Handbolti

Risasigrar hjá Val og Haukum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Thea Imani Sturludóttir skoraði átta mörk gegn Zalgiris Kaunas.
Thea Imani Sturludóttir skoraði átta mörk gegn Zalgiris Kaunas. vísir/anton

Íslandsmeistarar Vals og Haukar eru svo gott sem komnir áfram í 2. umferð EHF-bikars kvenna í handbolta. Liðin unnu bæði stórsigra í dag.

Valur rústaði Zalgiris Kaunas með fjórtán marka mun, 17-31, og Haukar kjöldrógu Eupen með helmingsmun, 16-38. Seinni leikirnir fara fram á morgun.

Thea Imani Sturludóttir skoraði átta mörk fyrir Val í Litáen og Ásthildur Þórhallsdóttir sex. Þórey Anna Ásgeirsdóttir skoraði fimm mörk og Hafdís Renötudóttir varði átta skot í marki Íslandsmeistaranna (33 prósent).

Elín Klara Þorkelsdóttir fór mikinn fyrir Hauka í Belgíu og skoraði ellefu mörk. Ragnheiður Ragnarsdóttir gerði fimm en alls komust tólf leikmenn Hauka á blað í leiknum.

Sara Sif Helgadóttir varði tólf skot (46 prósent) og Elísa Helga Sigurðardóttir þrjú (sextíu prósent).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×