Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. október 2024 15:01 Það er alltaf stuð hjá meðlimum Dr. Gunna. Helena Hansdóttir Aspelund Hljómsveitin Dr. Gunni hefur sent frá sér sína þriðju plötu, plötuna Er ekki bara búið að vera gaman? Að sögn doktorsins sjálfs er um að ræða miðaldrakarlarokk fyrir lengra komna en hann segir sveitina staðráðna í að leggja land undir fót, helst í Grænlandi eða Færeyjum. „Við erum ferlega ánægðir með þetta, eiginlega bara allir að springa úr monti hvað þetta er gott,“ segir tónlistarmaðurinn Gunnar Lárus Hjálmarsson, miklu þekktari sem Dr. Gunni í samtali við Vísi. Nýja platan er tólf laga og kemur sem vinýl-plata og streymi en áður hefur sveitin gefið frá sér plöturnar Nei ókei (2021) og Stóri hvellur (2003). Langar til Grænlands Platan var tekin upp á Stöðvarfirði, Suðureyri og í Reykjavík og sá Árni Hjörvar um upptökur og pródúksjón. Lögin spanna frá léttleikandi poppi yfir í þynslarokk. Ástand heimsins, sífellt stríð og kröfur á meðalplebba um endurvinnslu, ónægur svefn og ótímabær þvaglát eru meðal yrkisefna, enda eru meðlimir sveitarinnar alltof gamlir til að bulla eitthvað um ást, hvað þeir séu ríkir og annan misskilning. „Við höfum aldrei spilað saman úti fyrir landssteinana jafnvel þó okkur dauðlangi til þess. Við þurfum eiginlega að fara að virkja einhver samnorræn sambönd því við ætlum ekki langt,“ segir Dr. Gunni. Hann segir hljómsveitina þrá að spila í Grænlandi og Færeyjum. „En við byrjum þetta að minnsta kosti hérna heima, með hlustunarpartýi í 12 tónum í dag og svo á Akureyri á morgun að ógleymdum útgáfutónleikum á Hrekkjavöku 31. október í Iðnó. Þangað hvetjum við auðvitað alla til þess að mæta í búningum!“ Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Við erum ferlega ánægðir með þetta, eiginlega bara allir að springa úr monti hvað þetta er gott,“ segir tónlistarmaðurinn Gunnar Lárus Hjálmarsson, miklu þekktari sem Dr. Gunni í samtali við Vísi. Nýja platan er tólf laga og kemur sem vinýl-plata og streymi en áður hefur sveitin gefið frá sér plöturnar Nei ókei (2021) og Stóri hvellur (2003). Langar til Grænlands Platan var tekin upp á Stöðvarfirði, Suðureyri og í Reykjavík og sá Árni Hjörvar um upptökur og pródúksjón. Lögin spanna frá léttleikandi poppi yfir í þynslarokk. Ástand heimsins, sífellt stríð og kröfur á meðalplebba um endurvinnslu, ónægur svefn og ótímabær þvaglát eru meðal yrkisefna, enda eru meðlimir sveitarinnar alltof gamlir til að bulla eitthvað um ást, hvað þeir séu ríkir og annan misskilning. „Við höfum aldrei spilað saman úti fyrir landssteinana jafnvel þó okkur dauðlangi til þess. Við þurfum eiginlega að fara að virkja einhver samnorræn sambönd því við ætlum ekki langt,“ segir Dr. Gunni. Hann segir hljómsveitina þrá að spila í Grænlandi og Færeyjum. „En við byrjum þetta að minnsta kosti hérna heima, með hlustunarpartýi í 12 tónum í dag og svo á Akureyri á morgun að ógleymdum útgáfutónleikum á Hrekkjavöku 31. október í Iðnó. Þangað hvetjum við auðvitað alla til þess að mæta í búningum!“
Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira