„Ekki næstum því allir íbúar með þetta app“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. október 2024 07:02 Björn Bjarki segir enn þörf á betri búð í Búðardal. Vísir Sveitarstjóri Dalabyggðar segir ósk sveitarstjórnar vera þá að íbúar njóti lægra vöruverðs strax en ekki einungis í gegnum sérstakt app á vegum Samkaupa sem reka Krambúðina í Búðardal. Ár er síðan sveitarstjórn skoraði á Samkaup að opna þar dagvöruverslun í stað Krambúðarinnar. „Það má segja að þetta sé ákveðin viðleitni hjá stjórn og stjórnendum Samkaupa að mæta kröfum okkar í Dölunum með þessum hætti en að mínu mati þarf meira að koma til,“ segir Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri Dalabyggðar í skriflegu svari til Vísis. Fyrr á árinu, nánar tiltekið í maí síðastliðnum, tilkynntu forsvarsmenn Samkaupa að íbúar Dalabyggðar yrðu þeir fyrstu á landinu til þess að fá að prófa nýja viðbót við Samkaupsappið. Í viðbótinni felst sá möguleiki að fá um tvöhundruð vörur í Krambúðinni í Búðardal á sérstöku lágvöruverði í formi inneignar. Áður var rekin Kjörbúð í Búðardal sem svo varð að Krambúðinni. Forsvarsmenn Samkaupa höfðu áður útskýrt fyrir sveitarstjórninni að sú verslun hefði ávallt verið rekin með tapi og að ljóst væri því miður að ekki væri rekstrargrundvöllur fyrir Kjörbúð í Búðardal. Vöruúrvalið henti frekar ferðamönnum „Það er nú þannig að það eru ekki næstum allir íbúar Dalabyggðar með þetta app sem um ræðir og alls ekki allir með þann búnað sem til þarf né hafa tök á að koma því upp,“ skrifar Björn Bjarki til Vísis. Hann segist einnig hvetja forsvarsmenn Samkaupa til þess að láta vörúrval verslunarinnar taka meira mið af þörfum íbúa sem reki heimili í Dalabyggð. Uppsetning verslunarinnar og vöruúrval sé enn í þeim anda að um sé að ræða verslun fyrir ferðamanninn miklu frekar en að markhópurinn sé heimafólk. Hann segir sveitarstjórn hafa komið þeim sjónarmiðum á framfæri við Samkaup og geri það nú enn og aftur. Íbúar njóti kjaranna strax „Okkar ósk er að Samkaup breyti uppsetningu verslunarinnar í þeim anda sem ég hér lýsi og lagi verðlag þannig að viðskiptavinir séu ekki að safna inneign í gegnum fyrrnefnt „app“ heldur njóti kjaranna strax og viðskiptin eiga sér stað, frá degi til dags,“ skrifar Björn Bjarki. „Við núverandi fyrirkomulag munum við áfram búa við það að fólk sem hér býr þurfi að sækja út fyrir byggðarlagið til þess að sækja sér nauðsynjavöru fyrir heimilið og má kalla það innviða brest líkt og við búum við innviða brest í vegakerfinu okkar svo eitthvað sé nefnt. Við höfum mikinn metnað hér í Dölunum til þess að gera kröftugt og gott samfélag enn sterkara og þessi þáttur skiptir miklu máli í þeim efnum.“ Dalabyggð Verslun Byggðamál Matvöruverslun Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sjá meira
„Það má segja að þetta sé ákveðin viðleitni hjá stjórn og stjórnendum Samkaupa að mæta kröfum okkar í Dölunum með þessum hætti en að mínu mati þarf meira að koma til,“ segir Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri Dalabyggðar í skriflegu svari til Vísis. Fyrr á árinu, nánar tiltekið í maí síðastliðnum, tilkynntu forsvarsmenn Samkaupa að íbúar Dalabyggðar yrðu þeir fyrstu á landinu til þess að fá að prófa nýja viðbót við Samkaupsappið. Í viðbótinni felst sá möguleiki að fá um tvöhundruð vörur í Krambúðinni í Búðardal á sérstöku lágvöruverði í formi inneignar. Áður var rekin Kjörbúð í Búðardal sem svo varð að Krambúðinni. Forsvarsmenn Samkaupa höfðu áður útskýrt fyrir sveitarstjórninni að sú verslun hefði ávallt verið rekin með tapi og að ljóst væri því miður að ekki væri rekstrargrundvöllur fyrir Kjörbúð í Búðardal. Vöruúrvalið henti frekar ferðamönnum „Það er nú þannig að það eru ekki næstum allir íbúar Dalabyggðar með þetta app sem um ræðir og alls ekki allir með þann búnað sem til þarf né hafa tök á að koma því upp,“ skrifar Björn Bjarki til Vísis. Hann segist einnig hvetja forsvarsmenn Samkaupa til þess að láta vörúrval verslunarinnar taka meira mið af þörfum íbúa sem reki heimili í Dalabyggð. Uppsetning verslunarinnar og vöruúrval sé enn í þeim anda að um sé að ræða verslun fyrir ferðamanninn miklu frekar en að markhópurinn sé heimafólk. Hann segir sveitarstjórn hafa komið þeim sjónarmiðum á framfæri við Samkaup og geri það nú enn og aftur. Íbúar njóti kjaranna strax „Okkar ósk er að Samkaup breyti uppsetningu verslunarinnar í þeim anda sem ég hér lýsi og lagi verðlag þannig að viðskiptavinir séu ekki að safna inneign í gegnum fyrrnefnt „app“ heldur njóti kjaranna strax og viðskiptin eiga sér stað, frá degi til dags,“ skrifar Björn Bjarki. „Við núverandi fyrirkomulag munum við áfram búa við það að fólk sem hér býr þurfi að sækja út fyrir byggðarlagið til þess að sækja sér nauðsynjavöru fyrir heimilið og má kalla það innviða brest líkt og við búum við innviða brest í vegakerfinu okkar svo eitthvað sé nefnt. Við höfum mikinn metnað hér í Dölunum til þess að gera kröftugt og gott samfélag enn sterkara og þessi þáttur skiptir miklu máli í þeim efnum.“
Dalabyggð Verslun Byggðamál Matvöruverslun Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sjá meira