Þykist vera norskur Ólympíufari á stefnumótaöppum: „Þetta er ógeðslegt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. október 2024 09:03 Nicholas Lia hefur orðið fyrir barðinu á óprúttnum aðila sem þykist vera hann og setur sig í samband við konur á þrítugsaldri á stefnumótaöppum. Óprúttinn aðili hefur þóst vera norski sundkappinn Nicholas Lia á stefnumótaöppum og samfélagsmiðlum undanfarin ár. „Þetta er ógeðslegt. Ég veit að ég á ekki tvífara,“ segir Lia. Undanfarin þrjú ár hefur Lia fengið skilaboð frá konum sem hafa látið hann vita að óprúttni aðilinn noti myndir af honum á stefnumótaöppum. „Fyrst í stað pældi ég ekki mikið í þessu. En síðan heyrði ég að aðilinn vildi hitta fólk og sendi mjög beinskeytt skilaboð,“ sagði Lia við NRK. Samkvæmt NRK hafa allavega sex aðgangar verið stofnaðir síðan 2022 þar sem myndir af Lia hafa verið notaðar. Gerviaðgangarnir eru allir með sama notendanafnið: Trym. Hitti Trym á Tinder NRK ræddi við 25 ára konu, Ry Arkeen Albano, sem ræddi við Trym á síðasta ári eftir að leiðir þeirra lágu saman á Tinder. Konunni fannst þetta nánast vera of gott til að vera satt, að hún væri að tala við sundmanninn, en ræddi við hann um skeið. En svo fóru að renna á hana tvær grímur. Lia keppti í fimmtíu metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í París.getty/Nikola Krstic „Við spjölluðum saman á kvöldin, um alls konar handahófskennda hluti. En hann tók aldrei mynd af öllu andlitinu sínu eða talaði við mig á FaceTime,“ sagði konan sem hitti Trym aldrei en hana hryllir við tilhugsunina hvað hefði gerst ef hún hefði hitt hann. Vildi láta í sér heyra Lia tilkynnti gerviaðgangana til lögreglu á síðasta ári en málið var látið niður falla. Ekki þóttu nægar upplýsingar fyrir hendi. En Lia vonast til að hann geti lagt sín lóð á vogarskálarnar í baráttunni gegn svona svikum á stefnumótaöppum og samfélagsmiðlum. „Ég vildi láta í mér heyra, ef eitthvað alvarlegt skyldi gerast,“ sagði hinn 23 ára Lia. Sund Ólympíuleikar 2024 í París Samfélagsmiðlar Noregur Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Körfubolti Fleiri fréttir Bjarki Már öflugur Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Eygló í þyngri flokki en samt best allra Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Dagskráin í dag: Landsleikjahlénu lýkur Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Evans farinn frá Njarðvík Aldís með níu mörk í naumum sigri Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin Sjá meira
Undanfarin þrjú ár hefur Lia fengið skilaboð frá konum sem hafa látið hann vita að óprúttni aðilinn noti myndir af honum á stefnumótaöppum. „Fyrst í stað pældi ég ekki mikið í þessu. En síðan heyrði ég að aðilinn vildi hitta fólk og sendi mjög beinskeytt skilaboð,“ sagði Lia við NRK. Samkvæmt NRK hafa allavega sex aðgangar verið stofnaðir síðan 2022 þar sem myndir af Lia hafa verið notaðar. Gerviaðgangarnir eru allir með sama notendanafnið: Trym. Hitti Trym á Tinder NRK ræddi við 25 ára konu, Ry Arkeen Albano, sem ræddi við Trym á síðasta ári eftir að leiðir þeirra lágu saman á Tinder. Konunni fannst þetta nánast vera of gott til að vera satt, að hún væri að tala við sundmanninn, en ræddi við hann um skeið. En svo fóru að renna á hana tvær grímur. Lia keppti í fimmtíu metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í París.getty/Nikola Krstic „Við spjölluðum saman á kvöldin, um alls konar handahófskennda hluti. En hann tók aldrei mynd af öllu andlitinu sínu eða talaði við mig á FaceTime,“ sagði konan sem hitti Trym aldrei en hana hryllir við tilhugsunina hvað hefði gerst ef hún hefði hitt hann. Vildi láta í sér heyra Lia tilkynnti gerviaðgangana til lögreglu á síðasta ári en málið var látið niður falla. Ekki þóttu nægar upplýsingar fyrir hendi. En Lia vonast til að hann geti lagt sín lóð á vogarskálarnar í baráttunni gegn svona svikum á stefnumótaöppum og samfélagsmiðlum. „Ég vildi láta í mér heyra, ef eitthvað alvarlegt skyldi gerast,“ sagði hinn 23 ára Lia.
Sund Ólympíuleikar 2024 í París Samfélagsmiðlar Noregur Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Körfubolti Fleiri fréttir Bjarki Már öflugur Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Eygló í þyngri flokki en samt best allra Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Dagskráin í dag: Landsleikjahlénu lýkur Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Evans farinn frá Njarðvík Aldís með níu mörk í naumum sigri Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin Sjá meira