Kýld niður í kjördæmaviku Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 7. október 2024 09:33 „Allir eru með plön – en svo er maður bara kýldur á kjaftinn!“ mér varð hugsað til þessara orða Mike Tyson, þegar ég stóð með boxhanska í World Class í miðri kjördæmaviku. Kjördæmavikan er mikilvægur vettvangur til að tala við fólk, heimsækja fjölbreytta vinnustaði og hlusta á hvað brennur á fólki. Hvort sem maður heimsótti leikskóla, líkamsræktarstöð, íþróttafélag, iðnaðarfyrirtæki eða ferðaþjónustuaðila þá fann maður fyrir kraftinum í íslensku samfélagi og einstaklingunum sem drífa það áfram. Á ungbarnaleikskólanum Ársól þar sem yngstu Reykvíkingarnir taka sín fyrstu skref sáum við öflugan sjálfstætt starfandi leikskóla þar sem þrjú hundruð börn eru á biðlista á sama tíma og þau hafa beðið í fjögur ár eftir að fá að stækka húsnæði skólans og fjölga leikskólaplássum. Þau bíða enn eftir að þær framkvæmdir hefjast rétt eins og fjölskyldur ungra barna í Reykjavík bíða eftir fleiri plássum. Vellíðan unga fólksins okkar skiptir máli og við heimsóttum Bergið Headspace en þar fær ungt fólk á aldrinum 12 til 25 ára sér að kostnaðarlausu samtal um hvers kyns vandamál. Þar fá þau fræðslu og stuðning til að finna leiðir að bættri líðan og meiri virkni í samfélaginu. Magnað starf sem stjórnvöld og samfélagið allt þarf að styðja vel við. Mörgum er umhugað um stöðu ungs fólks en íslenska forvarnarmódelið var sérstaklega rætt við Planet Youth sem hjálpar þjóðum um allan heim að ná sambærilegum árangri og við höfum náð. Þó áskoranirnar séu margar þá má líka minna á árangur okkar sem er orðinn að útflutningsvöru. Það minnir okkur líka á að við megum ekki láta deigan síga. Öflugt íþrótta- og tómstundastarf hefur jákvæð áhrif og líðan og virkni barna og ungmenna. Í ljósi þess var ömurlegt að sjá hversu slæmt viðhald og stuðningur borgarinnar hefur verið við íþróttafélagið KR og sömu sögu er að finna víðar um borgina. Knattspyrnufélag Reykjavíkur sinnir fjölmennum hóp fólks á öllum aldri í vesturbæ Reykjavíkur og óþreyja þeirra eftir svörum er skiljanleg. Enn ein staðfesting á því að innviðir borgarinnar eru ekki í forgangi. Efnahagsmálin var aðalumræðuefni á fundi okkar með Samtökum atvinnulífsins. Ég tek heilshugar undir áherslur þeirra á það að draga þarf úr ríkisútgjöldum og hagræða enn frekar í opinberum rekstri. Það ætti þó ekki að vera skammtímamarkmið, heldur viðvarandi verkefni í rekstri hins opinbera. Það var ánægjulegt að sjá að vaxtalækkunartímabilið sem við höfum öll beðið lengi eftir er hafið. Verðbólga hefur ekki mælst minni í þrjú ár. En þessi mál eru á vörum margar landsmanna, hvort sem það var í heita pottinum eða annars staðar, þeirra sem finna fyrir hærri greiðslubyrði eða reka fyrirtæki. Við heimsóttum nokkur fyrirtæki og hringdum í fólk til að hlusta á hvar við getum gert betur. Við byggjum á öflugum grunni, hér er lítið atvinnuleysi og kaupmáttur og laun hafa hækkað meira en í löndunum í kringum okkur. Mike Tyson talaði af reynslu þegar hann sagðist hafa verið með plan en var kýldur niður - og fyrir okkur sem störfum í stjórnmálum er þetta líka stundum svona - við stjórnum ekki alltaf atburðarrásinni. En það er mikilvægt að standa aftur upp, bretta upp ermar og hafa alltaf í forgangi að ná árangri fyrir fólkið í landinu. Að gera betur og hlusta á áskoranir þeirra. Við erum í stjórnmálum til þess. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Reykjavík Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
„Allir eru með plön – en svo er maður bara kýldur á kjaftinn!“ mér varð hugsað til þessara orða Mike Tyson, þegar ég stóð með boxhanska í World Class í miðri kjördæmaviku. Kjördæmavikan er mikilvægur vettvangur til að tala við fólk, heimsækja fjölbreytta vinnustaði og hlusta á hvað brennur á fólki. Hvort sem maður heimsótti leikskóla, líkamsræktarstöð, íþróttafélag, iðnaðarfyrirtæki eða ferðaþjónustuaðila þá fann maður fyrir kraftinum í íslensku samfélagi og einstaklingunum sem drífa það áfram. Á ungbarnaleikskólanum Ársól þar sem yngstu Reykvíkingarnir taka sín fyrstu skref sáum við öflugan sjálfstætt starfandi leikskóla þar sem þrjú hundruð börn eru á biðlista á sama tíma og þau hafa beðið í fjögur ár eftir að fá að stækka húsnæði skólans og fjölga leikskólaplássum. Þau bíða enn eftir að þær framkvæmdir hefjast rétt eins og fjölskyldur ungra barna í Reykjavík bíða eftir fleiri plássum. Vellíðan unga fólksins okkar skiptir máli og við heimsóttum Bergið Headspace en þar fær ungt fólk á aldrinum 12 til 25 ára sér að kostnaðarlausu samtal um hvers kyns vandamál. Þar fá þau fræðslu og stuðning til að finna leiðir að bættri líðan og meiri virkni í samfélaginu. Magnað starf sem stjórnvöld og samfélagið allt þarf að styðja vel við. Mörgum er umhugað um stöðu ungs fólks en íslenska forvarnarmódelið var sérstaklega rætt við Planet Youth sem hjálpar þjóðum um allan heim að ná sambærilegum árangri og við höfum náð. Þó áskoranirnar séu margar þá má líka minna á árangur okkar sem er orðinn að útflutningsvöru. Það minnir okkur líka á að við megum ekki láta deigan síga. Öflugt íþrótta- og tómstundastarf hefur jákvæð áhrif og líðan og virkni barna og ungmenna. Í ljósi þess var ömurlegt að sjá hversu slæmt viðhald og stuðningur borgarinnar hefur verið við íþróttafélagið KR og sömu sögu er að finna víðar um borgina. Knattspyrnufélag Reykjavíkur sinnir fjölmennum hóp fólks á öllum aldri í vesturbæ Reykjavíkur og óþreyja þeirra eftir svörum er skiljanleg. Enn ein staðfesting á því að innviðir borgarinnar eru ekki í forgangi. Efnahagsmálin var aðalumræðuefni á fundi okkar með Samtökum atvinnulífsins. Ég tek heilshugar undir áherslur þeirra á það að draga þarf úr ríkisútgjöldum og hagræða enn frekar í opinberum rekstri. Það ætti þó ekki að vera skammtímamarkmið, heldur viðvarandi verkefni í rekstri hins opinbera. Það var ánægjulegt að sjá að vaxtalækkunartímabilið sem við höfum öll beðið lengi eftir er hafið. Verðbólga hefur ekki mælst minni í þrjú ár. En þessi mál eru á vörum margar landsmanna, hvort sem það var í heita pottinum eða annars staðar, þeirra sem finna fyrir hærri greiðslubyrði eða reka fyrirtæki. Við heimsóttum nokkur fyrirtæki og hringdum í fólk til að hlusta á hvar við getum gert betur. Við byggjum á öflugum grunni, hér er lítið atvinnuleysi og kaupmáttur og laun hafa hækkað meira en í löndunum í kringum okkur. Mike Tyson talaði af reynslu þegar hann sagðist hafa verið með plan en var kýldur niður - og fyrir okkur sem störfum í stjórnmálum er þetta líka stundum svona - við stjórnum ekki alltaf atburðarrásinni. En það er mikilvægt að standa aftur upp, bretta upp ermar og hafa alltaf í forgangi að ná árangri fyrir fólkið í landinu. Að gera betur og hlusta á áskoranir þeirra. Við erum í stjórnmálum til þess. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar