„Þarft að vera sami leikmaður og á Íslandi og bæta tuttugu prósentum ofan á það“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. október 2024 19:46 Arnar Gunnlaugsson var ánægður með frammistöðu Víkings í fyrri hálfleik. vísir/diego Arnari Gunnlaugssyni, þjálfara Víkings, fannst tapið fyrir Omonia í Sambandsdeild Evrópu vera of stórt. Hann sagði að sínir menn hefðu gert mistök sem þeir gera alla jafna ekki. Þá höfðu meiðsli Tariks Ibrahimagic mikil áhrif á gang mála að mati þjálfarans. Víkingur tapaði 4-0 fyrir Omonia í dag. Öll mörkin komu í seinni hálfleik, eitt í upphafi hans og svo þrjú á síðustu níu mínútunum. „Fyrri hálfleikur var góður. Það var slæmt að missa Tarik. Það var gott flæði í liðinu þegar hann fór út af. Það riðlaðist aðeins. Við fengum einhver færi í fyrri hálfleik en það var fín stjórnun á þessu,“ sagði Arnar. „En þú sérð þetta oft gerast, með íslenska landsliðið og fleiri félagslið. Þegar hitt liðið fer aðeins að herja á okkur í seinni hálfleik eru menn þreyttir og þá missirðu fókus. Þetta voru full ódýr mörk fyrir minn smekk.“ Arnar segir að staðan á Tarik sé eftir aðstæðum ágæt. „Sem betur fer er hann allt í lagi. Ég held að hann hafi dottið út í nokkrar sekúndur en hann er í fínu lagi núna. Við tökum enga áhættu. Hann fer í nánari skoðun og við sjáum til,“ sagði Arnar. Súrt að tapa svona stórt Hann vonast til að Víkingar læri af leiknum í dag. „Þetta eru bara erfiðir leikir. Þú ert að spila við góð lið með góða einstaklinga. Þeir geta breytt um leikkerfi inni í leik. Við aðlöguðumst ekki alveg nægilega vel og gerðum ódýr mistök í varnarleik sem er ólíkt okkur. En vonandi verður góður lærdómur af þessum leik,“ sagði Arnar sem var mjög ánægður með fyrri hálfleikinn. „Við spiluðum virkilega vel í fyrri hálfleik. Við spiluðum okkar leik og keyptum okkur hvíld með því að halda boltanum, leysa pressuna þeirra vel og spila ekkert ósvipað og við spilum heima. En á þessu stigi þarftu að gera það í níutíu mínútur og við erum ekki enn komnir þangað, bara því miður. Það er okkar verkefni. Það var súrt að tapa svona stórt en þetta gefur kannski alveg rétta mynd af leiknum sjálfum.“ Sömu trixin virka ekki eins og heima Víkingar tóku áhættu undir lok leiksins og við það opnuðust flóðgáttirnar. „Við þurftum að ýta liðinu aðeins framar en mörkin voru virkilega ódýr. Þetta var bara einbeitingarleysi og það er meiri kjarnorka í löppunum á þessum leikmönnum en það sem við erum fást við almennt heima á Íslandi. Þegar menn taka sömu trixin og ganga heima virka þau ekki hérna úti. Þú þarft að vera sami leikmaður og þú ert á Íslandi og bæta tuttugu prósent ofan á það,“ sagði Arnar að endingu. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Það var helvíti maður, Jesús kristur“ „Manni líður ekki vel,“ segir Danijel Dejan Djuric, leikmaður Víkings, eftir 4-0 tap liðsins fyrir Omonoia í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í kvöld. 3. október 2024 19:31 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Fleiri fréttir Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Sjá meira
Víkingur tapaði 4-0 fyrir Omonia í dag. Öll mörkin komu í seinni hálfleik, eitt í upphafi hans og svo þrjú á síðustu níu mínútunum. „Fyrri hálfleikur var góður. Það var slæmt að missa Tarik. Það var gott flæði í liðinu þegar hann fór út af. Það riðlaðist aðeins. Við fengum einhver færi í fyrri hálfleik en það var fín stjórnun á þessu,“ sagði Arnar. „En þú sérð þetta oft gerast, með íslenska landsliðið og fleiri félagslið. Þegar hitt liðið fer aðeins að herja á okkur í seinni hálfleik eru menn þreyttir og þá missirðu fókus. Þetta voru full ódýr mörk fyrir minn smekk.“ Arnar segir að staðan á Tarik sé eftir aðstæðum ágæt. „Sem betur fer er hann allt í lagi. Ég held að hann hafi dottið út í nokkrar sekúndur en hann er í fínu lagi núna. Við tökum enga áhættu. Hann fer í nánari skoðun og við sjáum til,“ sagði Arnar. Súrt að tapa svona stórt Hann vonast til að Víkingar læri af leiknum í dag. „Þetta eru bara erfiðir leikir. Þú ert að spila við góð lið með góða einstaklinga. Þeir geta breytt um leikkerfi inni í leik. Við aðlöguðumst ekki alveg nægilega vel og gerðum ódýr mistök í varnarleik sem er ólíkt okkur. En vonandi verður góður lærdómur af þessum leik,“ sagði Arnar sem var mjög ánægður með fyrri hálfleikinn. „Við spiluðum virkilega vel í fyrri hálfleik. Við spiluðum okkar leik og keyptum okkur hvíld með því að halda boltanum, leysa pressuna þeirra vel og spila ekkert ósvipað og við spilum heima. En á þessu stigi þarftu að gera það í níutíu mínútur og við erum ekki enn komnir þangað, bara því miður. Það er okkar verkefni. Það var súrt að tapa svona stórt en þetta gefur kannski alveg rétta mynd af leiknum sjálfum.“ Sömu trixin virka ekki eins og heima Víkingar tóku áhættu undir lok leiksins og við það opnuðust flóðgáttirnar. „Við þurftum að ýta liðinu aðeins framar en mörkin voru virkilega ódýr. Þetta var bara einbeitingarleysi og það er meiri kjarnorka í löppunum á þessum leikmönnum en það sem við erum fást við almennt heima á Íslandi. Þegar menn taka sömu trixin og ganga heima virka þau ekki hérna úti. Þú þarft að vera sami leikmaður og þú ert á Íslandi og bæta tuttugu prósent ofan á það,“ sagði Arnar að endingu.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Það var helvíti maður, Jesús kristur“ „Manni líður ekki vel,“ segir Danijel Dejan Djuric, leikmaður Víkings, eftir 4-0 tap liðsins fyrir Omonoia í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í kvöld. 3. október 2024 19:31 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Fleiri fréttir Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Sjá meira
„Það var helvíti maður, Jesús kristur“ „Manni líður ekki vel,“ segir Danijel Dejan Djuric, leikmaður Víkings, eftir 4-0 tap liðsins fyrir Omonoia í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í kvöld. 3. október 2024 19:31