Tækifæri til að efla Kötlu jarðvang Einar Freyr Elínarson skrifar 3. október 2024 09:03 Í kjölfar þess að samningur var undirritaður við Lilju D. Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, þar sem tryggður er 10 milljóna króna árlegur stuðningur næstu tvö árin, eru tækifæri til að efla og styrkja Kötlu UNESCO Global Geopark. Innan jarðvangsins er einstök náttúra og hann gegnir mikilvægu hlutverki í að draga fram sérstöðu svæðisins með áherslu á náttúruvernd, fræðslu og menningu. Ráðherra tilkynnti um ákvörðun sína fyrir fullum sal á ráðstefnu evrópskra jarðvanga sem haldin er þessa dagana í Reykjanesbæ og hlaut mikið lof viðstaddra og annarra ræðumanna. Nikolaos Zouros, formaður framkvæmdastjórnar alþjóðlegra jarðvanga (GGN) fagnaði þessu mjög í ávarpi sínu og sagði að þetta væri fordæmi sem önnur ríki ættu að líta til. Með auknum stuðningi er jarðvangnum kleift að auka fræðslustarfsemi og rannsóknir á svæðinu, efla innviði fyrir ferðamenn, og búa jarðveg fyrir ný tækifæri til atvinnuuppbyggingar. Jarðvangurinn hefur nú þegar staðið sig afar vel á þessu sviði, og þessi nýi samningur styrkir okkur til að þróa áfram verkefni sem stuðla að sjálfbærri nýtingu og verndun náttúruauðlinda svæðisins. Það er mikilvægt að nýta þennan stuðning til að styrkja tengsl okkar við alþjóðlegt net jarðvanga, og gera Katla UNESCO Global Geopark að miðpunkti fyrir rannsóknir og nýsköpun tengda jarðfræði og náttúruvernd. Með aukinni fræðslu til heimamanna og ferðamanna aukum við meðvitund um mikilvægi náttúruverndar og sjálfbærrar þróunar. Verkefnið sem jarðvangurinn vann í samstarfi við Víkurskóla og hlaut Menntaverðlaun Suðurlands á síðasta ári, er frábært dæmi um það hvernig Katla UNESCO Global Geopark hefur lagt sig fram við að fræða næstu kynslóðir um íslenska náttúru. Með áherslu á jarðfræði og með nýstárlegum kennsluaðferðum, veitir þetta verkefni börnum einstakt tækifæri til að kynnast náttúru svæðisins beint. Slík verkefni eru auðvitað mikilvæg fyrir börn almennt, en sérstaklega fyrir börn innflytjenda sem kunna að búa mörg ekki að sama þekkingarlega bakgrunni heima fyrir um íslenska náttúru. Að fá tækifæri til að læra um íslenska náttúru með þessum hætti eykur skilning þeirra á landinu sem þau búa í og hjálpar þeim að mynda sterkari tengsl við samfélagið. Þetta er mikilvægt skref í að efla menntun og náttúruvitund allra barna, óháð bakgrunni þeirra, og undirstrikar þá mikilvægu fræðslu- og samfélagslegu þætti sem jarðvangurinn stendur fyrir. Ef vel er haldið á málum þá eru mikil tækifæri í eflingu Kötlu UNESCO Global Geopark. Áhrifin sem hann getur haft til góðs þegar kemur að fræðslu, rannsóknarstarfi og ferðaþjónustu geta verið heilmikil. Það er því mikið fagnaðarefni að hið opinbera, sveitarfélögin og nú ríkið líka, skuli með stuðningi sínum gera okkur kleift að grípa þessi tækifæri. Höfundur er sveitarstjóri Mýrdalshrepps og stjórnarmaður í Kötlu UNESCO Global Geopark. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Freyr Elínarson Mýrdalshreppur Mest lesið Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Halldór 02.11.24 Halldór Baldursson Halldór Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir Skoðun Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen Skoðun Unglingavandamálið Jón Gnarr Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Kæri frambjóðandi! Stefanía Björg Jónsdóttir Skoðun Stöndugur efnahagur og sterk velferð – undirstaða hvors annars Alma D. Möller Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gjafakynfrumur- dýrmæt gjöf María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Menntamál eru efnahagsmál: Tími fyrir nýja nálgun Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Og segja mér hver fær að vera fyrirmynd? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kæri frambjóðandi! Stefanía Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Unglingavandamálið Jón Gnarr skrifar Skoðun Stöndugur efnahagur og sterk velferð – undirstaða hvors annars Alma D. Möller skrifar Skoðun Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen skrifar Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í kjölfar þess að samningur var undirritaður við Lilju D. Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, þar sem tryggður er 10 milljóna króna árlegur stuðningur næstu tvö árin, eru tækifæri til að efla og styrkja Kötlu UNESCO Global Geopark. Innan jarðvangsins er einstök náttúra og hann gegnir mikilvægu hlutverki í að draga fram sérstöðu svæðisins með áherslu á náttúruvernd, fræðslu og menningu. Ráðherra tilkynnti um ákvörðun sína fyrir fullum sal á ráðstefnu evrópskra jarðvanga sem haldin er þessa dagana í Reykjanesbæ og hlaut mikið lof viðstaddra og annarra ræðumanna. Nikolaos Zouros, formaður framkvæmdastjórnar alþjóðlegra jarðvanga (GGN) fagnaði þessu mjög í ávarpi sínu og sagði að þetta væri fordæmi sem önnur ríki ættu að líta til. Með auknum stuðningi er jarðvangnum kleift að auka fræðslustarfsemi og rannsóknir á svæðinu, efla innviði fyrir ferðamenn, og búa jarðveg fyrir ný tækifæri til atvinnuuppbyggingar. Jarðvangurinn hefur nú þegar staðið sig afar vel á þessu sviði, og þessi nýi samningur styrkir okkur til að þróa áfram verkefni sem stuðla að sjálfbærri nýtingu og verndun náttúruauðlinda svæðisins. Það er mikilvægt að nýta þennan stuðning til að styrkja tengsl okkar við alþjóðlegt net jarðvanga, og gera Katla UNESCO Global Geopark að miðpunkti fyrir rannsóknir og nýsköpun tengda jarðfræði og náttúruvernd. Með aukinni fræðslu til heimamanna og ferðamanna aukum við meðvitund um mikilvægi náttúruverndar og sjálfbærrar þróunar. Verkefnið sem jarðvangurinn vann í samstarfi við Víkurskóla og hlaut Menntaverðlaun Suðurlands á síðasta ári, er frábært dæmi um það hvernig Katla UNESCO Global Geopark hefur lagt sig fram við að fræða næstu kynslóðir um íslenska náttúru. Með áherslu á jarðfræði og með nýstárlegum kennsluaðferðum, veitir þetta verkefni börnum einstakt tækifæri til að kynnast náttúru svæðisins beint. Slík verkefni eru auðvitað mikilvæg fyrir börn almennt, en sérstaklega fyrir börn innflytjenda sem kunna að búa mörg ekki að sama þekkingarlega bakgrunni heima fyrir um íslenska náttúru. Að fá tækifæri til að læra um íslenska náttúru með þessum hætti eykur skilning þeirra á landinu sem þau búa í og hjálpar þeim að mynda sterkari tengsl við samfélagið. Þetta er mikilvægt skref í að efla menntun og náttúruvitund allra barna, óháð bakgrunni þeirra, og undirstrikar þá mikilvægu fræðslu- og samfélagslegu þætti sem jarðvangurinn stendur fyrir. Ef vel er haldið á málum þá eru mikil tækifæri í eflingu Kötlu UNESCO Global Geopark. Áhrifin sem hann getur haft til góðs þegar kemur að fræðslu, rannsóknarstarfi og ferðaþjónustu geta verið heilmikil. Það er því mikið fagnaðarefni að hið opinbera, sveitarfélögin og nú ríkið líka, skuli með stuðningi sínum gera okkur kleift að grípa þessi tækifæri. Höfundur er sveitarstjóri Mýrdalshrepps og stjórnarmaður í Kötlu UNESCO Global Geopark.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar