Allar hugmyndir um verkfallsaðgerðir á ís Atli Ísleifsson og Telma Tómasson skrifa 2. október 2024 13:51 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Hún segir ágætan skrið í viðræðunum við SFV. Vísir/Einar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að allar hugmyndir um verkfallsaðgerðir Eflingarfólks í kjaradeilu stéttarfélagsins og Samtaka fyrirtækja í velverðarþjónustu séu nú á ís. Samninganefndir Eflingar og SFV sitja nú á fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara, en Sólveig Anna segir ágætan skrið vera í viðræðunum. Þetta staðfestir Sólveig Anna í samtali við fréttastofu en Efling hótaði því um liðna helgi að til verkfalla kæmi á hjúkrunarheimilum ef ekki næðust samningar. „Í dag hefur gengið betur en dagana á undan. Við erum þó ekki komin yfir ána en við teljum að haldi hlutirnir að þróast með þeim hætti sem þeir hafa gert í dag fyrir hádegi þá gætum við verið komin mögulega seinna í dag á ágætan stað,“ segir Sólveig Anna. Þannig að allar hugmyndir um mögulegar verkfallsaðgerðir eru á ís eins og stendur? „Þær eru á ís. Okkar meginkrafa var sú að ef fram kæmu góðar tillögur sem hægt væri að útfæra þar sem mönnunarvandinn á hjúkrunarheimilum væri viðurkenndur og að það ætti að takast á við hann. Við teljum að við séum að fara að sjá slíkar tillögur og þá auðvitað erum við ekki á meðan að undirbúa aðgerðir. Það er alveg skýrt.“ Ánægð að vaxtalækkunarferli sé hafið Aðspurð um ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans í morgun um að lækka stýrivexti um 25 punkta, úr 9,25 prósentum í 9,0, segist hún fagna því. Líkt og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segist Sólveig þó vilja hafa séð skarpari lækkun. Hún segist þó fyrst og fremst fagna því að vaxtalækkunarferlið sé hafið. „Við í samninganefnd Eflingar erum auðvitað mjög ánægð með þessi tíðindi eins og flestir,“ segir Sólveig Anna. Sólveig Anna segir ennfremur að ákvörðunin sé í takti við það sem lagt hafi verið upp með í síðustu kjarasamningum og stéttarfélögin hafi unnið eftir. Seðlabankastjóri sagði í morgun að um varfærið skref væri að ræða og að nú hafi verið ákveðið að leggja á djúpið með von í brjósti. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Hjúkrunarheimili Stéttarfélög Tengdar fréttir Fundi aftur frestað til morguns Fundi samninganefndar Eflingar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) var frestað til morguns. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að lítið hafi gerst í viðræðum hingað til. 1. október 2024 21:28 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Þetta staðfestir Sólveig Anna í samtali við fréttastofu en Efling hótaði því um liðna helgi að til verkfalla kæmi á hjúkrunarheimilum ef ekki næðust samningar. „Í dag hefur gengið betur en dagana á undan. Við erum þó ekki komin yfir ána en við teljum að haldi hlutirnir að þróast með þeim hætti sem þeir hafa gert í dag fyrir hádegi þá gætum við verið komin mögulega seinna í dag á ágætan stað,“ segir Sólveig Anna. Þannig að allar hugmyndir um mögulegar verkfallsaðgerðir eru á ís eins og stendur? „Þær eru á ís. Okkar meginkrafa var sú að ef fram kæmu góðar tillögur sem hægt væri að útfæra þar sem mönnunarvandinn á hjúkrunarheimilum væri viðurkenndur og að það ætti að takast á við hann. Við teljum að við séum að fara að sjá slíkar tillögur og þá auðvitað erum við ekki á meðan að undirbúa aðgerðir. Það er alveg skýrt.“ Ánægð að vaxtalækkunarferli sé hafið Aðspurð um ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans í morgun um að lækka stýrivexti um 25 punkta, úr 9,25 prósentum í 9,0, segist hún fagna því. Líkt og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segist Sólveig þó vilja hafa séð skarpari lækkun. Hún segist þó fyrst og fremst fagna því að vaxtalækkunarferlið sé hafið. „Við í samninganefnd Eflingar erum auðvitað mjög ánægð með þessi tíðindi eins og flestir,“ segir Sólveig Anna. Sólveig Anna segir ennfremur að ákvörðunin sé í takti við það sem lagt hafi verið upp með í síðustu kjarasamningum og stéttarfélögin hafi unnið eftir. Seðlabankastjóri sagði í morgun að um varfærið skref væri að ræða og að nú hafi verið ákveðið að leggja á djúpið með von í brjósti.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Hjúkrunarheimili Stéttarfélög Tengdar fréttir Fundi aftur frestað til morguns Fundi samninganefndar Eflingar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) var frestað til morguns. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að lítið hafi gerst í viðræðum hingað til. 1. október 2024 21:28 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Fundi aftur frestað til morguns Fundi samninganefndar Eflingar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) var frestað til morguns. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að lítið hafi gerst í viðræðum hingað til. 1. október 2024 21:28