Fyrsti sigur hægriöfgaflokks frá seinna stríði Kjartan Kjartansson skrifar 30. september 2024 08:48 Lítill hópur mótmælenda safnaðist saman fyrir utan þinghúsið í Vín í gær. Mótmælendurnir héldu meðal annars á spjöldum sem á stóð „Burt með nasista af þingi“ og „Kickl er nasisti“. AP/Andreea Alexandru Frelsisflokkurinn vann sigur í þingkosningunm í Austurríki í gær og varð fyrsti hægriöfgaflokkurinn til að vinna kosningasigur í landinu frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Óljóst er hvort sigurinn skili flokknum sæti í ríkisstjórn. Bráðabirgðaúrslit benda til þess að Frelsisflokkurinn hafi fengið 29,2 prósent atkvæða gegn 26,5 prósentum Austurríska þjóðarflokks Karls Nehammer kanslara. Samsteypustjórn Nehammer með Græningjum missti þingmeirihluta sinn. Þrátt fyrir kosningasigurinn eru líkurnar á því að draumur Herberts Kickl, leiðtoga Frelsisflokksins, um að verða kanslari rætist litlar. Aðrir flokkar hafa útilokað samstarf við hann vegna öfgahyggju hans. Frelsisflokkurinn ól á andúð á útlendingum í kosningabaráttu sinni. Hann kallaði meðal annars eftir nauðungarflutningum á „óboðnum útlendingum“ úr landi til þess að efla „einsleitni“ þjóðarinnar. Þá vill flokkurinn afnema rétt fólks til þess að sækja um hæli í Austurríki með neyðarlögum. AP-fréttastofan segir að hægriflokkur Nehammer kanslara sé í lykilstöðu til þess að mynda nýja ríkisstjórn. Hann væri eini hugsanlegi samstarfsflokkur Frelsisflokksins í ríkisstjórn en Nehammer hefur útilokað að sitja í stjórn undir forystu Kickl sem hann lýsti sem „öryggisógn“. Kanslarinn hefur þó ekki blásið út af borðinu að vinna með Frelsisflokknum sjálfum. Sitjandi kanslari Austurríkis lýsir Herbert Kickl, leiðtoga Frelsisflokksins, sem öryggisógn.AP/Andreea Alexandru Frelsisflokkurinn hefur lengi verið fyrirferðarmikill í austurrískum stjórnmálum og tekið þátt í samsteypustjórnum. Mesta fylgi sem hann hafði hlotið í kosningunum fyrir gærdaginn voru 26,9 prósent árið 1999. Fylgi flokksins dalaði verulega vegna hneykslismáls Heinz-Christian Strache, þáverandi leiðtoga flokksins og varakanslara, árið 2019. Myndbandupptaka birtist þá af honum það sem hann bauð þeim sem hann taldi rússneskum áhrifamanni greiða. Í þeim anda hefur Frelsisflokkurinn amast mjög við því að Evrópusambandið styrki Úkraínu í vörn landsins gegn innrás Rússa. Seinni heimsstyrjöldin Austurríki Tengdar fréttir Frelsisflokkurinn stærstur í Austurríki Kosið var til þings í Austurríki í dag og benda fyrstu útgönguspár til þess að Frelsisflokkurinn verði stærstur flokka með 29,1 prósent atkvæða. 29. september 2024 16:57 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Bráðabirgðaúrslit benda til þess að Frelsisflokkurinn hafi fengið 29,2 prósent atkvæða gegn 26,5 prósentum Austurríska þjóðarflokks Karls Nehammer kanslara. Samsteypustjórn Nehammer með Græningjum missti þingmeirihluta sinn. Þrátt fyrir kosningasigurinn eru líkurnar á því að draumur Herberts Kickl, leiðtoga Frelsisflokksins, um að verða kanslari rætist litlar. Aðrir flokkar hafa útilokað samstarf við hann vegna öfgahyggju hans. Frelsisflokkurinn ól á andúð á útlendingum í kosningabaráttu sinni. Hann kallaði meðal annars eftir nauðungarflutningum á „óboðnum útlendingum“ úr landi til þess að efla „einsleitni“ þjóðarinnar. Þá vill flokkurinn afnema rétt fólks til þess að sækja um hæli í Austurríki með neyðarlögum. AP-fréttastofan segir að hægriflokkur Nehammer kanslara sé í lykilstöðu til þess að mynda nýja ríkisstjórn. Hann væri eini hugsanlegi samstarfsflokkur Frelsisflokksins í ríkisstjórn en Nehammer hefur útilokað að sitja í stjórn undir forystu Kickl sem hann lýsti sem „öryggisógn“. Kanslarinn hefur þó ekki blásið út af borðinu að vinna með Frelsisflokknum sjálfum. Sitjandi kanslari Austurríkis lýsir Herbert Kickl, leiðtoga Frelsisflokksins, sem öryggisógn.AP/Andreea Alexandru Frelsisflokkurinn hefur lengi verið fyrirferðarmikill í austurrískum stjórnmálum og tekið þátt í samsteypustjórnum. Mesta fylgi sem hann hafði hlotið í kosningunum fyrir gærdaginn voru 26,9 prósent árið 1999. Fylgi flokksins dalaði verulega vegna hneykslismáls Heinz-Christian Strache, þáverandi leiðtoga flokksins og varakanslara, árið 2019. Myndbandupptaka birtist þá af honum það sem hann bauð þeim sem hann taldi rússneskum áhrifamanni greiða. Í þeim anda hefur Frelsisflokkurinn amast mjög við því að Evrópusambandið styrki Úkraínu í vörn landsins gegn innrás Rússa.
Seinni heimsstyrjöldin Austurríki Tengdar fréttir Frelsisflokkurinn stærstur í Austurríki Kosið var til þings í Austurríki í dag og benda fyrstu útgönguspár til þess að Frelsisflokkurinn verði stærstur flokka með 29,1 prósent atkvæða. 29. september 2024 16:57 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Frelsisflokkurinn stærstur í Austurríki Kosið var til þings í Austurríki í dag og benda fyrstu útgönguspár til þess að Frelsisflokkurinn verði stærstur flokka með 29,1 prósent atkvæða. 29. september 2024 16:57