Hvetjum samstarfsfólkið til að fara í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar 7. október 2024 13:32 Nú er Bleikur október genginn í garð en tilgangur hans er að vekja almenning til vitundar um brjóstakrabbamein. Brjóstakrabbamein er eitt fárra krabbameina sem hægt er að skima fyrir og þannig má greina sjúkdóminn áður en einkenni gera vart við sig. Á Íslandi hefur verið sýnt fram á að reglubundin skimun fyrir brjóstakrabbameini lækkar dánartíðni af völdum hans um 30-40% En eins og flestir vita þá stendur konum einnig til boða skimun fyrir leghálskrabbameini. Þar er ávinningurinn af reglubundinni skimun enn meiri. Reglubundin skimun fækkar tilfellum um allt að 90% og því til mikils að vinna að mæta í skimun. Boðið hefur verið upp á skimun fyrir bæði brjóstakrabbameini og leghálskrabbameini í áratugi en nú hefur sú neikvæða þróun orðið að þátttaka í skimunum hefur dregist saman. Það er gríðarmikið hagsmunamál fyrir konur að koma í skimun þegar boð berst frá okkur hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Við tökum sérstaklega eftir því að konur með erlent ríkisfang koma síður í skimun. Ef skoðuð er þátttaka í skimun fyrir leghálskrabbameini þá var þátttaka kvenna með erlent ríkisfang aðeins 27% árið 2023 á meðan þátttaka kvenna með íslenskt ríkisfang slagaði hátt í 72%. Okkar viðmið er að ekki færri en 75% mæti í skimanir. Það er því ljóst að við þurfum að gera mun betur til þess auka þátttöku kvenna með erlent ríkisfang í krabbameinsskimunum. Hvers vegna koma erlendar konur síður í skimun? Auðvitað liggur beint við að spyrja konur með erlent ríkisfang hvers vegna þær koma ekki í skimun. Í sumum tilvikum er skýringin tungumálaörðugleikar, stundum er það vanþekking á kerfinu og skortur á upplýsingum. Sumar nefna kostnað við skimanir og áberandi fjöldi nefnir að þær treysti sér ekki til að óska eftir leyfi frá vinnuveitendum til að fara í skimun. Allar konur eiga rétt á að skreppa í skimun á vinnutíma, en margar konur með erlent ríkisfang virðast óttast neikvæð áhrif á stöðu þeirra á vinnustað ef þær nýta sér þann rétt. Til þess að koma til móts við þennan hóp kvenna hefur Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins ákveðið að bjóða upp á síðdegisopnun í leghálssýnatökur í tilraunaskyni. Opið verður á fimmtudögum milli klukkan 15 og 17 á tímabilinu 17. október til 21. nóvember á eftirtöldum heilsugæslustöðvum: Heilsugæslan Árbæ Heilsugæslan Efra-Breiðholti Heilsugæslan Miðbæ Heilsugæslan Seltjarnarnesi Heilsugæslan Sólvangi Hjá heilsugæslunni sjá ljósmæður um sýnatökur og kostnaður er aðeins 500 krónur. Aukið aðgengi og minni hindranir Í mars síðastliðnum fóru heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu að bjóða konum að mæta í opið hús í leghálssýnatökur án þess að hafa bókað sér tíma. Hlutfallslega fleiri erlendar konur nýta sér þennan möguleika en íslenskar. Þetta er því ein leið til að auka aðgengi og draga úr hindrunum sem geta falist í því að bóka sér tíma ef tungumálaerfiðleikar eru fyrir hendi. Þessu fyrirkomulagi verður haldið áfram en konur geta eftir sem áður bókað sér tíma, allt eftir því hvað hentar hverju sinni. Mikilvægt er að hafa í huga að konur fá boð um að koma í sýnatöku fyrir leghálskrabbameini. Þegar boðið berst er tilvalið að bóka tíma á hentugri heilsugæslustöð, eða mæta í opið hús þegar hentar. Sama gildir um skimun fyrir brjóstakrabbameini. Boð berst frá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana og þá er konum boðið upp á að panta tíma í skimun hjá Brjóstamiðstöð Landspítalans. Reynum að ná til sem flestra kvenna Við hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana sendum boðsbréf í skimanir á þremur tungumálum; íslensku, ensku og pólsku. Þá hörfum við látið vinna veggspjöld á þessum þremur tungumálum til að benda á mikilvægi skimana sem ætlunin er að dreifa á vinnustaði og víðar. Þá er unnið að gerð fræðsluefnis sem verður meðal annars ætlað erlendum konum. Það er ljóst að við þurfum að gera betur til þess að auka þátttöku erlendra kvenna í krabbameinsskimunum. Krabbameinsskimanir skipta gríðarmiklu fyrir einstaklingana, en þær leiða einnig af sér mikinn sparnað fyrir samfélagið. Heilsugæslan kappkostar að koma til móts við konur eins og sjá má á þeim aðgerðum sem taldar hafa verið upp en samfélagið í heild þarf að taka höndum saman og hvetja konur til þátttöku. Í ljósi þess að erlendar konur veigra sér við því að óska eftir leyfi hjá vinnuveitendum til þess að mæta í krabbameinsskimanir þá vil ég beina því til stjórnenda fyrirtækja að hvetja sitt starfsfólk, hvort sem það eru íslenskar eða erlendar konur, til þátttöku í krabbameinsskimunum. Það sendir út jákvæð skilaboð til þeirra um að nýta sér þessa mikilvægu heilsuvernd. Þá hvetjum við fólk til að ræða skimanir við samstarfsfólkið á sínum vinnustöðum og minna á þetta mikilvæga forvarnarverkefni. Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Krabbamein Heilbrigðismál Mest lesið Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Nú er Bleikur október genginn í garð en tilgangur hans er að vekja almenning til vitundar um brjóstakrabbamein. Brjóstakrabbamein er eitt fárra krabbameina sem hægt er að skima fyrir og þannig má greina sjúkdóminn áður en einkenni gera vart við sig. Á Íslandi hefur verið sýnt fram á að reglubundin skimun fyrir brjóstakrabbameini lækkar dánartíðni af völdum hans um 30-40% En eins og flestir vita þá stendur konum einnig til boða skimun fyrir leghálskrabbameini. Þar er ávinningurinn af reglubundinni skimun enn meiri. Reglubundin skimun fækkar tilfellum um allt að 90% og því til mikils að vinna að mæta í skimun. Boðið hefur verið upp á skimun fyrir bæði brjóstakrabbameini og leghálskrabbameini í áratugi en nú hefur sú neikvæða þróun orðið að þátttaka í skimunum hefur dregist saman. Það er gríðarmikið hagsmunamál fyrir konur að koma í skimun þegar boð berst frá okkur hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Við tökum sérstaklega eftir því að konur með erlent ríkisfang koma síður í skimun. Ef skoðuð er þátttaka í skimun fyrir leghálskrabbameini þá var þátttaka kvenna með erlent ríkisfang aðeins 27% árið 2023 á meðan þátttaka kvenna með íslenskt ríkisfang slagaði hátt í 72%. Okkar viðmið er að ekki færri en 75% mæti í skimanir. Það er því ljóst að við þurfum að gera mun betur til þess auka þátttöku kvenna með erlent ríkisfang í krabbameinsskimunum. Hvers vegna koma erlendar konur síður í skimun? Auðvitað liggur beint við að spyrja konur með erlent ríkisfang hvers vegna þær koma ekki í skimun. Í sumum tilvikum er skýringin tungumálaörðugleikar, stundum er það vanþekking á kerfinu og skortur á upplýsingum. Sumar nefna kostnað við skimanir og áberandi fjöldi nefnir að þær treysti sér ekki til að óska eftir leyfi frá vinnuveitendum til að fara í skimun. Allar konur eiga rétt á að skreppa í skimun á vinnutíma, en margar konur með erlent ríkisfang virðast óttast neikvæð áhrif á stöðu þeirra á vinnustað ef þær nýta sér þann rétt. Til þess að koma til móts við þennan hóp kvenna hefur Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins ákveðið að bjóða upp á síðdegisopnun í leghálssýnatökur í tilraunaskyni. Opið verður á fimmtudögum milli klukkan 15 og 17 á tímabilinu 17. október til 21. nóvember á eftirtöldum heilsugæslustöðvum: Heilsugæslan Árbæ Heilsugæslan Efra-Breiðholti Heilsugæslan Miðbæ Heilsugæslan Seltjarnarnesi Heilsugæslan Sólvangi Hjá heilsugæslunni sjá ljósmæður um sýnatökur og kostnaður er aðeins 500 krónur. Aukið aðgengi og minni hindranir Í mars síðastliðnum fóru heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu að bjóða konum að mæta í opið hús í leghálssýnatökur án þess að hafa bókað sér tíma. Hlutfallslega fleiri erlendar konur nýta sér þennan möguleika en íslenskar. Þetta er því ein leið til að auka aðgengi og draga úr hindrunum sem geta falist í því að bóka sér tíma ef tungumálaerfiðleikar eru fyrir hendi. Þessu fyrirkomulagi verður haldið áfram en konur geta eftir sem áður bókað sér tíma, allt eftir því hvað hentar hverju sinni. Mikilvægt er að hafa í huga að konur fá boð um að koma í sýnatöku fyrir leghálskrabbameini. Þegar boðið berst er tilvalið að bóka tíma á hentugri heilsugæslustöð, eða mæta í opið hús þegar hentar. Sama gildir um skimun fyrir brjóstakrabbameini. Boð berst frá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana og þá er konum boðið upp á að panta tíma í skimun hjá Brjóstamiðstöð Landspítalans. Reynum að ná til sem flestra kvenna Við hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana sendum boðsbréf í skimanir á þremur tungumálum; íslensku, ensku og pólsku. Þá hörfum við látið vinna veggspjöld á þessum þremur tungumálum til að benda á mikilvægi skimana sem ætlunin er að dreifa á vinnustaði og víðar. Þá er unnið að gerð fræðsluefnis sem verður meðal annars ætlað erlendum konum. Það er ljóst að við þurfum að gera betur til þess að auka þátttöku erlendra kvenna í krabbameinsskimunum. Krabbameinsskimanir skipta gríðarmiklu fyrir einstaklingana, en þær leiða einnig af sér mikinn sparnað fyrir samfélagið. Heilsugæslan kappkostar að koma til móts við konur eins og sjá má á þeim aðgerðum sem taldar hafa verið upp en samfélagið í heild þarf að taka höndum saman og hvetja konur til þátttöku. Í ljósi þess að erlendar konur veigra sér við því að óska eftir leyfi hjá vinnuveitendum til þess að mæta í krabbameinsskimanir þá vil ég beina því til stjórnenda fyrirtækja að hvetja sitt starfsfólk, hvort sem það eru íslenskar eða erlendar konur, til þátttöku í krabbameinsskimunum. Það sendir út jákvæð skilaboð til þeirra um að nýta sér þessa mikilvægu heilsuvernd. Þá hvetjum við fólk til að ræða skimanir við samstarfsfólkið á sínum vinnustöðum og minna á þetta mikilvæga forvarnarverkefni. Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun