Stórar breytingar framundan Arnar Freyr Guðmundsson skrifar 2. október 2024 16:02 Í flóknum heimi þar sem tækni spilar lykilhlutverk getur skipt mjög miklu máli að tryggja öryggi alls þess ferlis sem vörur, þjónusta og upplýsingar fara í gegnum, allt frá framleiðslu til afhendingar til neytenda það sem við í daglegu tali köllum birgðakeðju. Það felur í sér að vernda bæði fyrirtæki og birgja þess gegn áhættu líkt og netógnunum, veikleikum í kerfum eða öryggisbrestum hjá þriðja aðila. Dæmi um öryggisbrest í birgjakeðju er CrowdStrike atvikið sem mörg urðu vör við í sumar en atvikið hafði meðal annars áhrif á flugsamgöngur og heilbrigðisþjónustu á heimsvísu. Aðfararnótt 19. júlí sendi CrowdStrike út uppfærslu á veiruvörn sinni, Falcon Sensor, sem olli því að Windows tölvur urðu óstarfhæfar vegna alvarlegs galla í nýjum rekli (e. driver). Uppfærslan var afturkölluð fljótt, en engu að síður urðu 8,5 milljónir tölva fyrir áhrifum og hafði atvikið alvarleg áhrif á fjölbreytta innviði um allan heim. Öryggisstefna skylda Mikilvægi öryggis birgjakeðju er sérstaklega áréttað í Evróputilskipun, sem tekur gildi í aðildarríkjum Evrópusambandsins 18. október 2024, en undirbúningur að innleiðingu hennar í íslensk lög er þegar hafinn. Með tilkomu tilskipunarinnar sem hefur heitið NIS2 verða fyrirtæki sem falla undir nauðsynlega og mikilvæga starfsemi skyldug til að tryggja að birgjar og þjónustuaðilar fylgi ströngum öryggiskröfum og stjórnendur bera ábyrgð á því að svo sé gert. Tilskipunin krefst þess að fyrirtæki hafi öfluga öryggisstefnu fyrir alla birgja. Stjórnendur bera þannig ábyrgð á því að fylgjast með öryggi birgjakeðjunnar og tryggja að allir aðilar uppfylli lágmarkskröfur um netöryggi. Birgjar þurfa að hafa innleitt áhættustýringarferli til að takast á við netógnir. Öryggisvottanir eða úttektir á birgjum skulu vera framkvæmdar reglulega til að tryggja að þeir fylgi ströngum öryggiskröfum. Viðbragðsáætlanir sem tryggja hröð viðbrögð við netárásum eða veikleikum í kerfum birgja skulu vera til staðar. Af þessu má sjá að aukin ábyrgð stjórnenda í öryggismálum er ein af stærstu og mikilvægustu breytingunum sem NIS2 felur í sér. Eins bera þeir ríka ábyrgð á því að meta og fylgjast með öryggisstefnu fyrirtækja og tryggja að birgjar og þjónustuaðilar fylgi settum öryggiskröfum. Þetta krefst þess að stjórnendur: Tryggi fjárhagslegan stuðning og mannafla til að innleiða öryggisstefnu. Fylgist reglulega með árangri og samræmi birgja og þjónustuaðila við öryggiskröfur. Meti áhættu sem fylgir birgjum og sjái til þess að allar áhættur séu teknar með í reikninginn við ákvarðanatöku. Stjórnendur þurfa að tryggja að öryggisstefna fyrirtækisins nái yfir alla birgjakeðjuna og að samningar við birgja taki mið af því að tryggja öryggi. Þetta getur verið í formi vottana, áreiðanleikakannana eða reglulegra úttektarferla til að tryggja að birgjar uppfylli ströngustu kröfur um netöryggi. Öryggi lykilatriði Stórar breytingar eru framundan með tilkomu NIS2, ábyrgð stjórnenda verður meiri og mikilvægt er að innleiða öflugar öryggisráðstafanir til að vernda birgjakeðjuna. Öryggi birgjakeðju er lykilatriði fyrir stöðugum rekstri og netöryggi fyrirtækja. Á þriðjudaginn í næstu viku, 8. október, stendur Fjarskiptastofa fyrir ráðstefnu á Hilton Reykjavík Nordica þar sem áhersla er lögð á aukna ábyrgð stjórnenda og mikilvægi öryggis birgjakeðjunnar í ljósi NIS2. Skráning fer fram hér: https://www.fjarskiptastofa.is/page/f9faad7e-8909-480f-87a1-513b540c3224 Höfundur er fagstjóri netvarna og prófana netöryggis á sviði stafræns öryggis hjá Fjarskiptastofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarskipti Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen Skoðun Við erum rétt að byrja! Jónína Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við erum rétt að byrja! Jónína Guðmundsdóttir skrifar Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson skrifar Skoðun Að vera stjórntækur að mati Viðreisnar Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Skilningsleysi xD og xM á hælisleitendakerfinu Kári Allansson skrifar Skoðun Börn á Íslandi, best í heimi! Sigríður Gísladóttir skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir vindorkuverum Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Börn með ADHD mega bara bíða Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað á ég að gera við barnið mitt þegar það vex úr grasi? Fjóla Hrund Björnsdóttir skrifar Skoðun Af hverju stappa börn niður fótunum? Hans Steinar Bjarnason skrifar Skoðun Afurðastöðvar í samkeppni við sjálfar sig? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Leikskólamálin – eitt stærsta jafnréttismálið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfest í mínum skóla Sigmar Þormar skrifar Skoðun Á réttri leið Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Íslenskt loftslagsflóttafólk og kosningarnar Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á degi barnsins Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið og flokkarnir Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Frelsi eykur fjölbreytni og er hvetjandi fyrir samfélagið Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Fólkið sem Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn treystir ekki Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hvar býr lýðræðið? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Óraunhæf tilboð Jón Hákon Halldórsson skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – skynsamlegt val fyrir framtíðina Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Okkar plan virkar - þetta er allt að koma! Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Dagur mannréttinda barna 20. nóvember Salvör Nordal skrifar Skoðun Tillaga í sjókvíaeldismálum Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Í flóknum heimi þar sem tækni spilar lykilhlutverk getur skipt mjög miklu máli að tryggja öryggi alls þess ferlis sem vörur, þjónusta og upplýsingar fara í gegnum, allt frá framleiðslu til afhendingar til neytenda það sem við í daglegu tali köllum birgðakeðju. Það felur í sér að vernda bæði fyrirtæki og birgja þess gegn áhættu líkt og netógnunum, veikleikum í kerfum eða öryggisbrestum hjá þriðja aðila. Dæmi um öryggisbrest í birgjakeðju er CrowdStrike atvikið sem mörg urðu vör við í sumar en atvikið hafði meðal annars áhrif á flugsamgöngur og heilbrigðisþjónustu á heimsvísu. Aðfararnótt 19. júlí sendi CrowdStrike út uppfærslu á veiruvörn sinni, Falcon Sensor, sem olli því að Windows tölvur urðu óstarfhæfar vegna alvarlegs galla í nýjum rekli (e. driver). Uppfærslan var afturkölluð fljótt, en engu að síður urðu 8,5 milljónir tölva fyrir áhrifum og hafði atvikið alvarleg áhrif á fjölbreytta innviði um allan heim. Öryggisstefna skylda Mikilvægi öryggis birgjakeðju er sérstaklega áréttað í Evróputilskipun, sem tekur gildi í aðildarríkjum Evrópusambandsins 18. október 2024, en undirbúningur að innleiðingu hennar í íslensk lög er þegar hafinn. Með tilkomu tilskipunarinnar sem hefur heitið NIS2 verða fyrirtæki sem falla undir nauðsynlega og mikilvæga starfsemi skyldug til að tryggja að birgjar og þjónustuaðilar fylgi ströngum öryggiskröfum og stjórnendur bera ábyrgð á því að svo sé gert. Tilskipunin krefst þess að fyrirtæki hafi öfluga öryggisstefnu fyrir alla birgja. Stjórnendur bera þannig ábyrgð á því að fylgjast með öryggi birgjakeðjunnar og tryggja að allir aðilar uppfylli lágmarkskröfur um netöryggi. Birgjar þurfa að hafa innleitt áhættustýringarferli til að takast á við netógnir. Öryggisvottanir eða úttektir á birgjum skulu vera framkvæmdar reglulega til að tryggja að þeir fylgi ströngum öryggiskröfum. Viðbragðsáætlanir sem tryggja hröð viðbrögð við netárásum eða veikleikum í kerfum birgja skulu vera til staðar. Af þessu má sjá að aukin ábyrgð stjórnenda í öryggismálum er ein af stærstu og mikilvægustu breytingunum sem NIS2 felur í sér. Eins bera þeir ríka ábyrgð á því að meta og fylgjast með öryggisstefnu fyrirtækja og tryggja að birgjar og þjónustuaðilar fylgi settum öryggiskröfum. Þetta krefst þess að stjórnendur: Tryggi fjárhagslegan stuðning og mannafla til að innleiða öryggisstefnu. Fylgist reglulega með árangri og samræmi birgja og þjónustuaðila við öryggiskröfur. Meti áhættu sem fylgir birgjum og sjái til þess að allar áhættur séu teknar með í reikninginn við ákvarðanatöku. Stjórnendur þurfa að tryggja að öryggisstefna fyrirtækisins nái yfir alla birgjakeðjuna og að samningar við birgja taki mið af því að tryggja öryggi. Þetta getur verið í formi vottana, áreiðanleikakannana eða reglulegra úttektarferla til að tryggja að birgjar uppfylli ströngustu kröfur um netöryggi. Öryggi lykilatriði Stórar breytingar eru framundan með tilkomu NIS2, ábyrgð stjórnenda verður meiri og mikilvægt er að innleiða öflugar öryggisráðstafanir til að vernda birgjakeðjuna. Öryggi birgjakeðju er lykilatriði fyrir stöðugum rekstri og netöryggi fyrirtækja. Á þriðjudaginn í næstu viku, 8. október, stendur Fjarskiptastofa fyrir ráðstefnu á Hilton Reykjavík Nordica þar sem áhersla er lögð á aukna ábyrgð stjórnenda og mikilvægi öryggis birgjakeðjunnar í ljósi NIS2. Skráning fer fram hér: https://www.fjarskiptastofa.is/page/f9faad7e-8909-480f-87a1-513b540c3224 Höfundur er fagstjóri netvarna og prófana netöryggis á sviði stafræns öryggis hjá Fjarskiptastofu.