Í umfjöllun PageSix um málið kemur fram að Del Rey hafi opnað sig um málið á samfélagsmiðlum. Líkt og fram hefur komið er örstutt síðan hjónin giftu sig við árbakka í Louisiana þar sem Dufrene rekur fyrirtæki sitt sem sérhæfir sig í leiðsögn um fljótið og skoðun á krókódílum.
„Því miður eru íbúar í Houma sem hætta ekki að fljúga drónum á gluggana okkar hvern einasta morgun og elta okkur,“ skrifar söngkonan á Instagram. Hún segir klárt að Jeremy sé sá eini rétti, þau séu afskaplega hamingjusöm.
„En ef Sara Michelle Champagne og Kruesch (mjög frægur papparassi frá New Orleans) gætu hætt að skipta um bíla til þess að elta fjölskylduna og hætta að elta okkur um óbyggðir og breyta myndum af giftingarhringnum mínum í perlur, þá veit ég að við myndum upplifa okkur miklu öruggari.“