Lífið

Myndaveisla: Eliza Reid og Ás­dís Spanó létu sig ekki vanta í Núllið

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Eliza Reid, rithöfundur og fyrrverandi forsetafrú, var meðal gesta sem böðuðu sig í verkum.
Eliza Reid, rithöfundur og fyrrverandi forsetafrú, var meðal gesta sem böðuðu sig í verkum.

Ljósmyndasýningin „Upprisa“ sem er unnin af sálfræðingnum Evu Gunnarsdóttur og ljósmyndaranum Richard Shutt opnaði í Núllinu í Bankastræti á föstudag og stendur yfir helgina.

Fjöldi fólks lagði leið sína á opnunina en samkvæmt aðstandendum lýsir sýningin upprisu frá veikindum og hvernig hægt er að takast á við erfiðleika í gegnum hljóð- og myndefni. 

Sýningin var opin á föstudag og í gær en klárast í dag. Hún er opin frá 18 til 22.

Hér fyrir neðan má sjá myndir frá opnuninni á föstudag. Meðal gesta voru skáldkona, fyrrverandi forsetafrú 

Eva Gunnarsdóttir og eitt verkanna á sýningunni.
Eva og Nína Björk Gunnarsdóttir, ljósmyndari og athafnakona.
Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur leit við í Núllið.
Skáldkonan Þórunn Jarla Valdimarsdóttir lét sig ekki vanta.
Gestirnir voru hver öðrum glæsilegri.
Ásdís Spanó myndlistarkona og Arna Bang alþjóðastjórnmálafræðingur kíktu líka við. Það var greinilega gaman fyrst myndin er svona óskýr.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.