Davíð verður einn dómara á leik Caledonia Gladiators og Elfic Fribourg er leikurinn fer fram í 6.000 manna höll í Skotlandi. Hinir tveir dómararnir koma frá Belgíu.

Með liði Fribourg leikur Dani Rodriguez sem var í herbúðum Grindavíkur síðustu ár.
Gladiators-liðið er tiltölulega nýtt félag sem varð í öðru sæti í bresku deildinni árið 2023 en það er besti árangur sem körfuboltalið frá Skotlandi hefur náð.