Uppgjörið: Grindavík - ÍR 100-81 | Grindavík of stór biti fyrir nýliðana Árni Jóhannsson skrifar 4. október 2024 19:32 DeAndre Kane og félagar í Grindavík léku um Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð. vísir/Anton ÍR-ingar höfðu ekki erindi sem erfiði í Smárann í kvöld. Þeir komust yfir í byrjun en misstu Grindvíkinga frá sér ansi fljótt og höfðu ekki orku eða gæðin til að ná þeim aftur. Grindavík gerði það sem þurftu að gera í kvöld og sigldu heim 100-81 sigri og byrja með besta móti í deildinni. ÍR-ingar byrjuðu leikinn ögn betur og leiddu 2-6 þegar tvær mínútur voru liðnar af leiknum en þá vöknuðu heimamenn af værum blundi og komust yfir 10-8 og svo 23-13 þegar um þrjár mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta. ÍR klóraði í bakkann án þess þó að nálgast Grindvíkinga þannig að það væri óþægilegt fyrir þá gulklæddu. Þannig átti saga leiksins eftir að vera. Staðan eftir fyrstu 10 mínúturnar 29-21. Grindvíkingar voru klaufar í öðrum leikhluta að ná ekki að slíta sig almennilega frá andstæðingnum sem var svo klaufi á móti að ná ekki að draga heimamenn almennilega að sér og nýta sér skriðþunga sem myndaðist til þess. Jakob Falco minnkaði muninn niður í 33-28 um miðbik annars leikhluta en en skömmu seinna var munurinn orðinn 44-31 fyrir Grindavík. Skipst var á körfum til loka fyrri hálfleiks sem endaði í stöðunni 49-38. ÍR átti fyrstu fjögur stig seinni hálfleiksins en eftir það þá kláruðu Grindvíkingar leikinn. Þeir hertu sig varnarlega og það gaf þeim tækifæri á að hlaupa á ÍR-ingana og áður en við var litið var staðan orðin 75-54 og lítil von fyrir ÍR að koma til baka. Sem og varð þó að Grindvíkingar hafi hvílt menn langt inn í fjórða leikhlutann. Deandre Kane fór t.a.m. út af þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir af þriðja leikhluta og kom ekkert meira inn á. ÍR náði að koma sér nær með 0-9 sprett en hafði ekki orkuna eða gæðin til að draga heimamenn nær sér. Grindavík fékk þá flottar þriggja stiga körfur til að kremja þann vilja sem eftir var hjá ÍR og leiknum lauk með 19 stiga sigri 100-81. Atvikið Kristófer Breki Gylfason skoraði fyrstu stigin sín þegar ÍR var á sprett í fjórða leikhluta og var það þristur sem endanlega slökkti í baráttuglöðum ÍR-ingum. Stjörnur og skúrkar Devon Thomas var stigahæstur allra á vellinum en hann skoraði 31 stig og átti mjög auðvelt með að komast á körfuna og setja boltann niður. Mikil sprengja í honum og verður fróðlegt að sjá hann meira í vetur. Engir skúrkar svo sem hjá ÍR. Eins og Ísak þjálfari þeirra komst að orði þá er Grindavík bara 19 stigum betra lið í dag en þeir. ÍR átti erfitt með að finna netmöskvana og úr varð þessi munur. Umgjörð og stemmning Stemmningin var góð og umgjörðin frábær eins og við var að búast þegar komið er í Smárann. Báðar fylkingar stuðningsmanna lét vel í sér heyra. Ghetto Hooligans gerðu í því að reyna að egna DeAndre Kane til að sleppa af sér beislinu en í æfingaleik í Glacial mótinu í Þorlákshöfn komust þeir inn fyrir brynjuna hans og úr varð að það þurfti að ná honum úr stúkunni. Þetta nýttu stuðningsmenn ÍR í þessum leik til reyna að koma Kane úr jafnvægi. Það sauð svo upp úr eftir leik þegar, samkvæmt upplýsingum Vísis, Kane reyndi að koma sér út úr húsinu með konu sinni og börnum. Þá lenti honum saman við hóp af stuðningsmönnum ÍR og uppskarst hamagangur við útgang Smárans þannig að fylgja þurfti DeAndre út um annan útgang til að stilla til friðar. Dómarar leiksins fengu veður af þessu og mun málið verða kannað nánar eftir því sem næst verður komist. Dómarar leiksins voru líka meðvitaðir um það hvað hafði gerst í Þorlákshöfn fyrr í haust og fylgdust víst vel með. Dómarar Þeir komust vel frá sínu. Engir stórir dómar svo sem enda leikurinn ekki þannig leikinn. Leikmenn fengu að takast á og auðvitað var kvartað yfir einhverju en ekkert stórkostlegt. Jóhann: Það er betra að vinna en að tapa, það er vísindalega sannað Þjálfari Grindavíkur, Jóhann Ólafsson, fékk svör við einhverjum spurningum frá sínu liði í kvöld en það eru einhverjir leikmenn sem eiga smá í land samkvæmt honum. „Fín frammistaða þannig lagað séð. Við fengum svör við einhverjum spurningum en það er eitthvað sem er óráðið enn þá. Sumir leikmenn eiga eitthvað í land en það er bara eitthvað sem við þurfum að vinna í en ég var svo sem meðvitaður um það. Góður sigur á spræku ÍR liði en við náðum aldrei að slíta okkur frá okkur þangað til í lok þriðja. Fínasta frammistaða og tvö góð stig.“ DeAndre Kane var hvíldur allan fjórða leikhluta og part úr þriðja en var einhver ástæða fyrir því? Kane fór út af þegar munurinn var 14 stig og Grindvíkingar í góðum takti. „Nei, hann var eitthvað taktlaus. Hann spurði hvort það væri hægt að hvíla hann og það var bara vel hægt og það var staðan bara.“ Sér Jóhann sigur í fyrsta leik gefa liðinu eitthvað fyrir framhaldið? „Alltaf gott að byrja á því að taka tvö stig. Það er betra að vinna en að tapa, það er vísindalega sannað. Vonandi bara gott start inn í gott tímabil.“ Bónus-deild karla UMF Grindavík ÍR
ÍR-ingar höfðu ekki erindi sem erfiði í Smárann í kvöld. Þeir komust yfir í byrjun en misstu Grindvíkinga frá sér ansi fljótt og höfðu ekki orku eða gæðin til að ná þeim aftur. Grindavík gerði það sem þurftu að gera í kvöld og sigldu heim 100-81 sigri og byrja með besta móti í deildinni. ÍR-ingar byrjuðu leikinn ögn betur og leiddu 2-6 þegar tvær mínútur voru liðnar af leiknum en þá vöknuðu heimamenn af værum blundi og komust yfir 10-8 og svo 23-13 þegar um þrjár mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta. ÍR klóraði í bakkann án þess þó að nálgast Grindvíkinga þannig að það væri óþægilegt fyrir þá gulklæddu. Þannig átti saga leiksins eftir að vera. Staðan eftir fyrstu 10 mínúturnar 29-21. Grindvíkingar voru klaufar í öðrum leikhluta að ná ekki að slíta sig almennilega frá andstæðingnum sem var svo klaufi á móti að ná ekki að draga heimamenn almennilega að sér og nýta sér skriðþunga sem myndaðist til þess. Jakob Falco minnkaði muninn niður í 33-28 um miðbik annars leikhluta en en skömmu seinna var munurinn orðinn 44-31 fyrir Grindavík. Skipst var á körfum til loka fyrri hálfleiks sem endaði í stöðunni 49-38. ÍR átti fyrstu fjögur stig seinni hálfleiksins en eftir það þá kláruðu Grindvíkingar leikinn. Þeir hertu sig varnarlega og það gaf þeim tækifæri á að hlaupa á ÍR-ingana og áður en við var litið var staðan orðin 75-54 og lítil von fyrir ÍR að koma til baka. Sem og varð þó að Grindvíkingar hafi hvílt menn langt inn í fjórða leikhlutann. Deandre Kane fór t.a.m. út af þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir af þriðja leikhluta og kom ekkert meira inn á. ÍR náði að koma sér nær með 0-9 sprett en hafði ekki orkuna eða gæðin til að draga heimamenn nær sér. Grindavík fékk þá flottar þriggja stiga körfur til að kremja þann vilja sem eftir var hjá ÍR og leiknum lauk með 19 stiga sigri 100-81. Atvikið Kristófer Breki Gylfason skoraði fyrstu stigin sín þegar ÍR var á sprett í fjórða leikhluta og var það þristur sem endanlega slökkti í baráttuglöðum ÍR-ingum. Stjörnur og skúrkar Devon Thomas var stigahæstur allra á vellinum en hann skoraði 31 stig og átti mjög auðvelt með að komast á körfuna og setja boltann niður. Mikil sprengja í honum og verður fróðlegt að sjá hann meira í vetur. Engir skúrkar svo sem hjá ÍR. Eins og Ísak þjálfari þeirra komst að orði þá er Grindavík bara 19 stigum betra lið í dag en þeir. ÍR átti erfitt með að finna netmöskvana og úr varð þessi munur. Umgjörð og stemmning Stemmningin var góð og umgjörðin frábær eins og við var að búast þegar komið er í Smárann. Báðar fylkingar stuðningsmanna lét vel í sér heyra. Ghetto Hooligans gerðu í því að reyna að egna DeAndre Kane til að sleppa af sér beislinu en í æfingaleik í Glacial mótinu í Þorlákshöfn komust þeir inn fyrir brynjuna hans og úr varð að það þurfti að ná honum úr stúkunni. Þetta nýttu stuðningsmenn ÍR í þessum leik til reyna að koma Kane úr jafnvægi. Það sauð svo upp úr eftir leik þegar, samkvæmt upplýsingum Vísis, Kane reyndi að koma sér út úr húsinu með konu sinni og börnum. Þá lenti honum saman við hóp af stuðningsmönnum ÍR og uppskarst hamagangur við útgang Smárans þannig að fylgja þurfti DeAndre út um annan útgang til að stilla til friðar. Dómarar leiksins fengu veður af þessu og mun málið verða kannað nánar eftir því sem næst verður komist. Dómarar leiksins voru líka meðvitaðir um það hvað hafði gerst í Þorlákshöfn fyrr í haust og fylgdust víst vel með. Dómarar Þeir komust vel frá sínu. Engir stórir dómar svo sem enda leikurinn ekki þannig leikinn. Leikmenn fengu að takast á og auðvitað var kvartað yfir einhverju en ekkert stórkostlegt. Jóhann: Það er betra að vinna en að tapa, það er vísindalega sannað Þjálfari Grindavíkur, Jóhann Ólafsson, fékk svör við einhverjum spurningum frá sínu liði í kvöld en það eru einhverjir leikmenn sem eiga smá í land samkvæmt honum. „Fín frammistaða þannig lagað séð. Við fengum svör við einhverjum spurningum en það er eitthvað sem er óráðið enn þá. Sumir leikmenn eiga eitthvað í land en það er bara eitthvað sem við þurfum að vinna í en ég var svo sem meðvitaður um það. Góður sigur á spræku ÍR liði en við náðum aldrei að slíta okkur frá okkur þangað til í lok þriðja. Fínasta frammistaða og tvö góð stig.“ DeAndre Kane var hvíldur allan fjórða leikhluta og part úr þriðja en var einhver ástæða fyrir því? Kane fór út af þegar munurinn var 14 stig og Grindvíkingar í góðum takti. „Nei, hann var eitthvað taktlaus. Hann spurði hvort það væri hægt að hvíla hann og það var bara vel hægt og það var staðan bara.“ Sér Jóhann sigur í fyrsta leik gefa liðinu eitthvað fyrir framhaldið? „Alltaf gott að byrja á því að taka tvö stig. Það er betra að vinna en að tapa, það er vísindalega sannað. Vonandi bara gott start inn í gott tímabil.“
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti