Mímklúbburinn Breiðnefur og Kiddi Karrí skildu jöfn þegar þau mættust í fimmtu viku Litlu-Kraftvéladeildarinnar á sunnudaginn. Tækniklúður kostaði Mímklúbbinn fyrri leikinn án raunverulegrar baráttu en liðið þurfti að gefa leikinn eftir að Jölull fyrirliði aftengdist honum fyrir slysni.
Breiðnefjar voru þó ekki af baki dottnir í seinni leiknum, sem var bæði spennandi og jafn, og sítengdir höfðu þeir sigur þannig að þegar upp var staðið gengu bæði lið af velli með einn sigur og eitt tap.
Eftir gærkvöldið er Kuti efstur í 1. riðli með 5 stig og TSR Akademían og Hendakallarnir eru á toppi 2 riðils, einnig með 5 stig.
