„Viðbjóðsleg“ frammistaða sem lætur stjóra missa starfið Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2024 22:02 Það var þungt yfir Erik ten Hag eftir tapið gegn Tottenham í dag. Getty/Carl Recine Erik ten Hag virðist kominn á endastöð með Manchester United og aðeins tímaspursmál hvenær félagið lætur hann fara, eftir frammistöðu liðsins í 3-0 tapinu gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Þetta er að minnsta kosti mat sparkspekinga á Englandi sem spöruðu ekki stóru orðin í lýsingum sínum á United-liðinu, sem lenti undir strax á þriðju mínútu í dag og átti litla möguleika eftir að fyrirliðinn Bruno Fernandes var rekinn af velli í lok fyrri hálfleiks. „Viðbjóðslegt“ og „til skammar“ sagði Gary Neville, fyrrverandi leikmaður United, um liðið í umræðum á Sky Sports. Félagi hans þar, Jamie Redknapp, tók undir að liðið hefði orðið sér til skammar og sagði það „komið alveg á botninn.“ Chris Sutton bætti því við á BBC að „svona frammistöður láta stjóra missa starfið“. Stuðningsmenn Tottenham voru líka duglegir við að kyrja „þú verður rekinn á morgun!“ á Old Trafford í dag. Stór ákvörðun í vikunni? United er aðeins með sjö stig í ensku deildinni eftir sex leiki, sem er jöfnun á lægstu stigasöfnun liðsins í sögu úrvalsdeildarinnar. Aðeins einu sinni hefur liðið skorað færri mörk (liðið hefur skorað fimm og fengið á sig átta), en það var tímabilið 2007-08. United er nú í 12. sæti og er þegar átta stigum á eftir toppliði Liverpool. Dagar Eriks ten Hag á Old Trafford gætu mögulega verið taldir, að mati sparkspekinga á Englandi.Getty/Martin Rickett „Ég held að þeir [forráðamenn United] þurfi að taka stóra ákvörðun í þessari viku. Ég held að tími hans [Ten Hag] gæti verið á þrotum,“ sagði Robbie Savage á BBC. „Þetta er ein versta frammistaða sem ég hef séð undir stjórn Ten Hag, og þá er nú mikið sagt. Þetta var virkilega slæmt,“ sagði Neville. „Ekkert að hugsa um hvort ég verði rekinn“ Sjálfur vildi hinn hollenski Ten Hag ekki gera of mikið úr tapinu í dag, og var sannfærður um að rauða spjaldið á Bruno Fernandes væri rangur dómur. „Það kemur alltaf nýr dagur og við lærum af þessu. Leikmenn mínir eru með sterka skapgerð og við komum sterkari til baka. Við verðum að læra af þessu hratt,“ sagði Ten Hag. Spurður út í sína stöðu vildi hann meina að stefnan væri skýr varðandi það að hann yrði áfram stjóri United. „Ég er ekkert að hugsa um hvort ég verði rekinn. Við tókum öll þá ákvörðun að halda áfram saman. Eigendurnir, starfsfólkið, leikmenn og ég sjálfur. Við ákváðum það eftir gagngera skoðun á því sem við höfum gert. Við vissum að þetta tæki tíma. Við erum öll á sömu blaðsíðu,“ sagði Ten Hag. Enski boltinn Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Sjá meira
Þetta er að minnsta kosti mat sparkspekinga á Englandi sem spöruðu ekki stóru orðin í lýsingum sínum á United-liðinu, sem lenti undir strax á þriðju mínútu í dag og átti litla möguleika eftir að fyrirliðinn Bruno Fernandes var rekinn af velli í lok fyrri hálfleiks. „Viðbjóðslegt“ og „til skammar“ sagði Gary Neville, fyrrverandi leikmaður United, um liðið í umræðum á Sky Sports. Félagi hans þar, Jamie Redknapp, tók undir að liðið hefði orðið sér til skammar og sagði það „komið alveg á botninn.“ Chris Sutton bætti því við á BBC að „svona frammistöður láta stjóra missa starfið“. Stuðningsmenn Tottenham voru líka duglegir við að kyrja „þú verður rekinn á morgun!“ á Old Trafford í dag. Stór ákvörðun í vikunni? United er aðeins með sjö stig í ensku deildinni eftir sex leiki, sem er jöfnun á lægstu stigasöfnun liðsins í sögu úrvalsdeildarinnar. Aðeins einu sinni hefur liðið skorað færri mörk (liðið hefur skorað fimm og fengið á sig átta), en það var tímabilið 2007-08. United er nú í 12. sæti og er þegar átta stigum á eftir toppliði Liverpool. Dagar Eriks ten Hag á Old Trafford gætu mögulega verið taldir, að mati sparkspekinga á Englandi.Getty/Martin Rickett „Ég held að þeir [forráðamenn United] þurfi að taka stóra ákvörðun í þessari viku. Ég held að tími hans [Ten Hag] gæti verið á þrotum,“ sagði Robbie Savage á BBC. „Þetta er ein versta frammistaða sem ég hef séð undir stjórn Ten Hag, og þá er nú mikið sagt. Þetta var virkilega slæmt,“ sagði Neville. „Ekkert að hugsa um hvort ég verði rekinn“ Sjálfur vildi hinn hollenski Ten Hag ekki gera of mikið úr tapinu í dag, og var sannfærður um að rauða spjaldið á Bruno Fernandes væri rangur dómur. „Það kemur alltaf nýr dagur og við lærum af þessu. Leikmenn mínir eru með sterka skapgerð og við komum sterkari til baka. Við verðum að læra af þessu hratt,“ sagði Ten Hag. Spurður út í sína stöðu vildi hann meina að stefnan væri skýr varðandi það að hann yrði áfram stjóri United. „Ég er ekkert að hugsa um hvort ég verði rekinn. Við tókum öll þá ákvörðun að halda áfram saman. Eigendurnir, starfsfólkið, leikmenn og ég sjálfur. Við ákváðum það eftir gagngera skoðun á því sem við höfum gert. Við vissum að þetta tæki tíma. Við erum öll á sömu blaðsíðu,“ sagði Ten Hag.
Enski boltinn Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Sjá meira