Níu ára stúlka sem féll niður loftræstistokk á rétt á skaðabótum Jón Þór Stefánsson skrifar 4. október 2024 11:00 Atvikið sem málið varðar átti sér stað í Þverholti í Mosfellsbæ árið 2015 Vísir/Vilhelm Barnung stúlka féll niður loftræstistokk við Þverholt í Mosfellsbæ árið 2015 og hlaut skaða af. Landsréttur staðfesti í gær dóm héraðsdóms um að eigandi fasteignarinnar þar sem slysið átti sér stað bæri skaðabótaábyrgð á slysinu. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að stúlkan, sem var þá níu ára gömul, hafi verið að leika sér með frænku sinni við Þverholt 2, þar sem er rekin verslunar- og þjónustumiðstöð. Skopparabolti sem þær hafi verið að leika sér með hafi dottið niður í loftræstiop með járngrind ofan á. Þegar stúlkan steig ofan á grindina til að huga að boltanum gaf grindin sig og stúlkan féll tvo metra niður loftræstiopið. Fyrir vikið hlaut hún innkýlt höfuðkúpubrot og þurfti að gangast undir aðgerð á Landspítalanum. Fram kemur í dómnum að hún hafi fundið fyrir afleiðingum slyssins síðan, en hún hefur verið metin með tólf prósent varanlega örorku. Frágangurinn hafi skaðað hættu Árið 2022, sjö árum síðar, höfðaði stúlkan mál á hendur eiganda fasteignarinnar Reitum – verslun ehf., og til vara á hendur húsfélaginu í Þverholti 2. Dómsmálið varðaði að miklu leyti hvort Reitir eða húsfélagið bæri skaðabótaábyrgð, en í héraði var viðurkennd skaðabótaskylda Reita, en húsfélagið sýknað. Reitir áfrýjuðu til Landsréttar. Í niðurstöðukafla Landsréttar kemur fram að í máli sínu hafi stúlkan vísað til laga sem varða varnir við slys á lóð. Þar segir: „Öll op eða gryfjur, á eða við lóðir bygginga, sem eru aðgengilegar og fólk kemst að og getur hugsanlega fallið niður um skulu lokuð með handriði, grindum eða þar til gerðum lokum. Sama á við um alla stoðveggi við mishæðir og annars staðar þar sem fallhætta er á lóð. Þessar hindranir skulu festar tryggilega svo barn geti ekki fjarlægt þær og hafa nægan styrk til að þola fyrirhugað álag.“ Dómurinn féll í Landsrétti.Vísir/Vilhelm Í dómi Landsréttar segir að það sé ljóst af atvikum másins að áður en stúlkan steig á stálgreindina hafi boltafesting, sem átti að halda henni í falsi yfir loftræstiopinu, gefið sig. Grindin hefði færst þannig að hún gæti gefið eftir þegar stigið væri á hana. Frágangur hafi því verið í ósamræmi við ofangreint lagaákvæði. Í húsnæðinu væri rekin ýmis konar þjónustustarfsemi sem laði til sín fólk. Frágangurinn hafi skapað hættu, einkum fyrir börn sem áttu leið um lóðina, en opið var skammt frá aðalinngangi Þverholts. „Hættan sem stafaði af ófullnægjandi frágangi við loftræstiopið var því veruleg,“ segir í dómnum. Útilokað að frænkurnar hafi fært grindina Þar segir jafnframt að það sé útilokað að stúlkan og frænka hennar hafi fært grindina. Þá væri önnur tilgáta sem hafi komið upp við rekstur málsins afar ósennileg, en hún gekk út á að sama dag og slysið varð hefðu skemmdarverk verið unnin á grindinni sem eigendum hefði ekki verið kunnugt um. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að rekja mætti slysið til saknæmrar vanrækslu húsráðenda fasteignarinnar við viðhald á grindinni. Þá bæru Reitir ábyrgð á því vegna þess að þeir væru eigandi séreigna í fasteigninni. Landsréttur staðfesti því dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að viðurkenna skaðabótaksyldu Reita vegna slyssins. Dómsmál Mosfellsbær Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að stúlkan, sem var þá níu ára gömul, hafi verið að leika sér með frænku sinni við Þverholt 2, þar sem er rekin verslunar- og þjónustumiðstöð. Skopparabolti sem þær hafi verið að leika sér með hafi dottið niður í loftræstiop með járngrind ofan á. Þegar stúlkan steig ofan á grindina til að huga að boltanum gaf grindin sig og stúlkan féll tvo metra niður loftræstiopið. Fyrir vikið hlaut hún innkýlt höfuðkúpubrot og þurfti að gangast undir aðgerð á Landspítalanum. Fram kemur í dómnum að hún hafi fundið fyrir afleiðingum slyssins síðan, en hún hefur verið metin með tólf prósent varanlega örorku. Frágangurinn hafi skaðað hættu Árið 2022, sjö árum síðar, höfðaði stúlkan mál á hendur eiganda fasteignarinnar Reitum – verslun ehf., og til vara á hendur húsfélaginu í Þverholti 2. Dómsmálið varðaði að miklu leyti hvort Reitir eða húsfélagið bæri skaðabótaábyrgð, en í héraði var viðurkennd skaðabótaskylda Reita, en húsfélagið sýknað. Reitir áfrýjuðu til Landsréttar. Í niðurstöðukafla Landsréttar kemur fram að í máli sínu hafi stúlkan vísað til laga sem varða varnir við slys á lóð. Þar segir: „Öll op eða gryfjur, á eða við lóðir bygginga, sem eru aðgengilegar og fólk kemst að og getur hugsanlega fallið niður um skulu lokuð með handriði, grindum eða þar til gerðum lokum. Sama á við um alla stoðveggi við mishæðir og annars staðar þar sem fallhætta er á lóð. Þessar hindranir skulu festar tryggilega svo barn geti ekki fjarlægt þær og hafa nægan styrk til að þola fyrirhugað álag.“ Dómurinn féll í Landsrétti.Vísir/Vilhelm Í dómi Landsréttar segir að það sé ljóst af atvikum másins að áður en stúlkan steig á stálgreindina hafi boltafesting, sem átti að halda henni í falsi yfir loftræstiopinu, gefið sig. Grindin hefði færst þannig að hún gæti gefið eftir þegar stigið væri á hana. Frágangur hafi því verið í ósamræmi við ofangreint lagaákvæði. Í húsnæðinu væri rekin ýmis konar þjónustustarfsemi sem laði til sín fólk. Frágangurinn hafi skapað hættu, einkum fyrir börn sem áttu leið um lóðina, en opið var skammt frá aðalinngangi Þverholts. „Hættan sem stafaði af ófullnægjandi frágangi við loftræstiopið var því veruleg,“ segir í dómnum. Útilokað að frænkurnar hafi fært grindina Þar segir jafnframt að það sé útilokað að stúlkan og frænka hennar hafi fært grindina. Þá væri önnur tilgáta sem hafi komið upp við rekstur málsins afar ósennileg, en hún gekk út á að sama dag og slysið varð hefðu skemmdarverk verið unnin á grindinni sem eigendum hefði ekki verið kunnugt um. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að rekja mætti slysið til saknæmrar vanrækslu húsráðenda fasteignarinnar við viðhald á grindinni. Þá bæru Reitir ábyrgð á því vegna þess að þeir væru eigandi séreigna í fasteigninni. Landsréttur staðfesti því dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að viðurkenna skaðabótaksyldu Reita vegna slyssins.
Dómsmál Mosfellsbær Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira