Er vitlaust gefið í stjórnmálum? Reynir Böðvarsson skrifar 3. október 2024 14:02 Hægri stjórnmálahreyfingar hafa alstaðar jákvæðan aðstöðumun vegna tengsla þeirra við fjármagnseigendur, ekki minnst hvað varðar áhrif á fjölmiðlun. Fjölmiðlar gegna afgerandi lykilhlutverki í að móta skoðanir almennings og hafa þannig líka áhrif á pólitíska skoðunar myndun og þeir sem hafa fjármagn hafa meiri möguleika á að stjórna eða hafa áhrif á þessi valdatæki. Ef benda á einhvern einn einstakan galla í lýðræðisferlinu á vesturlöndum þá er það þetta ójafnvægi á aðgangi að fjármagni þar sem fjármagnsöflin ausa fjármunum í hægri stjórnmálahreyfingar á sama tíma og vinstrið er stöðugt í fjárþröng og verða að treysta á velvilja launafólks sem oftar en ekki eru á lágum launum. Í flestum löndum eiga auðugir einstaklingar og fyrirtæki stóran hlut fjölmiðla, og þeir styðja gjarnan hafa tengsl við hægrisinnaða stjórnmálahreyfingar. Vegna þess að hægri stjórnmál stefna oft í átt að markaðslausnum og verndun fjármagnseigenda, er líklegt að eigendur fjölmiðla hafi hagsmuni af því að styðja hægrisinnaðar hugmyndir. Í Bretlandi til dæmis eru sumir af stærstu dagblöðum og fjölmiðlum í eigu auðugra einstaklinga sem hafa augljós tengsl við hægristefnuna, eins og Rupert Murdoch og hans fjölmiðlaveldi. Í Bandaríkjunum hafa mörg stórfyrirtæki og fjárfestar veitt stóru flokkunum og þá sérstaklega Repúblikanaflokknum verulega fjárhagslega styrki, sem hefur styrkt herferðir þeirra. Fjármagnið gerir hægri flokkum kleift að nýta öflugari auglýsingaherferðir í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Vinstri stjórnmálaflokkar hafa reynt að vinna gegn þessum aðstöðumun með því að nýta samfélagsmiðla og óháða netmiðla til að koma sínum skilaboðum á framfæri. Þessi miðlun er ódýrari og getur náð til stórs hóps, en samt hafa vinstriflokkar yfirleitt miklu minna fjármagn til að reka stórar herferðir. Þegar fjölmiðlar eru í eigu eða undir áhrifum auðugra einstaklinga eða fyrirtækja, hafa þeir haft bein áhrif á það hvernig almenningur skynjar hægri og vinstri stjórnmál. Þetta kemur fram í hlutdrægri fréttaflutningi eða áherslu á ákveðin málefni sem styðja hægrisinnaða hugmyndafræði. Þetta smitar jafnvel útfrá sér yfir á óháða fjölmiðla eins og til dæmis ríkisfjölmiðla þar sem „norminu” er haldi til hægri. Við þekkjum þetta á Íslandi þar sem auðvaldið heldur uppi Morgunblaðinu og Viðskiptablaðinu og RÚV þorir varla að fjalla um efni sem því er ekki að skapi. Það er því alveg ljóst að þetta ójafnvægi hefur áhrif á pólitíska umræðu í þjóðfélaginu og styrkir stöðu hægri flokka á kostnað flokka til vinstri. Ef einhver áhugi er fyrir því að reka alvöru lýðræðisþjóðfélag þá þarf að ná fram breytingum á þessu, ekki bara á Íslandi heldur víðast um veröld. Hægri hugmyndasmiðjur víðs vegar um heiminn, fjármagnaðar af auðmönnum, framleiða efni sem viðheldur þessu ójafnvægi og gerir umbætur í þágu almennings nánast ómögulegar. Leikurinn fer ekki vel því það er vitlaust gefið. Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Hægri stjórnmálahreyfingar hafa alstaðar jákvæðan aðstöðumun vegna tengsla þeirra við fjármagnseigendur, ekki minnst hvað varðar áhrif á fjölmiðlun. Fjölmiðlar gegna afgerandi lykilhlutverki í að móta skoðanir almennings og hafa þannig líka áhrif á pólitíska skoðunar myndun og þeir sem hafa fjármagn hafa meiri möguleika á að stjórna eða hafa áhrif á þessi valdatæki. Ef benda á einhvern einn einstakan galla í lýðræðisferlinu á vesturlöndum þá er það þetta ójafnvægi á aðgangi að fjármagni þar sem fjármagnsöflin ausa fjármunum í hægri stjórnmálahreyfingar á sama tíma og vinstrið er stöðugt í fjárþröng og verða að treysta á velvilja launafólks sem oftar en ekki eru á lágum launum. Í flestum löndum eiga auðugir einstaklingar og fyrirtæki stóran hlut fjölmiðla, og þeir styðja gjarnan hafa tengsl við hægrisinnaða stjórnmálahreyfingar. Vegna þess að hægri stjórnmál stefna oft í átt að markaðslausnum og verndun fjármagnseigenda, er líklegt að eigendur fjölmiðla hafi hagsmuni af því að styðja hægrisinnaðar hugmyndir. Í Bretlandi til dæmis eru sumir af stærstu dagblöðum og fjölmiðlum í eigu auðugra einstaklinga sem hafa augljós tengsl við hægristefnuna, eins og Rupert Murdoch og hans fjölmiðlaveldi. Í Bandaríkjunum hafa mörg stórfyrirtæki og fjárfestar veitt stóru flokkunum og þá sérstaklega Repúblikanaflokknum verulega fjárhagslega styrki, sem hefur styrkt herferðir þeirra. Fjármagnið gerir hægri flokkum kleift að nýta öflugari auglýsingaherferðir í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Vinstri stjórnmálaflokkar hafa reynt að vinna gegn þessum aðstöðumun með því að nýta samfélagsmiðla og óháða netmiðla til að koma sínum skilaboðum á framfæri. Þessi miðlun er ódýrari og getur náð til stórs hóps, en samt hafa vinstriflokkar yfirleitt miklu minna fjármagn til að reka stórar herferðir. Þegar fjölmiðlar eru í eigu eða undir áhrifum auðugra einstaklinga eða fyrirtækja, hafa þeir haft bein áhrif á það hvernig almenningur skynjar hægri og vinstri stjórnmál. Þetta kemur fram í hlutdrægri fréttaflutningi eða áherslu á ákveðin málefni sem styðja hægrisinnaða hugmyndafræði. Þetta smitar jafnvel útfrá sér yfir á óháða fjölmiðla eins og til dæmis ríkisfjölmiðla þar sem „norminu” er haldi til hægri. Við þekkjum þetta á Íslandi þar sem auðvaldið heldur uppi Morgunblaðinu og Viðskiptablaðinu og RÚV þorir varla að fjalla um efni sem því er ekki að skapi. Það er því alveg ljóst að þetta ójafnvægi hefur áhrif á pólitíska umræðu í þjóðfélaginu og styrkir stöðu hægri flokka á kostnað flokka til vinstri. Ef einhver áhugi er fyrir því að reka alvöru lýðræðisþjóðfélag þá þarf að ná fram breytingum á þessu, ekki bara á Íslandi heldur víðast um veröld. Hægri hugmyndasmiðjur víðs vegar um heiminn, fjármagnaðar af auðmönnum, framleiða efni sem viðheldur þessu ójafnvægi og gerir umbætur í þágu almennings nánast ómögulegar. Leikurinn fer ekki vel því það er vitlaust gefið. Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar