Sjáðu mörkin: Hetjan Tarik lyfti Víkingum á toppinn | Sjö mörk KR kaffærðu Fram Aron Guðmundsson skrifar 30. september 2024 11:32 Tarik Ibrahimagic reyndist hetja Víkinga í gær sem unnu sannkallaðan seiglusigur gegn Valsmönnum sem gæti reynst ansi dýrmætur þegar talið verður upp úr pokanum í lok tímabils. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Gærdagurinn í Bestu deild karla í fótbolta var áhugaverður og bauð upp á margar mismunandi sögulínur. Ekki vantaði mörkin í leikina fjóra og þá var dramatíkin allsráðandi í slag Vals og Víkings Reykjavíkur Með 3-2 dramatískum sigri í gær tókst Víkingum að tylla sér aftur á topp Bestu deildarinnar á markatölu. Daninn Tarik Ibrahimagic, sem kom til félagsins frá Vestra fyrr á tímabilinu, tók heldur betur á stóra sínum og skoraði sigurmark Víkinga þegar að langt var liðið á uppbótartíma leiksins. Hans annað mark í leiknum. Víkingar eru sem fyrr segir á toppi Bestu deildarinnar á betra markahlutfalli en Blikar. Valur er í þriðja sæti deildarinnar og ekki öruggir með Evrópusæti þegar að þrjár umferðir eru eftir. KR fór á kostum á Meistaravöllum þegar að þeir tóku á móti KR goðsögninni Rúnari Kristinssyni sem nú er þjálfari Fram. Benóný Breki Andrésson, framherji KR, tók yfir leikinn og skoraði fjögur af sjö mörkum KR í 7-1 sigri. Sigur sem gárungar segja að forði KR frá falli. Á Kerecisvellinum á Ísafirði unnu Vestramenn gífurlega mikilvægan 2-1 endurkomusigur á HK. Leikurinn bauð upp á glæsimörk en með sigrinum lyftir Vestri sér upp úr fallsæti, upp fyrir HK sem eru nú einu stigi á eftir Vestra í 11.sætinu. Ekki þurfti að bíða lengi eftir fyrsta markinu í leik Fylkis og KA í Árbænum í gær. Það kom eftir rúmar þrjátíu sekúndur og var KA manna sem áttu eftir að sigla heim 3-1 sigri. Útlitið er orðið dökkt fyrir Fylkismenn sem sitja límdir við botn Bestu deildarinnar. Stjarnan og ÍA eigast við í lokaleik 2.umferðar í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildarinnar í kvöld. Bæði lið þurfa sigur í Evrópubaráttunni. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst stundarfjórðungi fyrir leikinn klukkan sjö. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Valur KR Fram Vestri HK Fylkir KA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Með 3-2 dramatískum sigri í gær tókst Víkingum að tylla sér aftur á topp Bestu deildarinnar á markatölu. Daninn Tarik Ibrahimagic, sem kom til félagsins frá Vestra fyrr á tímabilinu, tók heldur betur á stóra sínum og skoraði sigurmark Víkinga þegar að langt var liðið á uppbótartíma leiksins. Hans annað mark í leiknum. Víkingar eru sem fyrr segir á toppi Bestu deildarinnar á betra markahlutfalli en Blikar. Valur er í þriðja sæti deildarinnar og ekki öruggir með Evrópusæti þegar að þrjár umferðir eru eftir. KR fór á kostum á Meistaravöllum þegar að þeir tóku á móti KR goðsögninni Rúnari Kristinssyni sem nú er þjálfari Fram. Benóný Breki Andrésson, framherji KR, tók yfir leikinn og skoraði fjögur af sjö mörkum KR í 7-1 sigri. Sigur sem gárungar segja að forði KR frá falli. Á Kerecisvellinum á Ísafirði unnu Vestramenn gífurlega mikilvægan 2-1 endurkomusigur á HK. Leikurinn bauð upp á glæsimörk en með sigrinum lyftir Vestri sér upp úr fallsæti, upp fyrir HK sem eru nú einu stigi á eftir Vestra í 11.sætinu. Ekki þurfti að bíða lengi eftir fyrsta markinu í leik Fylkis og KA í Árbænum í gær. Það kom eftir rúmar þrjátíu sekúndur og var KA manna sem áttu eftir að sigla heim 3-1 sigri. Útlitið er orðið dökkt fyrir Fylkismenn sem sitja límdir við botn Bestu deildarinnar. Stjarnan og ÍA eigast við í lokaleik 2.umferðar í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildarinnar í kvöld. Bæði lið þurfa sigur í Evrópubaráttunni. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst stundarfjórðungi fyrir leikinn klukkan sjö.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Valur KR Fram Vestri HK Fylkir KA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti