Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. október 2024 20:02 Veitt voru verðlaun í ýmsum flokkum við hátíðlega athöfn á RIFF í dag. Super Happy Forever eftir japanska leikstjórann Kohei Igarashi hlaut Gullna lundann, aðalverðlaun RIFF, við hátíðlega athöfn í dag. Super Happy Together (Eilíf hamingja) keppti við átta myndir í flokknum Vitranir en þar eru myndir eftir leikstjóra sem eru að gera sína fyrstu eða aðra mynd. Myndin var opnunarmynd í Feneyjum nú fyrr í mánuðinum og hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda. Þá fékk myndin A New Kind of Wilderness frá Noregi eftir Silje Evensmo Jacobsen verðlaun í flokknum Önnur framtíð en þar eru myndir sem fjalla um aðkallandi málefni líðandi stundar. Myndin vann einnig World Cinema Grand Jury Prize á Sundance-hátíðinni fyrr á árinu. Metaðsókn í ár Brúðurin eftir Hjördísi Jóhannsdóttur var verðlaunuð sem besta íslenska stuttmyndin í ár, og Nikulás Tumi Hlynsson fékk þar að auki sérstaka viðurkenningu fyrir sína stutmynd, Blái Kallinn. Dómnefnd unga fólksins verðlaunaði sænsku myndina G - 21 Sena frá Gottsunda eftir Loran Batti sem bestu myndina. Lokamynd hátíðarinnar er The Room Next Door (Herbergið við hliðina) eftir Pedró Almodóvar, með Tildu Swinton og Julianne Moore í aðalhlutverkum, og var hún sýnd fyrir fullum sal gesta. Hátíðinni lýkur í tuttugusta og fyrsta sinn annað kvöld í Háskólabíói og gefst gestum kostur á að sjá verðlaunamyndirnar á morgun, sunnudag, síðasta degi hátíðarinnar. Í fréttatilkynningu frá RIFF segir að metaðsókn hafi verið á hátíðina í ár. RIFF Bíó og sjónvarp Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Super Happy Together (Eilíf hamingja) keppti við átta myndir í flokknum Vitranir en þar eru myndir eftir leikstjóra sem eru að gera sína fyrstu eða aðra mynd. Myndin var opnunarmynd í Feneyjum nú fyrr í mánuðinum og hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda. Þá fékk myndin A New Kind of Wilderness frá Noregi eftir Silje Evensmo Jacobsen verðlaun í flokknum Önnur framtíð en þar eru myndir sem fjalla um aðkallandi málefni líðandi stundar. Myndin vann einnig World Cinema Grand Jury Prize á Sundance-hátíðinni fyrr á árinu. Metaðsókn í ár Brúðurin eftir Hjördísi Jóhannsdóttur var verðlaunuð sem besta íslenska stuttmyndin í ár, og Nikulás Tumi Hlynsson fékk þar að auki sérstaka viðurkenningu fyrir sína stutmynd, Blái Kallinn. Dómnefnd unga fólksins verðlaunaði sænsku myndina G - 21 Sena frá Gottsunda eftir Loran Batti sem bestu myndina. Lokamynd hátíðarinnar er The Room Next Door (Herbergið við hliðina) eftir Pedró Almodóvar, með Tildu Swinton og Julianne Moore í aðalhlutverkum, og var hún sýnd fyrir fullum sal gesta. Hátíðinni lýkur í tuttugusta og fyrsta sinn annað kvöld í Háskólabíói og gefst gestum kostur á að sjá verðlaunamyndirnar á morgun, sunnudag, síðasta degi hátíðarinnar. Í fréttatilkynningu frá RIFF segir að metaðsókn hafi verið á hátíðina í ár.
RIFF Bíó og sjónvarp Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein