Óvinsældir ríkisstjórnarinnar aukast enn frá síðustu mælingu en þá sögðust sextán prósent ánægð með störf hennar. Nú segjast rétt rúm sextíu prósent vera óánægð með ríkisstjórnina og 26 prósent telja frammistöðu hennar í meðallagi.
Fremur lítill munur er á viðhorfi fólks eftir aldri, en ánægjan eykst nokkuð eftir því sem fólk eldist.
Ef litið er til þess hvaða flokk fólk segist ætla að kjósa í næstu kosningum er ánægjan mest hjá kjósendum Sjálfstæðisflokksins, eða um fimmtíu prósent og nokkuð minni hjá kjósendum hinna stjórnarflokkanna, tveggja eða um þrjátíu prósent. Fjórðungur kjósenda Framsóknarflokksins er óánægður með ríkisstjórnina og rúmur fjórðungur kjósenda VG.
Kjósendur Sósíalista eru síðan óánægðastir með ríkisstjórnina og þar á eftir koma píratar, miðflokksmenn, kjósendur Samfylkingarinnar og Flokks fólksins.
Vinsældir stjórnarandstöðunnar almennt eru enn minni en ríkisstjórnarinnar. Aðeins rúm tólf prósent svarenda segjast ánægðir með störf stjórnarandstöðunnar, 40,8 prósent eru óánægð og 47 prósent segja störf hennar í meðallagi.