Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. október 2024 10:22 Alec Baldwin þegar málinu var vísað frá. EPA-EFE/RAMSAY DE GIVE / POOL Kvikmyndin Rust með Alec Baldwin í aðalhlutverki verður brátt frumsýnd á kvikmyndahátíð í Póllandi. Myndin er þegar þekkt um allan heim þar sem kvikmyndatökustjóri myndarinnar Halyna Hutchins lést á setti árið 2021 þegar skot hljóp úr byssu leikarans. Í umfjöllun Deadline kemur fram að myndin verði sýnd á kvikmyndahátíðinni Camerimage sem fram fer 16. til 23. nóvember. Fram kemur í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar að minningu Hutchins verði þannig heiðruð en hún hafði sjálf lagt það til við leikstjórann Joel Souza að myndin yrði frumsýnd á viðkomandi hátíð. Réttarhöldum vegna andláts Hutchens lauk í sumar. Þar var máli á hendur Baldwin vísað frá en hann hafði verið sakaður um manndráp af gáleysi. Hann hefur ávallt haldið því fram að skotið hafi óvænt hlaupið úr byssunni en að hann hafi ekki tekið í gikkinn. Í ljós kom að Hannah Gutierrez-Reed, sem sinnti eftirliti með vopnunum á kvikmyndasettinu hafði ruglast á gerviskotfærum og raunverulegum skotum. Hún hlaut átján mánaða fangelsisdóm fyrir sinn þátt í dauðsfallinu. Minningu Hutchins verði haldið á lofti Fram kemur í umfjöllun Deadline að skipuleggjendur hátíðarinnar muni leggja sig fram um að heiðra minningu Hutchins við frumsýningu myndarinnar. Haldnar verði pallborðsumræður með leikstjóra myndarinnar Joel Souza, yfirmanni myndatöku Biöncu Cline og læriföður Hutchins Stephen Lighthill. Enn fremur segir í umfjölluninni að þar verði andlát Hutchins rætt og hvernig framleiðendur myndarinnar báru sig að þegar tökum var haldið áfram á myndinni. Þá verður hlutverk kvenna við kvikmyndatöku sérstaklega rætt þar sem Hutchins annaðist kvikmyndatökustjórn í myndinni auk öryggis á setti. Ekki er ljóst hvort Alec Baldwin muni mæta á frumsýninguna. Myndin er vestri og hverfist um þrettán ára gamlan strák sem þarf að sjá um litla bróður sinn eftir að foreldrar þeirra deyja og gerist á 19. öld í Wyoming í Bandaríkjunum. Hann fer á ferðalag með afa sínum sem hann hafði aldrei kynnst áður eftir að hann fær dauðadóm fyrir að hafa myrt bónda fyrir slysni. Bíó og sjónvarp Byssuskot Alecs Baldwin Pólland Tengdar fréttir Tökur hefjast að nýju eftir samkomulag við fjölskylduna Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa komist að samkomulagi við dánarbú kvikmyndatökukonunnar Halynu Hutchins um að fjölskylda hennar falli frá málsókn vegna dauða hennar. Hluti samkomulagsins felur í sér að framleiðsla kvikmyndarinnar fer aftur af stað. 5. október 2022 14:59 Átján mánaða fangelsi vegna voðaskotsins Vopnavörðurinn Hannah Gutierrez-Reed hefur verið dæmd til átján mánaða fangelsisvistar vegna dauða kvikmyndatökustjórans Halynu Hutchins. Hutchins lést þegar skot hljóp úr byssu Alecs Baldwin við upptökur á kvikmyndinni Rust árið 2021. 15. apríl 2024 18:49 Mest lesið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Í umfjöllun Deadline kemur fram að myndin verði sýnd á kvikmyndahátíðinni Camerimage sem fram fer 16. til 23. nóvember. Fram kemur í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar að minningu Hutchins verði þannig heiðruð en hún hafði sjálf lagt það til við leikstjórann Joel Souza að myndin yrði frumsýnd á viðkomandi hátíð. Réttarhöldum vegna andláts Hutchens lauk í sumar. Þar var máli á hendur Baldwin vísað frá en hann hafði verið sakaður um manndráp af gáleysi. Hann hefur ávallt haldið því fram að skotið hafi óvænt hlaupið úr byssunni en að hann hafi ekki tekið í gikkinn. Í ljós kom að Hannah Gutierrez-Reed, sem sinnti eftirliti með vopnunum á kvikmyndasettinu hafði ruglast á gerviskotfærum og raunverulegum skotum. Hún hlaut átján mánaða fangelsisdóm fyrir sinn þátt í dauðsfallinu. Minningu Hutchins verði haldið á lofti Fram kemur í umfjöllun Deadline að skipuleggjendur hátíðarinnar muni leggja sig fram um að heiðra minningu Hutchins við frumsýningu myndarinnar. Haldnar verði pallborðsumræður með leikstjóra myndarinnar Joel Souza, yfirmanni myndatöku Biöncu Cline og læriföður Hutchins Stephen Lighthill. Enn fremur segir í umfjölluninni að þar verði andlát Hutchins rætt og hvernig framleiðendur myndarinnar báru sig að þegar tökum var haldið áfram á myndinni. Þá verður hlutverk kvenna við kvikmyndatöku sérstaklega rætt þar sem Hutchins annaðist kvikmyndatökustjórn í myndinni auk öryggis á setti. Ekki er ljóst hvort Alec Baldwin muni mæta á frumsýninguna. Myndin er vestri og hverfist um þrettán ára gamlan strák sem þarf að sjá um litla bróður sinn eftir að foreldrar þeirra deyja og gerist á 19. öld í Wyoming í Bandaríkjunum. Hann fer á ferðalag með afa sínum sem hann hafði aldrei kynnst áður eftir að hann fær dauðadóm fyrir að hafa myrt bónda fyrir slysni.
Bíó og sjónvarp Byssuskot Alecs Baldwin Pólland Tengdar fréttir Tökur hefjast að nýju eftir samkomulag við fjölskylduna Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa komist að samkomulagi við dánarbú kvikmyndatökukonunnar Halynu Hutchins um að fjölskylda hennar falli frá málsókn vegna dauða hennar. Hluti samkomulagsins felur í sér að framleiðsla kvikmyndarinnar fer aftur af stað. 5. október 2022 14:59 Átján mánaða fangelsi vegna voðaskotsins Vopnavörðurinn Hannah Gutierrez-Reed hefur verið dæmd til átján mánaða fangelsisvistar vegna dauða kvikmyndatökustjórans Halynu Hutchins. Hutchins lést þegar skot hljóp úr byssu Alecs Baldwin við upptökur á kvikmyndinni Rust árið 2021. 15. apríl 2024 18:49 Mest lesið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Tökur hefjast að nýju eftir samkomulag við fjölskylduna Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa komist að samkomulagi við dánarbú kvikmyndatökukonunnar Halynu Hutchins um að fjölskylda hennar falli frá málsókn vegna dauða hennar. Hluti samkomulagsins felur í sér að framleiðsla kvikmyndarinnar fer aftur af stað. 5. október 2022 14:59
Átján mánaða fangelsi vegna voðaskotsins Vopnavörðurinn Hannah Gutierrez-Reed hefur verið dæmd til átján mánaða fangelsisvistar vegna dauða kvikmyndatökustjórans Halynu Hutchins. Hutchins lést þegar skot hljóp úr byssu Alecs Baldwin við upptökur á kvikmyndinni Rust árið 2021. 15. apríl 2024 18:49