Körfubolti

Finnur Freyr í bann fyrir lætin í Kefla­vík

Valur Páll Eiríksson skrifar
Finnur Freyr Stefánsson verður ekki á hliðarlínunni annað kvöld.
Finnur Freyr Stefánsson verður ekki á hliðarlínunni annað kvöld. Vísir/Bára Dröfn

Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, hefur verið dæmdur í eins leiks bann vegna framkomu hans í leik liðs hans við Keflavík í Meistarakeppni KKÍ síðustu helgi. Hann missir af leik Vals við Stjörnuna annað kvöld.

KKÍ tilkynnti um þessa ákvörðun aga- og úrskurðarnefndar sambandsins í dag. Finni Frey var vísað upp í stúku þegar hann fékk sína aðra tæknivillu snemma leiks.

Í kjölfarið neitaði Finnur Freyr að veita viðtöl, sem og allir leikmenn Vals, eftir leik. Keflavík vann leikinn 98-88.

Samkvæmt því sem fram kom hjá Guðmundi Benediktssyni, sem lýsti leiknum, var ástæðan sú að Finnur var ósáttur við að leikurinn færi fram í Blue-höllinni í Keflavík, en ekki á heimavelli Íslandsmeistaranna eins og venja er.

Finnur hefur nú verið dæmdur í bann fyrir framkomu sína í Reykjanesbæ og verður því ekki á hliðarlínunni þegar Valur hefur leik í Bónus-deildinni annað kvöld. Valsmenn sækja Stjörnuna heim í Garðabæ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×