Tekst Samfylkingunni að virkja lýðræðið - Tekst henni að færa kjósendum aukið vald Birgir Dýrfjörð skrifar 6. október 2024 19:10 Sá viðsnúningur hefur nú orðið hjá Samfylkingunni, að í skoðanakönnun sögðust 30% kjósenda ætla að kjósa Samfylkinguna. Í ræðu Kristrúnar Frostadóttur á fundi flokksstjórnar á Laugabakka sagði hún flokkinn hafa skyldur við það fólk. Hún sagði: „Það er mikið í húfi. Fólkið í landinu er að horfa til okkar. Væntingarnar eru miklar, væntingar sem við viljum og verðum að standa undir, kæru félagar. Við megum ekki bregðast þessu fólki núna. Þjóðin gerir kröfu um árangur. Höldum áfram, sameinuð, fyrir fólkið í landinu!“ Tillaga um aukið lýðræði í Samfylkingunni Formaður, varaformaður og fleiri stjórnarmenn lögðu síðan fram tillögu og greinargerð á fundinum á Laugabakka. Þar segir orðrétt: „lagt er til að heimila opið prófkjör, þar sem allir íbúar í viðkomandi kjördæmi, sem munu geta kosið í þeim kosningum sem framboðslisti er ætlaður, geti greitt atkvæði.“ Þessi tillaga sýnir víðsýni og kjark stjórnar Samfylkingarinnar. Hún er afturhvarf til þess tíma þegar samfylkingin virkjaði lýðræðið og fékk 20 þingmenn. Hún náði þó ekki fram að ganga á fundinum. Helstu rökin gegn henni er ótti um, að með samþykkt hennar geti andstæðingar flokksins unnið skemmdarverk. Þeir geti ráðið of miklu um frambjóðendur hans. Talsmenn þessa sjónarmiðs töldu því rangt að styðja tillögu Kristrúnar og stjórnar fokksins, þeir töldu hana of hættulega. 100% hættulaust prófkjör Til að eyða skiljanlegum ótta þessara flokksmanna er til einföld og örugg aðferð. Hún er sú, að kjördæmaráð eða fulltrúaráð megi skipa uppstillingarnefnd fyrir sitt kjördæmi. Sú nefnd á að tilnefna flokksfólk á framboðslista, þó aldrei færri en þingmannatölu viðkomandi kjördæmis. Nefndin á einnig að upplýsa, að kjósa þurfi tiltekinn lágmarksfjölda frambjóðenda. Um þann lista uppstillingarnefndar yrði svo opið kjósendaval (prófkjör). Þó allur sjálfstæðisflokkurinn og fleiri kæmu í það prófkjör, þá gæti það fólk ekkert annað gert en raða á framboðslista því fólki, sem uppstillingarnefndir kjördæmaráða hafa valið sem vel hæfa frambjóðendur. Þar með þarf enginn að óttast utanaðkomandi skemmdarverk. Það er styrkur stjórnmálaflokka, að sýna í verki að þeir þori að treysta fólki. Besta aðferðin til að öðlast þann styrk er, að flokkar opni faðminn og sýni í verki, - að þeir treysti kjósendum, - að þeir þori að veita þeim aðild að þeirri ákvörðun, að raða fólki á framboðslista - að þeir þori að veita fólki vald til að hafa áhrif í flokknum sem það ætlar að kjósa. Nái tillaga formanns Samfylkingarinnar og stjórnar hennar um opið prófkjör fram að ganga, þá væri komin svipuð staða og var þegar Samfylkingin fékk 20 þingmenn. Í prédikaranum segir: „Öllu er afmörkuð stund og sérhver hlutur undir sólinni hefur sinn tíma,“ „Að rífa niður hefur sinn tíma , að byggja upp hefur sinn tíma.“ Nú er tími til að byggja upp. Ekki að rífa niður. Nú er tími jafnaðarflokka að safna fólki í öflugar umbótahreyfingar undir merkjum lýðræðis og jafnaðarstefnu. „Fólkið horfir til okkar við megum ekki bregðast því núna.“ Sagði formaður Samfylkingarinnar. Höfundur er jafnaðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Samfylkingin Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Sá viðsnúningur hefur nú orðið hjá Samfylkingunni, að í skoðanakönnun sögðust 30% kjósenda ætla að kjósa Samfylkinguna. Í ræðu Kristrúnar Frostadóttur á fundi flokksstjórnar á Laugabakka sagði hún flokkinn hafa skyldur við það fólk. Hún sagði: „Það er mikið í húfi. Fólkið í landinu er að horfa til okkar. Væntingarnar eru miklar, væntingar sem við viljum og verðum að standa undir, kæru félagar. Við megum ekki bregðast þessu fólki núna. Þjóðin gerir kröfu um árangur. Höldum áfram, sameinuð, fyrir fólkið í landinu!“ Tillaga um aukið lýðræði í Samfylkingunni Formaður, varaformaður og fleiri stjórnarmenn lögðu síðan fram tillögu og greinargerð á fundinum á Laugabakka. Þar segir orðrétt: „lagt er til að heimila opið prófkjör, þar sem allir íbúar í viðkomandi kjördæmi, sem munu geta kosið í þeim kosningum sem framboðslisti er ætlaður, geti greitt atkvæði.“ Þessi tillaga sýnir víðsýni og kjark stjórnar Samfylkingarinnar. Hún er afturhvarf til þess tíma þegar samfylkingin virkjaði lýðræðið og fékk 20 þingmenn. Hún náði þó ekki fram að ganga á fundinum. Helstu rökin gegn henni er ótti um, að með samþykkt hennar geti andstæðingar flokksins unnið skemmdarverk. Þeir geti ráðið of miklu um frambjóðendur hans. Talsmenn þessa sjónarmiðs töldu því rangt að styðja tillögu Kristrúnar og stjórnar fokksins, þeir töldu hana of hættulega. 100% hættulaust prófkjör Til að eyða skiljanlegum ótta þessara flokksmanna er til einföld og örugg aðferð. Hún er sú, að kjördæmaráð eða fulltrúaráð megi skipa uppstillingarnefnd fyrir sitt kjördæmi. Sú nefnd á að tilnefna flokksfólk á framboðslista, þó aldrei færri en þingmannatölu viðkomandi kjördæmis. Nefndin á einnig að upplýsa, að kjósa þurfi tiltekinn lágmarksfjölda frambjóðenda. Um þann lista uppstillingarnefndar yrði svo opið kjósendaval (prófkjör). Þó allur sjálfstæðisflokkurinn og fleiri kæmu í það prófkjör, þá gæti það fólk ekkert annað gert en raða á framboðslista því fólki, sem uppstillingarnefndir kjördæmaráða hafa valið sem vel hæfa frambjóðendur. Þar með þarf enginn að óttast utanaðkomandi skemmdarverk. Það er styrkur stjórnmálaflokka, að sýna í verki að þeir þori að treysta fólki. Besta aðferðin til að öðlast þann styrk er, að flokkar opni faðminn og sýni í verki, - að þeir treysti kjósendum, - að þeir þori að veita þeim aðild að þeirri ákvörðun, að raða fólki á framboðslista - að þeir þori að veita fólki vald til að hafa áhrif í flokknum sem það ætlar að kjósa. Nái tillaga formanns Samfylkingarinnar og stjórnar hennar um opið prófkjör fram að ganga, þá væri komin svipuð staða og var þegar Samfylkingin fékk 20 þingmenn. Í prédikaranum segir: „Öllu er afmörkuð stund og sérhver hlutur undir sólinni hefur sinn tíma,“ „Að rífa niður hefur sinn tíma , að byggja upp hefur sinn tíma.“ Nú er tími til að byggja upp. Ekki að rífa niður. Nú er tími jafnaðarflokka að safna fólki í öflugar umbótahreyfingar undir merkjum lýðræðis og jafnaðarstefnu. „Fólkið horfir til okkar við megum ekki bregðast því núna.“ Sagði formaður Samfylkingarinnar. Höfundur er jafnaðarmaður.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun