Hamilton opnar sig um þunglyndi og einelti: „Hafði engan til að tala við“ Aron Guðmundsson skrifar 30. september 2024 11:14 Lewis Hamilton hefur verið afar sigursæll í Formúlu 1 en þó allt líti út fyrir að vera frábært og æðislegt úi á við er það ekki alltaf raunin. Vísir/Getty Sjöfaldi Formúlu 1 heimsmeistarinn Lewis Hamilton hefur frá unga aldri glímt við þunglyndi samhliða því að reyna skapa sér nafn og skara fram úr í mótorsportheiminum. Í opinskáu viðtali við The Times talar Hamilton um baráttu sína við þunglyndi og opnar sig um einelti sem hann varð fyrir í skóla. Hamilton er sigursælasti Formúlu 1 ökuþór sögunnar með jafnmarga heimsmeistaratitla og sjálf goðsögnin Michael Schumacher og eftir yfirstandandi tímabil mun hann feta í fótspor Schumacher og ganga til liðs við Ferrari og reyna þar að koma ítalska risanum aftur á sigurbraut. Akstursíþróttaferill Hamilton hefur staðið yfir frá því að hann var sex ára gamall en í dag er Hamilton 39 ára. Snemma á ferlinum gerði þunglyndi vart um sig hjá Bretanum og hefur það teygt sig inn á seinni hluta ferilsins. „Ég held að það stafi út frá pressunni sem fylgir því að vera í þessu sporti en á sama tíma átti ég erfitt uppdráttar í skóla. Varð fyrir einelti. Ég hafði engan til að tala við,“ segir Hamilton í viðtali við Times. Eftir því sem liðið hefur á hefur Hamilton, sem hóf feril sinn í Formúlu 1 árið 2007, náð betri tökum á og unnið með andlega líðan sína. „Maður lærir um hulti sem maður hefur erft frá foreldrum sínum, tekur eftir ákveðnu mynstri í því hvernig maður bregst við ákveðnum hlutum og aðstæðum. Hvernig maður getur tekist á við slíkar aðstæður. Það sem að gæti hafa komið illa við mig hér áður fyrr varðandi fortíðina hefur kannski ekki haft áhrif á mig núna.“ Akstursíþróttir Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Hamilton er sigursælasti Formúlu 1 ökuþór sögunnar með jafnmarga heimsmeistaratitla og sjálf goðsögnin Michael Schumacher og eftir yfirstandandi tímabil mun hann feta í fótspor Schumacher og ganga til liðs við Ferrari og reyna þar að koma ítalska risanum aftur á sigurbraut. Akstursíþróttaferill Hamilton hefur staðið yfir frá því að hann var sex ára gamall en í dag er Hamilton 39 ára. Snemma á ferlinum gerði þunglyndi vart um sig hjá Bretanum og hefur það teygt sig inn á seinni hluta ferilsins. „Ég held að það stafi út frá pressunni sem fylgir því að vera í þessu sporti en á sama tíma átti ég erfitt uppdráttar í skóla. Varð fyrir einelti. Ég hafði engan til að tala við,“ segir Hamilton í viðtali við Times. Eftir því sem liðið hefur á hefur Hamilton, sem hóf feril sinn í Formúlu 1 árið 2007, náð betri tökum á og unnið með andlega líðan sína. „Maður lærir um hulti sem maður hefur erft frá foreldrum sínum, tekur eftir ákveðnu mynstri í því hvernig maður bregst við ákveðnum hlutum og aðstæðum. Hvernig maður getur tekist á við slíkar aðstæður. Það sem að gæti hafa komið illa við mig hér áður fyrr varðandi fortíðina hefur kannski ekki haft áhrif á mig núna.“
Akstursíþróttir Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira