Sport

Nýr at­vinnu­maður í boxi byrjar vel

Sindri Sverrisson skrifar
Emin Kadri Eminsson fer vel af stað sem atvinnumaður.
Emin Kadri Eminsson fer vel af stað sem atvinnumaður.

Emin Kadri Eminsson keppti sinn fyrsta atvinnuhnefaleikabardaga um helgina þar sem hann sigraði Isaías Reyes frá Mexíkó með einróma dómaraúrskurði, 40-36, en bardaginn stóð yfir í fjórar lotur.

Eftir því sem fram kemur í fréttatilkynningu var leikáætlun Emins sú að nota stunguna vel og koma inn mikið af skrokkhöggum. Það gekk upp og vann hann allar fjórur loturnar.

Emin er 21 árs og byrjaði að stunda hnefaleika 10 ára. Hann hefur átt farsælan feril í áhugamannahnefaleikum og er með um 50 bardaga undir beltinu. Hann hefur meðal annars tekið þátt á Heims og Evrópumeistaramóti.

Undirbúningurinn fyrir bardagann við Reyes tók um átta vikur og fór fram hjá Top Rank í Las Vegas en þar æfa margir heimsmeistarar og titilhafar á borð Devin Haney, Keyshawn Davis, Trevor Mccumby, Trevor Mccumby, Curmel Moton og Nico Ali Walsh, barnabarn Muhammad Ali.

Emin stefnir á að fara aftur til Bandaríkjanna á nýju ári og keppa sinn annan atvinnubardaga í byrjun febrúar.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×