Er vitlaust gefið í stjórnmálum? Reynir Böðvarsson skrifar 3. október 2024 14:02 Hægri stjórnmálahreyfingar hafa alstaðar jákvæðan aðstöðumun vegna tengsla þeirra við fjármagnseigendur, ekki minnst hvað varðar áhrif á fjölmiðlun. Fjölmiðlar gegna afgerandi lykilhlutverki í að móta skoðanir almennings og hafa þannig líka áhrif á pólitíska skoðunar myndun og þeir sem hafa fjármagn hafa meiri möguleika á að stjórna eða hafa áhrif á þessi valdatæki. Ef benda á einhvern einn einstakan galla í lýðræðisferlinu á vesturlöndum þá er það þetta ójafnvægi á aðgangi að fjármagni þar sem fjármagnsöflin ausa fjármunum í hægri stjórnmálahreyfingar á sama tíma og vinstrið er stöðugt í fjárþröng og verða að treysta á velvilja launafólks sem oftar en ekki eru á lágum launum. Í flestum löndum eiga auðugir einstaklingar og fyrirtæki stóran hlut fjölmiðla, og þeir styðja gjarnan hafa tengsl við hægrisinnaða stjórnmálahreyfingar. Vegna þess að hægri stjórnmál stefna oft í átt að markaðslausnum og verndun fjármagnseigenda, er líklegt að eigendur fjölmiðla hafi hagsmuni af því að styðja hægrisinnaðar hugmyndir. Í Bretlandi til dæmis eru sumir af stærstu dagblöðum og fjölmiðlum í eigu auðugra einstaklinga sem hafa augljós tengsl við hægristefnuna, eins og Rupert Murdoch og hans fjölmiðlaveldi. Í Bandaríkjunum hafa mörg stórfyrirtæki og fjárfestar veitt stóru flokkunum og þá sérstaklega Repúblikanaflokknum verulega fjárhagslega styrki, sem hefur styrkt herferðir þeirra. Fjármagnið gerir hægri flokkum kleift að nýta öflugari auglýsingaherferðir í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Vinstri stjórnmálaflokkar hafa reynt að vinna gegn þessum aðstöðumun með því að nýta samfélagsmiðla og óháða netmiðla til að koma sínum skilaboðum á framfæri. Þessi miðlun er ódýrari og getur náð til stórs hóps, en samt hafa vinstriflokkar yfirleitt miklu minna fjármagn til að reka stórar herferðir. Þegar fjölmiðlar eru í eigu eða undir áhrifum auðugra einstaklinga eða fyrirtækja, hafa þeir haft bein áhrif á það hvernig almenningur skynjar hægri og vinstri stjórnmál. Þetta kemur fram í hlutdrægri fréttaflutningi eða áherslu á ákveðin málefni sem styðja hægrisinnaða hugmyndafræði. Þetta smitar jafnvel útfrá sér yfir á óháða fjölmiðla eins og til dæmis ríkisfjölmiðla þar sem „norminu” er haldi til hægri. Við þekkjum þetta á Íslandi þar sem auðvaldið heldur uppi Morgunblaðinu og Viðskiptablaðinu og RÚV þorir varla að fjalla um efni sem því er ekki að skapi. Það er því alveg ljóst að þetta ójafnvægi hefur áhrif á pólitíska umræðu í þjóðfélaginu og styrkir stöðu hægri flokka á kostnað flokka til vinstri. Ef einhver áhugi er fyrir því að reka alvöru lýðræðisþjóðfélag þá þarf að ná fram breytingum á þessu, ekki bara á Íslandi heldur víðast um veröld. Hægri hugmyndasmiðjur víðs vegar um heiminn, fjármagnaðar af auðmönnum, framleiða efni sem viðheldur þessu ójafnvægi og gerir umbætur í þágu almennings nánast ómögulegar. Leikurinn fer ekki vel því það er vitlaust gefið. Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Hægri stjórnmálahreyfingar hafa alstaðar jákvæðan aðstöðumun vegna tengsla þeirra við fjármagnseigendur, ekki minnst hvað varðar áhrif á fjölmiðlun. Fjölmiðlar gegna afgerandi lykilhlutverki í að móta skoðanir almennings og hafa þannig líka áhrif á pólitíska skoðunar myndun og þeir sem hafa fjármagn hafa meiri möguleika á að stjórna eða hafa áhrif á þessi valdatæki. Ef benda á einhvern einn einstakan galla í lýðræðisferlinu á vesturlöndum þá er það þetta ójafnvægi á aðgangi að fjármagni þar sem fjármagnsöflin ausa fjármunum í hægri stjórnmálahreyfingar á sama tíma og vinstrið er stöðugt í fjárþröng og verða að treysta á velvilja launafólks sem oftar en ekki eru á lágum launum. Í flestum löndum eiga auðugir einstaklingar og fyrirtæki stóran hlut fjölmiðla, og þeir styðja gjarnan hafa tengsl við hægrisinnaða stjórnmálahreyfingar. Vegna þess að hægri stjórnmál stefna oft í átt að markaðslausnum og verndun fjármagnseigenda, er líklegt að eigendur fjölmiðla hafi hagsmuni af því að styðja hægrisinnaðar hugmyndir. Í Bretlandi til dæmis eru sumir af stærstu dagblöðum og fjölmiðlum í eigu auðugra einstaklinga sem hafa augljós tengsl við hægristefnuna, eins og Rupert Murdoch og hans fjölmiðlaveldi. Í Bandaríkjunum hafa mörg stórfyrirtæki og fjárfestar veitt stóru flokkunum og þá sérstaklega Repúblikanaflokknum verulega fjárhagslega styrki, sem hefur styrkt herferðir þeirra. Fjármagnið gerir hægri flokkum kleift að nýta öflugari auglýsingaherferðir í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Vinstri stjórnmálaflokkar hafa reynt að vinna gegn þessum aðstöðumun með því að nýta samfélagsmiðla og óháða netmiðla til að koma sínum skilaboðum á framfæri. Þessi miðlun er ódýrari og getur náð til stórs hóps, en samt hafa vinstriflokkar yfirleitt miklu minna fjármagn til að reka stórar herferðir. Þegar fjölmiðlar eru í eigu eða undir áhrifum auðugra einstaklinga eða fyrirtækja, hafa þeir haft bein áhrif á það hvernig almenningur skynjar hægri og vinstri stjórnmál. Þetta kemur fram í hlutdrægri fréttaflutningi eða áherslu á ákveðin málefni sem styðja hægrisinnaða hugmyndafræði. Þetta smitar jafnvel útfrá sér yfir á óháða fjölmiðla eins og til dæmis ríkisfjölmiðla þar sem „norminu” er haldi til hægri. Við þekkjum þetta á Íslandi þar sem auðvaldið heldur uppi Morgunblaðinu og Viðskiptablaðinu og RÚV þorir varla að fjalla um efni sem því er ekki að skapi. Það er því alveg ljóst að þetta ójafnvægi hefur áhrif á pólitíska umræðu í þjóðfélaginu og styrkir stöðu hægri flokka á kostnað flokka til vinstri. Ef einhver áhugi er fyrir því að reka alvöru lýðræðisþjóðfélag þá þarf að ná fram breytingum á þessu, ekki bara á Íslandi heldur víðast um veröld. Hægri hugmyndasmiðjur víðs vegar um heiminn, fjármagnaðar af auðmönnum, framleiða efni sem viðheldur þessu ójafnvægi og gerir umbætur í þágu almennings nánast ómögulegar. Leikurinn fer ekki vel því það er vitlaust gefið. Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun