá 1936 – og sá sem vill kynna sér hvort þörf sé á endurnýjun og auknum jöfnuði getur rætt við unga eða aldna, kannski öldung sem bíður eftir vist á elli- eða hjúkrunarheimili sem mun taka af honum sjálfstæði í fjármálum og veita honum vasapeninga sem ekki nægja fyrir kandís handa barnabörnunum. ----- Engu að síður, þrátt fyrir stjórnmálin okkar – skal hér skotið að marki. Til að komast frá kyrrstöðu málamiðlananna, stefnuleysinu og tækifærishugmyndunum, en slíkar hugdettur dynja á okkur í hverri viku – þarf að mynda blokkir til hægri og vinstri. Og önnur hvor blokkin þarf að komast til valda þannig að hún geti þróað þjóðfélagið eftir hugmyndum sínum. Af því að framþróun og lausnir eru mikilvægari en á hvaða hugmyndafræðilegum grunni þær eru myndaðar. Þær ættu síðan að sitja að völdum nokkurn vegin til skiptis, stuðningur kjósenda gengur jafnan með tímanum til stjórnarandstöðunnar og þetta á að gerast að sjálfu sér – og gerist hjá þjóðum með virkt lýðræði. Hér er mælt með því að flokkarnir til hægri bjóði fram undir bókstöfunum H, HH og HHH þannig að atkvæðastyrkurinn til hægri skili réttu hlutfalli þingmanna. Af því að samkvæmt kosningakerfinu geta flokkar sem bjóða fram undir sömu bókstöfum – með leyfi hvers annars og eftir ákveðnum reglum – nýtt dauð atkvæði hver hjá öðrum. Sem eitt og sér er mikivægt. Þá kemur slíkt fyrirkomulag í veg fyrir að 5% þröskuldurinn geri jafnvel þúsundir atkvæða áhrifalaus, sem er raunveruleg hætta fyrir lítil framboð – nú bæði til hægri og vinstri. Sama gildir auðvitað um vinstrið, sem gæti boðið fram undir V, VV og VVV. Sitt hvoru megin ættu flokkarnir innbyrðis að koma sér saman um nokkur málefni sem þeir lofa að framkvæma komist þeir til valda. Þannig ætti að vera öruggt að allir þátttakendur í sameiginlegu framboðunum hafi áhrif á stjórnmálin á Alþingi – jafnvel þótt þeir komi ekki manni að. Það myndi líka skýra málin fyrir kjósendum. Ekkert hindrar þetta fyrirkomulag – þótt mikilvægt sé að laga kosningalögin fyrir næstu kosningar, einkum að fjölga jöfnunarþingsætum og jafna vægi atkvæða milli kjördæma (hægrið ætti að vera ánægt með það þar sem stuðningur þess er mestur í SV-kjördæmi þar sem vægið er minnst) – nema smámennska, heimóttarskapur og útnárahugsunarháttur. Munum að kóróna bjálfaskapar íslenskra stjórnmálamanna var þegar flokksbrotin til vinstri eftir Jóhönnu-stjórnina gerðu yfir 10 þús. atkvæði dauð. Svipað hefur endurtekið sig aftur og aftur á vinstri vængnum – þannig að ábyrgðin á nýfrjálshyggjunni hvílir ekki síður á heimóttarskap vinstri leiðtoganna en hjá hægrinu. Ætlar hægrið nú að fara sömu leið og svíkja þannig pólitískan vilja kjósendanna sinna? Óhjákvæmilegt er að nefna að slík breyting og hér er talað um útheimtir hæfa stjórnmálaforingja. Sem auðvitað er leitun að í litlu samfélagi. En þeir þurfa að líta upp úr eigin graut, vilja breyta þjóðfélaginu, sjá eitthvað eftir sig og hafa víðsýni og yfirburði til að leiða. Með vaxandi fjölda stjórnmálaflokka og uppbrotinu sem virðist vera að gerast til hægri og hefur lengst af verið til vinstri (svo virðist sem tveir vinstri flokkar muni berjast við 5% þröskuldinn í næstu kosningum), verður sífellt mikilvægara að flokkar með svipaða framtíðarsýn myndi blokkir. Vissulega þurfa þeir þá að hafa raunhæfa framtíðarsýn. Ef þjóðfélagið á ekki að stöðvast í smáflokkakrytum. Það er nú einu sinni hlutverk stjórnmálanna að – já, hvað var það nú aftur – að veita forystu. ----- Við erum ekki að tala um – til að það valdi engum misskilningi – að vinstrið stefni að kyrrstöðu af ótta við framfarir að hætti Vg, af ótta við bifreiðaumferð, af ótta við húsnæðisbyggingar, hvort tveggja að hætti Samfylkingarinnar, eða af ótta við orkuöflun, sem liggur í báðum flokkunum, eða heykist á mótun stefnu í félags- og heilbrigðismálum. Ekki heldur að hægrið leiti aftur á 19. öldina og í kyrrstöðuna – til þjóðfrelsishugmyndanna, til bændaþjóðfélagsins, drauma um að stjórnarskráin – sem raunar er svo fyrirlitin að ekki er einu sinni haldið upp á 150 ára afmæli hennar sem er í ár, já, kemur öllum á óvart – eða að loka þjóðfélaginu fyrir alþjóðasamfélaginu eins og fyrir norðanáttinni – meðan auðlegð og farsælar viðmiðanir eru sóttar til alþjóðlegrar samvinnu. Nei, hér er talað um framfarirnar, um framþróun þjóðfélagsins á tímum þegar hraði þróunarinnar á sér enga samlíkingu í mannkynssögunni – hér er talað um að stjórnmálin líti upp úr kofunum sínum og mæti þörfum fólksins og þrói stefnu í öllum höfuðmálum. Viljum við húsnæði – sem eru mannréttindi samkvæmt alþjóðasamningum – viljum við komast leiðar okkar, viljum við aukinn jöfnuð, aukna orku og meiri útflutning, viljum við varnarstefnu eða stefnu í auðlindamálum? Var ég nokkuð búinn að nefna félags- og heilbrigðismál. Já, ég hef komið á bráðamóttökuna – meginníðstöng íslenskra stjórnmála. Vera má að rödd úr grasrótinni sé ekki bara ómerkileg heldur líka ómarktæk – ekkert jafnast á við málamiðlanir stjórnmálanna, sem reyndar eru kyrrar núna – vegna óeiningar innan ríkisstjórnarinnar – þær eru kyrrar eins og sjálft lognið, ekkert gerist. En stjórnmálamenn voru ekki kosnir til að ylja sér í Kjarvalsstofunni í haustkyrrðinni. Í fræðigreinum er talað um að þeir eigi að vera leiðtogar. Og þeir eiga að gera það sem þarf til að ná árangri. Höfundur er stjórnsýslufræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Mest lesið Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun V. Sköpunarsaga þjóðsögu –Guðmundarmálið skyndilega skellt á borð Hafþór S. Ciesielski Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Hvað með að sameinast um stefnu sem næði árangri? Annars vegar hægrið og hins vegar vinstrið. Til að takast á við áskoranir – framþróun þjóðfélagsins á eigin grunnhugmyndum – í stað þess að horfa lamaðir hver á annan og segja kjósendum að meginhlutverk þeirra sé að gera málamiðlanir? Sem hafa þó að mestu stöðvast hjá núverandi þjóðstjórn. Framfarirnar – framfarirnar – þær hræða okkur öll að einhverju leyti og ekki síst stjórnmálamennina. Svo langt gengur þetta að á Alþingi eru þingmenn sem vilja einangra Ísland og þeir hafa góðan stuðning íhalds- og eldra fólks sem þarf stöðugt að læra á nýjar tæknilausnir – og nýr stjórnmálaflokkur var stofnaður í dag til að koma okkur stjórnskipulega aftur á 19. öldina. Þó fæst drjúgur hluti af kaupmætti okkar með frjálsum milliríkjaviðskiptum og hingaðkomu nýs vinnuafls; einmitt því að taka þátt í samfélagi þjóðanna. Hver vill ekki að við verðum fátæk aftur og skríðum inn í skelina okkar? Og breiðum vel yfir. Þarf að nefna þá sem segja að við höfum næga orku – og ef það er afsannað – segja að við verðum að láta af neyslunni, sýna nægjusemi, eða að öðrum kosti að banna útflutning orku til ákveðinna verkefna. Sami tónninn, hugsunin liggur samhliða hinni fyrrnefndu eins og dalirnir fyrir norðan. Að við verðum að bakka frá framförunum. Á sama tíma vitum við að næsta kynslóð mun búa við endalausa orku kjarnasamruna sem er ógerningur að vita til hvers verður notuð – að græn orka í dag er millibilsástand sem við vissulega megum ekki fórna öllu fyrir – kjarnasamruna sem á eftir að hella vel upp á okkur í mesta orkufylliríi hins viti borna manns, sennilega síðan sólin hóf kjarnasamruna sinn. Viljum við aukna orka eða búa við nægjusemi frumstæðra lifnaðarhátta – hvar á þetta fólk heima? Og stjórnmálamennirnir okkar dansa á sömu rósunum. Höldum kyrrstöðu, verum eins og Sigurður Ingi í innviðaráðuneytinu – meðan allir innviðir voru sprungnir þá horfði hann á Róm brenna og tók í nefið. „Þetta er allt að koma“ segir hann – hvað í andskotanum er að koma hjá álíka framfarasinnuðum stjórnmálamönnum og voru hér um miðja 19. öld? Ekki nokkur skapaður hlutur! Húsnæði á höfuðborgarsvæðinu? Vegakerfi sem mætir samgönguþörf okkar á suð-vesturhorninu? Lífvænleg kjör ungra og gamalla? Vextir sem leyfa okkur að halda lífinu áfram (sem gera kleift að byggja húsnæði)? Orka sem gefur aukin útflutningsverðmæti og aukinn kaupmátt, félagsmálakerfi og jöfnuður sem lyftir hinum svíðandi, bráðamóttaka sem hefur undan – hvað er þjóðin að gera sem á nægar auðlindir til þess að jafnvel smábörn geti gengið um meðal íbúa heimsins með úttroðna vasa af seðlum? Keppist hún við að stoppa sig af? Var nokkur að tala um varnarstefnu – mesta bannorð íslenskra stjórnmála fyrr og síðar – sem útvistuðu málaflokknum til Dana fram að lýðveldisstofnun og til NATO fljótlega eftir það. Á sama tíma og hernaður – bæði í raunheimum (t.d. eyðilegging stafrænna innviða) og félagslegur, svo sem áróður og innræting, er að mestu kominn á netið, raunar sem hernaður upp á líf og dauða – og er okkur ekki lengur óviðkomandi, við erum ekki lengur varin af fjarlægð frá heiminum. Hér veður rússneskur áróður uppi á báðum jöðrum stjórnmálanna og rússnesku veiturnar eru ekki lokaðar eins og í flestum evrópuríkjum. Er nema von að hluta þjóðarinnar sé illa við Vestur-Evrópu? Við höfum ekki eitt einasta gervihnattarsamband sem getur tekið við ef togari slítur ljósleiðara til landsins af slysni (minnug örlaga vatnsleiðslu Vestmannaeyinga). Samt hangir tölvukerfi Stjórnarráðsins á skýjaþjónustu í Írlandi og Hollandi. Allar helstu stofnanir, fyrirtæki og þjónusta lamast ef slíkt slys verður. Er nema von að sérfræðingar ríkisins í tölvuöryggi hafi nýverið barið sér á brjóst í fjölmiðlum og sagt að Ísland sé eitt best varða ríki heimsins – af þeim sjálfum! Kannski urðu einhverjir toginleitir – kannski eru ekki til þeir innviðir sem þarf og hafa aldrei verið, sú stjórnmálalega þekking og þær stofnanir sem þarf til að mynda varnarstefnu? Stjórnmálamenn – í guðana bænum ekki nefna þá í þessu sambandi. Þeir horfa hálflamaðir hver á annan og segjast ekki koma nokkru fram vegna andstöðu annarra og segja okkur að þeirra hlutverk sé málamiðlanir – sem raunar eru nánast kyrrstæðar undir núverandi þjóðstjórn. ----- Því er þetta rifjað upp að kosningakerfið gefur stjórnmálamönnunum tækifæri til að víkja frá miðjumoðinu, endalausum málamiðlunum sem enginn er sáttur við og tilheyrandi fyrirlitningu þjóðarinnar á úrræðaleysi og daufleika stjórnmálanna. Lítum á málið: Enda þótt hugmyndafræðilegur skýrleiki hægrisins og vinstrisins sé ámóta skarpur og augnaráð nytjafiska – þá má greina tvær meginhugmyndir. Annars vegar einkavæðingu og frelsi fjármagns og fólks hjá hægrinu og því fylgjandi þegjandi stuðningur við græðgi og spillingu (við búum við það að smáfyrirtæki á mælikvarða nágrannaríkjanna, svo sem bifreiðaumboð, hagnast um 2-3 milljarða á ári – að ekki sé minnst á aðra og ábatasamari starfsemi – orkuþjóðin borgar) og hins vegar afar ógreinilegar hugmyndir vinstrisins um félagslegar lausnir. Svo ógreinilegar að enginn getur nefnt þær, en á flótta undan stefnumörkun er gjarnan vísað í norræna módelið – módel sem sífelldlega trosnar meira og meira upp úr og byggir í auknum mæli á einkavæðingu. Að vísu erum við þá að tala um þjóðir með góðan siðferðisþroska þar sem græðgi er minna áberandi en við þekkjum. Vinstrið á bara eitt sameiginlegt – sem er að hatast við nýfrjálshyggjuna – og stjórnmálamennirnir til vinstri skrifa reglulega um hana, en dettur ekki í hug að tala um það sem að þeim snýr. Hvaða stefnu ber þeim að móta, hvað eiga þeir að hugsa um? Kannski framtíðina! Almannartyggingakerfið er frá 1946 og að stofni til frá 1936 – og sá sem vill kynna sér hvort þörf sé á endurnýjun og auknum jöfnuði getur rætt við unga eða aldna, kannski öldung sem bíður eftir vist á elli- eða hjúkrunarheimili sem mun taka af honum sjálfstæði í fjármálum og veita honum vasapeninga sem ekki nægja fyrir kandís handa barnabörnunum. ----- Engu að síður, þrátt fyrir stjórnmálin okkar – skal hér skotið að marki. Til að komast frá kyrrstöðu málamiðlananna, stefnuleysinu og tækifærishugmyndunum, en slíkar hugdettur dynja á okkur í hverri viku – þarf að mynda blokkir til hægri og vinstri. Og önnur hvor blokkin þarf að komast til valda þannig að hún geti þróað þjóðfélagið eftir hugmyndum sínum. Af því að framþróun og lausnir eru mikilvægari en á hvaða hugmyndafræðilegum grunni þær eru myndaðar. Þær ættu síðan að sitja að völdum nokkurn vegin til skiptis, stuðningur kjósenda gengur jafnan með tímanum til stjórnarandstöðunnar og þetta á að gerast að sjálfu sér – og gerist hjá þjóðum með virkt lýðræði. Hér er mælt með því að flokkarnir til hægri bjóði fram undir bókstöfunum H, HH og HHH þannig að atkvæðastyrkurinn til hægri skili réttu hlutfalli þingmanna. Af því að samkvæmt kosningakerfinu geta flokkar sem bjóða fram undir sömu bókstöfum – með leyfi hvers annars og eftir ákveðnum reglum – nýtt dauð atkvæði hver hjá öðrum. Sem eitt og sér er mikivægt. Þá kemur slíkt fyrirkomulag í veg fyrir að 5% þröskuldurinn geri jafnvel þúsundir atkvæða áhrifalaus, sem er raunveruleg hætta fyrir lítil framboð – nú bæði til hægri og vinstri. Sama gildir auðvitað um vinstrið, sem gæti boðið fram undir V, VV og VVV. Sitt hvoru megin ættu flokkarnir innbyrðis að koma sér saman um nokkur málefni sem þeir lofa að framkvæma komist þeir til valda. Þannig ætti að vera öruggt að allir þátttakendur í sameiginlegu framboðunum hafi áhrif á stjórnmálin á Alþingi – jafnvel þótt þeir komi ekki manni að. Það myndi líka skýra málin fyrir kjósendum. Ekkert hindrar þetta fyrirkomulag – þótt mikilvægt sé að laga kosningalögin fyrir næstu kosningar, einkum að fjölga jöfnunarþingsætum og jafna vægi atkvæða milli kjördæma (hægrið ætti að vera ánægt með það þar sem stuðningur þess er mestur í SV-kjördæmi þar sem vægið er minnst) – nema smámennska, heimóttarskapur og útnárahugsunarháttur. Munum að kóróna bjálfaskapar íslenskra stjórnmálamanna var þegar flokksbrotin til vinstri eftir Jóhönnu-stjórnina gerðu yfir 10 þús. atkvæði dauð. Svipað hefur endurtekið sig aftur og aftur á vinstri vængnum – þannig að ábyrgðin á nýfrjálshyggjunni hvílir ekki síður á heimóttarskap vinstri leiðtoganna en hjá hægrinu. Ætlar hægrið nú að fara sömu leið og svíkja þannig pólitískan vilja kjósendanna sinna? Óhjákvæmilegt er að nefna að slík breyting og hér er talað um útheimtir hæfa stjórnmálaforingja. Sem auðvitað er leitun að í litlu samfélagi. En þeir þurfa að líta upp úr eigin graut, vilja breyta þjóðfélaginu, sjá eitthvað eftir sig og hafa víðsýni og yfirburði til að leiða. Með vaxandi fjölda stjórnmálaflokka og uppbrotinu sem virðist vera að gerast til hægri og hefur lengst af verið til vinstri (svo virðist sem tveir vinstri flokkar muni berjast við 5% þröskuldinn í næstu kosningum), verður sífellt mikilvægara að flokkar með svipaða framtíðarsýn myndi blokkir. Vissulega þurfa þeir þá að hafa raunhæfa framtíðarsýn. Ef þjóðfélagið á ekki að stöðvast í smáflokkakrytum. Það er nú einu sinni hlutverk stjórnmálanna að – já, hvað var það nú aftur – að veita forystu. ----- Við erum ekki að tala um – til að það valdi engum misskilningi – að vinstrið stefni að kyrrstöðu af ótta við framfarir að hætti Vg, af ótta við bifreiðaumferð, af ótta við húsnæðisbyggingar, hvort tveggja að hætti Samfylkingarinnar, eða af ótta við orkuöflun, sem liggur í báðum flokkunum, eða heykist á mótun stefnu í félags- og heilbrigðismálum. Ekki heldur að hægrið leiti aftur á 19. öldina og í kyrrstöðuna – til þjóðfrelsishugmyndanna, til bændaþjóðfélagsins, drauma um að stjórnarskráin – sem raunar er svo fyrirlitin að ekki er einu sinni haldið upp á 150 ára afmæli hennar sem er í ár, já, kemur öllum á óvart – eða að loka þjóðfélaginu fyrir alþjóðasamfélaginu eins og fyrir norðanáttinni – meðan auðlegð og farsælar viðmiðanir eru sóttar til alþjóðlegrar samvinnu. Nei, hér er talað um framfarirnar, um framþróun þjóðfélagsins á tímum þegar hraði þróunarinnar á sér enga samlíkingu í mannkynssögunni – hér er talað um að stjórnmálin líti upp úr kofunum sínum og mæti þörfum fólksins og þrói stefnu í öllum höfuðmálum. Viljum við húsnæði – sem eru mannréttindi samkvæmt alþjóðasamningum – viljum við komast leiðar okkar, viljum við aukinn jöfnuð, aukna orku og meiri útflutning, viljum við varnarstefnu eða stefnu í auðlindamálum? Var ég nokkuð búinn að nefna félags- og heilbrigðismál. Já, ég hef komið á bráðamóttökuna – meginníðstöng íslenskra stjórnmála. Vera má að rödd úr grasrótinni sé ekki bara ómerkileg heldur líka ómarktæk – ekkert jafnast á við málamiðlanir stjórnmálanna, sem reyndar eru kyrrar núna – vegna óeiningar innan ríkisstjórnarinnar – þær eru kyrrar eins og sjálft lognið, ekkert gerist. En stjórnmálamenn voru ekki kosnir til að ylja sér í Kjarvalsstofunni í haustkyrrðinni. Í fræðigreinum er talað um að þeir eigi að vera leiðtogar. Og þeir eiga að gera það sem þarf til að ná árangri. Höfundur er stjórnsýslufræðingur
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun