Níu ára stúlka sem féll niður loftræstistokk á rétt á skaðabótum Jón Þór Stefánsson skrifar 4. október 2024 11:00 Atvikið sem málið varðar átti sér stað í Þverholti í Mosfellsbæ árið 2015 Vísir/Vilhelm Barnung stúlka féll niður loftræstistokk við Þverholt í Mosfellsbæ árið 2015 og hlaut skaða af. Landsréttur staðfesti í gær dóm héraðsdóms um að eigandi fasteignarinnar þar sem slysið átti sér stað bæri skaðabótaábyrgð á slysinu. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að stúlkan, sem var þá níu ára gömul, hafi verið að leika sér með frænku sinni við Þverholt 2, þar sem er rekin verslunar- og þjónustumiðstöð. Skopparabolti sem þær hafi verið að leika sér með hafi dottið niður í loftræstiop með járngrind ofan á. Þegar stúlkan steig ofan á grindina til að huga að boltanum gaf grindin sig og stúlkan féll tvo metra niður loftræstiopið. Fyrir vikið hlaut hún innkýlt höfuðkúpubrot og þurfti að gangast undir aðgerð á Landspítalanum. Fram kemur í dómnum að hún hafi fundið fyrir afleiðingum slyssins síðan, en hún hefur verið metin með tólf prósent varanlega örorku. Frágangurinn hafi skaðað hættu Árið 2022, sjö árum síðar, höfðaði stúlkan mál á hendur eiganda fasteignarinnar Reitum – verslun ehf., og til vara á hendur húsfélaginu í Þverholti 2. Dómsmálið varðaði að miklu leyti hvort Reitir eða húsfélagið bæri skaðabótaábyrgð, en í héraði var viðurkennd skaðabótaskylda Reita, en húsfélagið sýknað. Reitir áfrýjuðu til Landsréttar. Í niðurstöðukafla Landsréttar kemur fram að í máli sínu hafi stúlkan vísað til laga sem varða varnir við slys á lóð. Þar segir: „Öll op eða gryfjur, á eða við lóðir bygginga, sem eru aðgengilegar og fólk kemst að og getur hugsanlega fallið niður um skulu lokuð með handriði, grindum eða þar til gerðum lokum. Sama á við um alla stoðveggi við mishæðir og annars staðar þar sem fallhætta er á lóð. Þessar hindranir skulu festar tryggilega svo barn geti ekki fjarlægt þær og hafa nægan styrk til að þola fyrirhugað álag.“ Dómurinn féll í Landsrétti.Vísir/Vilhelm Í dómi Landsréttar segir að það sé ljóst af atvikum másins að áður en stúlkan steig á stálgreindina hafi boltafesting, sem átti að halda henni í falsi yfir loftræstiopinu, gefið sig. Grindin hefði færst þannig að hún gæti gefið eftir þegar stigið væri á hana. Frágangur hafi því verið í ósamræmi við ofangreint lagaákvæði. Í húsnæðinu væri rekin ýmis konar þjónustustarfsemi sem laði til sín fólk. Frágangurinn hafi skapað hættu, einkum fyrir börn sem áttu leið um lóðina, en opið var skammt frá aðalinngangi Þverholts. „Hættan sem stafaði af ófullnægjandi frágangi við loftræstiopið var því veruleg,“ segir í dómnum. Útilokað að frænkurnar hafi fært grindina Þar segir jafnframt að það sé útilokað að stúlkan og frænka hennar hafi fært grindina. Þá væri önnur tilgáta sem hafi komið upp við rekstur málsins afar ósennileg, en hún gekk út á að sama dag og slysið varð hefðu skemmdarverk verið unnin á grindinni sem eigendum hefði ekki verið kunnugt um. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að rekja mætti slysið til saknæmrar vanrækslu húsráðenda fasteignarinnar við viðhald á grindinni. Þá bæru Reitir ábyrgð á því vegna þess að þeir væru eigandi séreigna í fasteigninni. Landsréttur staðfesti því dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að viðurkenna skaðabótaksyldu Reita vegna slyssins. Dómsmál Mosfellsbær Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að stúlkan, sem var þá níu ára gömul, hafi verið að leika sér með frænku sinni við Þverholt 2, þar sem er rekin verslunar- og þjónustumiðstöð. Skopparabolti sem þær hafi verið að leika sér með hafi dottið niður í loftræstiop með járngrind ofan á. Þegar stúlkan steig ofan á grindina til að huga að boltanum gaf grindin sig og stúlkan féll tvo metra niður loftræstiopið. Fyrir vikið hlaut hún innkýlt höfuðkúpubrot og þurfti að gangast undir aðgerð á Landspítalanum. Fram kemur í dómnum að hún hafi fundið fyrir afleiðingum slyssins síðan, en hún hefur verið metin með tólf prósent varanlega örorku. Frágangurinn hafi skaðað hættu Árið 2022, sjö árum síðar, höfðaði stúlkan mál á hendur eiganda fasteignarinnar Reitum – verslun ehf., og til vara á hendur húsfélaginu í Þverholti 2. Dómsmálið varðaði að miklu leyti hvort Reitir eða húsfélagið bæri skaðabótaábyrgð, en í héraði var viðurkennd skaðabótaskylda Reita, en húsfélagið sýknað. Reitir áfrýjuðu til Landsréttar. Í niðurstöðukafla Landsréttar kemur fram að í máli sínu hafi stúlkan vísað til laga sem varða varnir við slys á lóð. Þar segir: „Öll op eða gryfjur, á eða við lóðir bygginga, sem eru aðgengilegar og fólk kemst að og getur hugsanlega fallið niður um skulu lokuð með handriði, grindum eða þar til gerðum lokum. Sama á við um alla stoðveggi við mishæðir og annars staðar þar sem fallhætta er á lóð. Þessar hindranir skulu festar tryggilega svo barn geti ekki fjarlægt þær og hafa nægan styrk til að þola fyrirhugað álag.“ Dómurinn féll í Landsrétti.Vísir/Vilhelm Í dómi Landsréttar segir að það sé ljóst af atvikum másins að áður en stúlkan steig á stálgreindina hafi boltafesting, sem átti að halda henni í falsi yfir loftræstiopinu, gefið sig. Grindin hefði færst þannig að hún gæti gefið eftir þegar stigið væri á hana. Frágangur hafi því verið í ósamræmi við ofangreint lagaákvæði. Í húsnæðinu væri rekin ýmis konar þjónustustarfsemi sem laði til sín fólk. Frágangurinn hafi skapað hættu, einkum fyrir börn sem áttu leið um lóðina, en opið var skammt frá aðalinngangi Þverholts. „Hættan sem stafaði af ófullnægjandi frágangi við loftræstiopið var því veruleg,“ segir í dómnum. Útilokað að frænkurnar hafi fært grindina Þar segir jafnframt að það sé útilokað að stúlkan og frænka hennar hafi fært grindina. Þá væri önnur tilgáta sem hafi komið upp við rekstur málsins afar ósennileg, en hún gekk út á að sama dag og slysið varð hefðu skemmdarverk verið unnin á grindinni sem eigendum hefði ekki verið kunnugt um. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að rekja mætti slysið til saknæmrar vanrækslu húsráðenda fasteignarinnar við viðhald á grindinni. Þá bæru Reitir ábyrgð á því vegna þess að þeir væru eigandi séreigna í fasteigninni. Landsréttur staðfesti því dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að viðurkenna skaðabótaksyldu Reita vegna slyssins.
Dómsmál Mosfellsbær Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira